Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 30
heilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is 400 mg sterkar kalktöflur með D vítamíni Byggir upp bein og tennur. Biomega Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Afslappað og gott andrúmsloft Við litum inn á Hreyfilands-námskeið og fylgdumst með þegar mæðurnar létu börnin gera styrkjandi æfingar. Mæðurnar skemmtu sér greinilega jafn vel og börnin og við spurðum þær hvað væri svona sérstakt við þessa tíma. Þórunn Borg Ólafsdóttir og Tinna Rún „Það er náttúr- lega fyrir öllu að fá að hafa barnið með í leikfiminni. Ég vildi ekki setja svona lítið barn í pössun. Við mæðurnar styrkjumst mik- ið. Svo lærir Tinna Rún að liggja og leika sér, en við get- um lagt börnin hérna á leik- svæðið á meðan við hitum upp og gerum æfingar sjálfar. Við getum líka gert margar æfingar með börnin í fanginu.“ Inga Guðlaugsdóttir og Eðvald Þór „Ég hef verið í Baðhúsinu í nokkur ár og var í mömmu- tímum áður, en þeir voru ekki byggðir upp á sama hátt. Þá var aðaláhersl- an á leikfimi fyrir okkur. Mér finnast þessir tímar alveg meiriháttar. Andrúmsloftið er svo gott og mikið gert fyrir börnin. Þetta er líka passleg hreyfing eftir meðgönguna og fæðinguna.“ Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Inga Vigdís „Við byrjuðum fyrir áramót, en þá voru tímarn- ir með öðru sniði. Nú er meira að gera fyrir krakkana á meðan við erum í leikfim- inni og svo eru æfingarnar með þeim mjög skemmtilegar. Við lærum líka örvandi leiki sem við getum gert heima. Það er fínt að komast út en geta haft hana með allan tímann. Æfingarnar eru líka stílaðar upp á mömmur með svona ung börn, sem þurfa til dæmis að passa brjósta- mjólkina.“ María Ágústsdóttir „Ég á von á þriðja barninu en þegar ég gekk með hin tvö var ekki boðið upp á sérstaka óléttu- leikfimi. Ég var bara vön að fara í sund, hjóla og svo- leiðis. Hérna erum við að þjálfa og styrk- ja vöðva sem eru mikilvægir í fæðingunni, fætur, hendur og grindarbotnsvöðva. Svo líð- ur mér bara vel og finn að barnið er mjög sprækt. Þessar markvissu æfingar þrisvar í viku skila miklu. Ég finn líka að ég hef ekk- ert þyngst sjálf síðan ég byrjaði. Barnið stækkar en ég er ekki að bæta við mig aukakílóum.“ Krisztina G. Agueda býð-ur upp á sérstaka leik- fimi í Baðhúsinu fyrir mæð- ur og börn frá fósturskeiði til sex ára aldurs. Leikfimi- námskeiðin kallar hún Hreyfiland, en þau skiptast í þrjá flokka. Fyrsta stigið er fyrir þungaðar konur, annað stig fyrir mæður og ungbörn og þriðja stigið fyrir tveggja til sex ára börn. Krisztina er frá Ung- verjalandi en hún hefur starfað sem leikfimikennari barna á leikskólaaldri og við þol- og eróbikkþjálfun. Hún segir rannsóknir sýna að leikfimi á meðgöngu hafi marga kosti fyrir heilsu móður og barns. Æfingarnar eru sérstaklega hugsaðar fyrir þungaðar konur og áhersla lögð á að gæta fyll- stu varkárni. „Sumar æfing- ar, eins og að lyfta lóðum, henta alls ekki þunguðum konum og við leggjum áherslu á mjúkar og rólegar hreyf- ingar,“ segir Krisztina. Í leikfimi fyrir móður og barna er lögð áhersla á að stunda l í k a m s - rækt með b a r n i n u , en einnig að barnið fái holla hreyfingu og örvun. Tónl ist in er lágvær og þægileg til að koma til móts við þarfir barnanna. B ö r n i n geta dund- að sér með sérstök áhöld og þau taka líka virk- an þátt. Mæðrum er svo kennt hvernig þær geti gert æfingar heima. Námskeiðið Hreyfiland barn- anna er í bígerð en það verður byggt á sérstökum æfingum ætl- uðum börnum. Lögð er áhersla á iljar, bak og hryggsúlu, sem og bætt jafnvægisskyn og samhæf- ingu hreyfinga. Til stuðnings er notuð tónlist og litrík á h ö l d . K r i s z t i n a hefur sterk- ar skoðanir á íþrótta- kennslu hér á landi, en hún telur s k i p u l a g i h e n n a r mjög ábóta- v a n t . „Hvert barn ætti að fá að minnsta kosti einnar klukkustundar hreyfingu á hverj- um degi, alveg frá leikskóla og upp úr. Undir leiðsögn íþróttakennara. Það er mikilvægt að byrja íþrótta- uppeldið strax í móðurkviði, því barnið bregst við hreyfingum móð- urinnar, og halda því áfram fram á skólaaldur. Ef börnin venjast lík- amsrækt snemma leita þau sjálf í íþróttaiðkun seinna.“ audur@frettabladid.is • Fólk sem situr fyrir framan tölvuna ætti að standa á fætur að lágmarki einu sinni á klukku- tíma og teygja úr sér. • Hætta er á vöðvabólgu ef set- ið er sleitulaust við tölvuna klukkutímum saman. • Standið á fætur og teygið úr ykkur – veltið höfðinu og hristið handleggina. • Stuttir göngutúrar gera öllum gott – með viðkomu við vatns- tankinn. LEIKFIMI Á MEÐGÖNGU Æfingarnar eru sérstaklega hugsaðar fyrir þungaðar konur. Meðganga og ungbörn: Hreyfiland mæðra og barna KRISZTINA G. AGUEDA Er sjálf tveggja barna móðir og hefur starfað sem leikfimikennari barna á leikskólaaldri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N BÖRNIN TAKA VIRKAN ÞÁTT Í TÍMUNUM En aðaláherslan er á að koma mömmunum aftur í form. Í Baðhúsinu „Ég æfi svona þrisvar í viku en það er misjafnt hvort ég fer í tækin eða í tíma. Ég hef æft nokkuð lengi.“ Sigríður Malmquist Stíf á skrifstofunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.