Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 32
Herranótt, hið fornfræga leik-félag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýnir í kvöld nýtt leikrit um tvo atvinnulausa leik- ara á kreppuárunum. Leikritið er byggt á bandarísku bíómyndinni The Impostors, sem gerð var fyr- ir um það bil fimm árum með þeim Oliver Platt og Stanley Tucci í aðalhlutverkum. „Leikhópurinn og ég ákváðum að vera að þessu sinni á léttari nótum en Herranótt hefur verið undanfarin ár,“ segir Agnar Jón Egilsson leikstjóri. „Við bönnuðum leikurunum að horfa á myndina og létum þá í staðinn spinna upp atriði út frá söguþræði myndarinnar. Þótt söguþráðurinn sé fenginn úr myndinni, þá er hver einasta setning í sýningunni eftir krakk- ana og mig.“ Í hlutverkum atvinnulausu leikaranna eru tveir ungir piltar, Hilmir Jensen og Sigurður Arent. Þeir eru á flótta undan lögregl- unni og enda eftir ýmsar undar- legar flækjur á skemmtiferða- skipi þar sem saman eru komnir alls kyns furðufuglar og vafasam- ir karakterar. „Þeir lenda í miklum hremm- ingum og þurfa takast á við vondu karlana. En þetta er mikill trúðleikur á köflum í þessari sýn- ingu. Við notum meira að segja trúðanef.“ Sýningin er geysimannmörg. Alls taka um 50 manns þátt í henni og hlutverkin eru samtals um 70. Síðan spilar á sviðinu dixieband sem starfandi er í MR. „Þetta band flytur alla tónlist- ina og semur meirihlutann af henni sjálf.“ Aðstoðarleikstjóri er Bryndís Ásmundsdóttir. Myndlistardeild- in í MR sér um leikmyndina og Eva Signý Berger sér um bún- inga. ■ ■ ■ KVIKMYNDIR  18.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Einstein hvatalífsins.  20.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Aðalhlutverk Rosa Furr.  22.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Sæl eru þau sem þyrstir. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Bjartur Logi Guðnason, Jón Bjarnason, Jónas Þórir Þórisson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, sem öll hafa verið á námskeiði í flutningi orgeltónlistar frá barokktímabilinu á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar, flytja verk eftir Buxtehude, Bruhns, Weckmann og Scheidemann í Langholtskirkju. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir.  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Bítlalögin ásamt breskum söngv- urum undir stjórn Martin Yates í Háskólabíói.  22.00 Hljómsveitirnar Singapore Sling og Spilabandið Runólfur rokka á Grand Rokk.  Hljómsveitirnar Botnleðja og Úlpa spila á A.Hansen í Hafnarfirði. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir Rapp og rennilása í Ásgarði Glæsibæ.  20.00 Draugalest eftir Jón Atla Jónasson á nýja sviði Borgarleik- hússins. 32 12. mars 2004 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 9 10 11 12 13 14 15 MARS Föstudagur Við fílum þetta í botn. Stemning-in í hljómsveitinni er mjög góð,“ segir Árni Áskelsson, slag- verksleikari í Sinfóníunni, sem und- anfarna daga hefur verið að æfa sig að spila Bítlalög fyrir heljarmikla tónleika í Laugardalshöllinni. Frá Bretlandi koma fjórir söngvarar, þau Alex Sharpe, Jacinta White, Dougal Irvine og James Graeme, sem ætla að syngja með hljómsveitinni lög allt frá fyrstu plötum Bítlanna til þeirrar síðustu. „Við í Sinfóníunni erum orðin svo vön að spila poppmúsík núorð- ið. Í fyrra vorum við með Abba, þar áður Queen. Og svo erum við held- ur ekki byrjendur í Bítlamúsíkinni, því fyrir svona tíu árum spiluðum við alla Sgt. Peppers plötuna í út- setningu Óla Gauks.“ Eftirminnilegast finnst honum samt þegar hljómsveitin flutti Lif- un á sínum tíma. „Það tókst mjög vel, fannst mér.“ Þótt Árni hafi starfað í Sinfóní- unni í yfir tuttugu ár, þá er hann gamall poppari og hefur spilað í ýmsum böndum í gegnum tíðina. Hann segir líka margt hafa breyst í Sinfóníunni á þessum tíma, sem hann hefur verið þar. „Núna er í Sinfóníunni fólk sem allt hefur alist upp við þessa músík. Það er allt öðruvísi en þegar ég var að byrja. Þá þótti það ekki par fínt hjá þessum elstu í hljómsveitinni þegar við vorum að spila dægur- músík. Aðalpoppið þá voru helst austurrískir marsar og polkar.“ Stjórnandi á Bítlatónleikum Sin- fóníunnar er Martin Yates, sem einnig kom hingað til lands til að stjórna sömu hljómsveit á Abba- tónleikunum í fyrra og Queentón- leikunum þar áður. Útsetningarnar eru líka eftir hann. „Nú er þetta hins vegar frum- flutningur,“ segir Árni. Þessi Bítla- dagskrá hefur ekki áður verið flutt í London, eins og raunin var um bæði Abba- og Queenlögin. Með Sinfóníunni spilar sérstök hrynsveit, sem skipuð er þeim Ric- hard Korn á rafbassa, Rolan Hartwell á gítar, Guðmundi Péturs- syni á rafgítar, Agnari Má Agnars- syni á píanó og Ólafi Hólm á trommur. ■ ■ LEIKSÝNING HARMONIKUBALL Fjörið verður í Ásgarði, Glæsibæ við Álfheima laugardagskvöldið 13. mars frá kl. 22:00. Fjölbreytt dansmúsik. Aðgangseyrir kr. 1.200. Harmonikufélag Reykjavíkur. Síðustu sýningar Sýningin sem slegið hefur í gegn. „Salurinn lá úr hlátri“ Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Fimmtud. 11. mars kl. 21.00 -UPPSELT Fimmtud. 18. mars kl. 21.00 -örfá sæti laus Föstud. 26. mars kl. 21.00 Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Sími miðasölu: 511 4200 www.opera.is midasala@opera.is eftir Mozart 4. sýning sun. 14. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. sýning fös. 19. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 6. sýning sun. 21. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 7. sýning fös. 26. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Brúðkaup Fígarós ALLT Í FLÆKJU Herranótt MR frumflytur í kvöld nýtt leikrit í Tjarnarbíói. Í hremmingum á Herranótt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R Sinfónían spilar Bítlalögin ■ TÓNLEIKAR KOMNIR Í BÍTLASKAPIÐ Eggert Pálsson páku- leikari og Árni Áskels- son slagverksleikari eru til í slaginn fyrir Bítlatónleika Sinfóní- unnar í Laugardalshöll- inni. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld klukkan 19.30, þeir seinni á morgun klukkan 17. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.