Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 1
Sálarlíf Íslendinga ekki beysið MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR BEBOP Á BORGINNI Hin rafmagn- aða bebop-hljómsveit Óskars Guðjóns- sonar heldur tónleika á vegum djass- klúbbsins „Múlans“ á Hótel Borg í kvöld klukkan 21. Á efnisskrá hljómsveitarinnar eru bebop-lög eftir Miles Davis, Charlie Parker, Thelonious Monk, Bud Powell og fleiri. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 14. mars 2004 – 73. tölublað – 4. árgangur HRYÐJUVERKIN Á SPÁNI Fimm menn sem taldir eru tengjast sprengjuárás- unum í Madríd á miðvikudag voru hand- teknir í gær. Stjórnvöld á Spáni eru sökuð um að leyna upplýsingum um tilræðið. Málið gæti haft mikil áhrif á úrslit kosning- anna í dag. Sjá síðu 2 BJÖRGUN REYND Í DAG Stefnt er að því að ná Baldvini Þorsteinssyni úr Skarðs- fjöru í dag. Veður hamlaði undirbúningi björgunaraðgerða á strandstað í gær. Sjá síðu 4 LAUNASAMNINGAR LÆKNA Laun lækna á landsbyggðinni hafa hækkað óeðlilega mikið að mati ríkisendurskoðun- ar. Stofnunin telur að auka beri aðhald við gerð launasamninga. Sjá síðu 6 SKREF Í ÁTT TIL LÝÐRÆÐIS Síð- ustu ár hafa leiðtogar arabaríkja gefið landsmönnum sínum fyrirheit um aukið lýðræði og bætt mannréttindi. Lítið hefur þó orðið um efndir. Sjá síðu 8 TETRA ÍSLAND Allt hlutafé í Tetra Ís- landi verður afskrifað og Lands- bankinn og Lýsing eignast meiri- hluta í félaginu ef samningar nást um fjárhagslega endurskipulagn- ingu félagsins. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins gera áætlan- ir, sem þegar hafa verið undirrit- aðar, ráð fyrir að 115 milljónir af 340 milljóna kröfu Lýsingar breytist í hlutafé og 122 milljónir af 204 milljóna kröfu Landsbank- ans verði hlutafé. Ef þetta nær fram að ganga er gert ráð fyrir að flestir kröfu- hafar fái um 40% greitt upp í kröfur sínar en samningarnir eru háðir áframhaldandi samningum Tetra Íslands við ríki og borg um rekstur tetra-kerfis. Orkuveita Reykavíkur er stærsti hluthafinn í Tetra Íslandi með tæplega 45% hlut að nafn- virði tæplega 257 milljónum króna. Hlutur Landsvirkjunar er 173,7 milljónir að nafnvirði en Motorola og Tölvumyndir eiga einnig hluti í félaginu. Allt þetta hlutafé tapast og verður afskrifað að fullu. Landsvirkjun og Orkuveitan munu leggja til 50 milljónir hvor í nýju hlutafé og munu því eiga tæplega 23% hvort að aflokinni endurskipulagningu. Landsbankinn verður stærsti hluthafinn með um sextíu milljón- ir að nafnvirði en Lýsing mun eiga litlu minna en það. Tetra Ísland hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum að undan- förnu og hefur stjórn félagsins veitt forráðamönnum þess heim- ild til að leita nauðasamninga. Ná- ist samkomulag við lánardrottna um niðurfellingu skulda kemur ekki til þess að það úrræði verði nýtt. ■ Sálarlíf Íslendinga er ekki beysið ef marka má nýja skýrslu sem fagráð um heilsueflingu hefur unnið fyrir Landlæknisembættið. Þunglyndi, stress, fábreytni, einstaklingshyggja, ofgnótt, rótleysi og aga- leysi er meðal þess sem talið er geta unnið gegn góðri heilsu landans. SÍÐA 24–25 ▲ Allt hlutafé í Tetra Ísland afskrifað Orkuveitan afskrifar 257 milljónir að nafnvirði og Landsvirkjun 173 milljónir. Landsvirkjun og Orkuveitan leggja 50 milljónir króna hvor í viðbót í fyrirtækið. Jesúmynd Mels Gibson: Prestar ósammála MÁLÞING Myndin veltir sér upp úr því aumlegasta og billegasta sem til er í þessum bransa,“ sagði Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Ljóst er að ís- lenska presta greinir mjög á um gildi myndarinnar. Nánar á síðum 20 og 21 AP /A N JA N IE D R IN G H AU S HÆGVIÐRI FRAMUNDAN Eitthvað mun þó hreyfa vind sunnan og austantil en hann gengur smám saman niður. Úrkoma austantil og gæti rignt eitthvað annars staðar. Sjá síðu 6. Nafni Baldurs Guðnasonar skýtur hvað eftir annað upp kollinum í viðskiptalíf- inu. Nýverið keypti hann í félagi við aðra Ingvar Helgason og Bílheima auk fransks matvælafyrirtækis. Á fullri ferð í fjárfestingum ▲ SÍÐA 16 og 17 Hryðjuverkin í heiminum Um 190 manns létust í hryðju- verkunum á Spáni á fimmtudag. Fjögur önnur hryðjuverk af þessari stærðargráðu hafa verið framin í heiminum á síðustu sex árum. LÁTINNA MINNST Í MADRÍD Börn kveiktu á kertum fyrir utan El Pozo lestarstöðina í Madríd í gær þar sem fórnarlamba hryðjuverk- anna á fimmtudaginn var minnst. Sjá nánar bls. 2. SÍÐA 26 og 27 ▲ Friðrik Þór Friðriksson: Milljarða í myndir SUNNUDAGSVIÐTAL „Ef allt fer vel gefst manni annað tækifæri í líf- inu,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri í viðtali við Fréttablaðið. Hann freistar þess nú að stýra fyrirtæki sínu, Ís- lensku kvikmyndasamsteypunni, frá gjaldþroti. Friðrik hyggst snúa vörn í sókn. „Við erum að búa fyr- irtækið undir það að verða eitt stærsta kvikmyndafyrirtækið á Norðurlöndum og á þessu ári ætl- um við að gera myndir fyrir þrjá og hálfan milljarð.“ Nánar á síðum 22 og 23.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.