Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 12. mars 2004 33  20.00 Þetta er allt að koma í leik- gerð Baltasar Kormáks á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Leikfélag Kópavogs frum- sýnir Smúrtsinn eftir Boris Vian í Hjá- leigunni, Félagsheimili Kópavogs.  20.00 Leikhúskórinn á Akureyri sýnir Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár í Ketilhúsinu á Akureyri.  20.00 100% „hitt“ með Helgu Brögu í tónlistarhúsinu Ými. ■ ■ LISTOPNANIR  16.00 Eðvaldína M. Kristjánsdótt- ir opnar myndlistarsýningu í Félags- starfi Gerðubergs. Við opnunina syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Pönkhljómsveitirnar Ríkið og Barbarossa leika fyrir dansi á Bar 11, Laugavegi 11.  21.00 Guðrún Gunnarsdóttir verð- ur með „Óð til Ellýjar“ í Sjallanum á Akureyri.  President Bongo og Buckmaster úr Gus Gus verða á Kapital.  Hljómsveitin Handverk spilar fyrir dansi á Rauða ljóninu.  Gísli Galdur úr Quarashi sýnir listir sínar á neðri hæðinni á Pravda en Áki „the real deal“ Pain sér um að diskó og dansþyrstir gestir fái sitt á efri hæðinni.  Soulsveitin Straumar og Stefán Hilmarsson skemmta á NASA við Aust- urvöll.  Strákarnir í Buff halda uppi gríni og glens fram eftir á Gauknum. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Róbert Ragnarsson stjórn- málafræðingur flytur fyrirlestur um sam- vinnu sveitarfélaga í Odda, stofu 101. Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. ■ SKEMMTISTAÐUR ■ ■ FUNDIR  16.00 Íslenska esperantósamband- ið og Þórbergssetur á Hala í Suðursveit halda málþing í Norræna húsinu á af- mælisdegi Þórbergs Þórðarsonar. Meðal fyrirlesara eru Guðmundur Andri Thorsson og Matthías Johannessen. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Þetta verður glæsilegur staður.Hvítir veggir, marmari á gólf- um og barinn verður úr brennd- um viði með svona gömlu útliti,“ segir Einar Marteinsson, sem er að opna nýjan skemmtistað í Hafnarstræti ásamt konunni sinni, henni Thalithya. Nýi staðurinn heitir de Palace og verður opnaður með pompi og prakt í kvöld að Hafnarstræti 18. „Þetta er beint á móti Ramma- gerðinni í gamla Pennahúsinu þar sem spilasalurinn Freddi var,“ segir Einar. Í hálft annað ár hafa þau Einar og Thalithya rekið skemmtistað- inn de Boomkikker annars staðar í Hafnarstrætinu. „Sá rekstur hefur gengið mjög vel, en á þeim stað er allt annað konsept. De Boomkikker er rokk- aðri, en Palace verður meira út í djass og djassfönk. Við verðum með tónlist í svipuðum dúr og Jagúar og ætlum að hafa tónleika á fimmtudagskvöldum.“ Meiningin er að hafa þetta svo- lítið menningarlegan stað, svona í bland að minnsta kosti. Þarna verða jafnvel haldin ljóðakvöld og veggirnir notaðir fyrir myndlist- arsýningar. Ekki finnst Einari spilla að margir helstu rithöfundar lands- ins sitja löngum stundum við skriftir á efri hæð hússins. „Þeir eru stundum að kíkja nið- ur í kaffi og spyrja um bjór.“ ■ Hallarstemning í Hafnarstræti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER TTHALITHYA OG EINAR Á NÝJA BARNUM Skemmtistaðurinn de Palace verður opnaður í Hafnarstræti í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.