Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 41
41FÖSTUDAGUR 12. mars 2004 Valencia tapaði óvænt Genclerbirligi lagði spænska liðið að velli í UEFA-bikarnum. FÓTBOLTI Tyrkneska liðið Gencler- birligi vann spænska stórliðið Valencia óvænt á heimavelli 1-0 í sextán liða úrslitum Evrópu- keppni félagsliða í gærkvöldi. Fil- ip Daems skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu strax á tólftu mínútu. Gençlerbirligi, sem er í tíunda sæti tyrknesku deildarinnar, hef- ur þegar slegið Blackburn, Sport- ing frá Lissabon og Parma út úr UEFA-bikarnum. Bordeaux vann Club Brugge 3-1 í Frakklandi. Gert Verheyen kom Brugge yfir á 58. mínútu leiksins en aðeins einni mínútu síðar jöfnuðu heimamenn með marki frá Celades. Hann bætti öðru marki við fyrir Bordeaux skömmu síðar og á 87. mínútu inn- siglaði Riera sigurinn. Loks gerði franska liðið Auxerre 1-1 jafntefli við PSV Eindhoven á heimavelli. Teemu Tainio skoraði fyrir Auxerre en Theo Lucius jafnaði leikinn fyrir PSV. Öðrum leikjum umferðarinnar var ólokið þegar blaðið fór í prentun. Seinni leikir liðanna fara fram 25. mars. ■ Úrslitakeppni Intersport-deildarinnar í körfuknattleik: Sigrar hjá Keflavík og Snæfelli KÖRFUBOLTI Það var ekki boðið upp á óvænt úrslit í gærkvöld þegar úr- slitakeppni Intersport-deildarinnar í körfuknattleik hófst með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Keflavík- ur báru sigurorð af Tindastóls- mönnum, 98-81, í Keflavík. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð í úr- slitakeppninni og 27. heimasigurinn í röð. Keflvíkingar höfðu yfir eftir fyrsta leikhluta, 27-18, en þeir skor- uðu 24 stig gegn tveimur stigum gestanna á fyrstu fimm mínútum annars leikhluta. Staðan í hálfleik var 57-31, Keflvíkingum í vil. Tinda- stólsmenn hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti, skoruðu níu fyrstu stigin og tókst á tímabili að minnka muninn í níu stig, 72-63. Nær komust þeir ekki og Keflvíkingar unnu öruggan sautján stiga sigur, 98-81. Gunnar Einarsson var stiga- hæstur hjá Keflavík með 20 stig á 25 mínútum, Derrick Allen skoraði 18 stig og tók 13 fráköst, Fannar Ólafsson skoraði 17 stig og tók 18 fráköst og Magnús Þór Gunnarsson og Nick Bradford 15 stig hvor. Clifton Cook var atkvæðamestur hjá Tindastóli með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, David Sanders 19 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar og Helgi Rafn Viggósson og Svavar Atli Birgisson með 11 stig hvor. Miklu munaði fyrir Tindastól að Nick Boyd lék ekki með liðinu vegna meiðsla og þarf liðið nauð- synlega að fá hann í lag fyrir annan leik liðanna sem fer fram á morgun á Sauðárkróki. Snæfell vann Hamar, 99-86, í Stykkishólmi. Leikurinn var jafn framan af og var staðan jöfn, 21-21, eftir fyrsta leikhluta. Snæfell náði undirtökunum í öðrum leikhluta og leiddi í hálfleik, 48-41. Heimamenn voru síðan sterkari allan síðari hálf- leikinn og unnu að lokum sannfær- andi þrettán stiga sigur, 99-86. Dondrell Whitmore átti stórleik í liði Snæfells, skoraði 39 stig og stal 7 boltum og gaf 6 stoðsendingar, Hlyn- ur Bæringsson skoraði 13 stig og tók 19 fráköst, Edward Dotson og Sig- urður Þorvaldsson skoruðu 12 stig og Corey Dickerson skoraði 11 stig. Chris Dade var stigahæstur hjá Hamri með 17 stig, Svavar Pálsson skoraði 16 stig og tók 5 fráköst, Faheem Nelson skoraði 14 stig og tók 10 fráköst, Marvin Valdimarsson skoraði 12 stig og tók 6 fráköst og Adrian Owens skoraði 10 stig og tók 7 fráköst. Liðin mætast að nýju í Hveragerði á morgun. ■ Guðni Rúnar Helgason: Í raðir Fylkismanna FÓTBOLTI Guðni Rúnar Helgason, sem hefur leikið með Val undan- farin ár, hefur ákveðið að ganga í raðir Fylkismanna. Áður höfðu Fylkir og Valur náð samkomu- lagi um kaup á leikmanninum. Guðni mun skrifa undir þriggja ára samning við Árbæj- arfélagið í næstu viku. Guðni Rúnar er fæddur 1976. Hann hóf feril sinn með Völsungi á Húsa- vík, var hjá Sunderland og síðan hjá KR. Þaðan fór hann til ÍBV þar sem hann varð tvöfaldur meistari árið 1998. Fyrir tveim- ur árum fór hann til Hönefoss í Noregi og þaðan til Vals. ■ GUÐNI RÚNAR Hefur ákveðið að yfirgefa her- búðir Valsmanna og ganga til liðs við Fylki. DONDRELL WHITMORE Fór hamförum í liði Snæfells og skoraði 39 stig gegn Hamri í gærkvöld. FÓRNARLAMBA MINNST Leikmenn Valencia og Genclerbirligi halda á borða sem á stendur: „Við samhryggjumst Spánverjum,“ fyrir leik liðanna í í gær. Mínútu löng þögn var einnig fyrir leikinn vegna þeirra sem létust í sprengjuárásunum á Spáni. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.