Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 4
4 14. mars 2004 SUNNUDAGUR Ætlarðu að sjá mynd Mels Gibson um píslarsögu Krists? Spurning dagsins í dag: Hefurðu trú á að það takist að ná Baldvini Þorsteinssyni á flot? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 55,6% 44,4% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir Lögreglan forðast enn ljósmyndara: Ástþór þarf að ná í tölvurnar sjálfur LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykjavík hefur enn ekki skilað tölvum Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, sem lagt var hald á vegna rannsóknar á viðvörunum við hugsanlegum sprengjutilræðum. Óeinkennis- klæddir lögreglumenn sem komu með tölvurnar að skrif- stofu Friðar 2000 á föstudag hættu við þegar þeir sáu ljós- myndara Fréttablaðsins á staðn- um og óku burt. „Þetta er furðuleg uppákoma. Þeir neita að koma með tölvurn- ar því þeir vilja ekki að ljós- myndarar eða blaðamenn séu á staðnum,“ sagði Ástþór en hann skilur lítið í þeim forsendum sem þar liggja að baki. „Ég tal- aði við þá aftur og þá sögðu þeir að ég gæti náð í tölvurnar niður á lögreglustöð. En það er nátt- úrulega ekki mitt að gera það,“ sagði Ástþór daufur í dálkinn í gær. „Þeir eiga að skila tölvun- um aftur þangað sem þeir tóku þær, lögfræðingurinn sagði mér það. Þetta er voðalega óeðlilegt og það er mér óskiljanlegt hvers vegna þessir menn geta ekki unnið vinnuna sína fyrir opnum tjöldum. Við hjá Friði 2000 höf- um ekkert að fela og ég skil ekki hvað lögreglan hefur að fela.“ Ástþór er ekki búinn að ákveða hvort hann stendur í frekara þófi eða nær í tölvurnar sjálfur. Hann ætlar að taka sér helgarfrí og skoða málið í næstu viku. ■ STRAND Áætlanir um að reyna að ná fjölveiðiskipinu Baldvini Þor- steinssyni á flot á flóði í gær- kvöldi gengu ekki eftir þar sem vonskuveður tafði fyrir undirbún- ingi í gærmorgun. Stefnt er að því að draga skipið á flóðinu á ellefta tímanum fyrir hádegi í dag. Taug var sett í gær í stefni Baldvins sem tengd var við vinnuvélar í fjörunni til að hindra að skipið haldi áfram snúast. „Ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn um að ná Baldvini á flot í dag. Þetta er bara verkefni og við tökum hvern þátt fyrir sig,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Þorsteinn segir þá vera að vinna að málum sem menn hér á landi hafi ekki mikla þekkingu á og því sé mikilvægt að fara að öllu með gát og leysa hvern þátt fyrir sig. „Það eru engin tímamörk á verkefninu og við viljum gera það eins vandlega og hægt er.“ Þor- steinn segir ástæður þess að fres- ta varð því að draga Baldvin á flot hafa verið að undirbúningi í drátt- arskipinu hafi ekki verið lokið. Þeir hafi átt eftir að undirbúa lín- urnar sem draga eigi tógið frá dráttarskipinu yfir í Baldvin Þor- steinsson. Í viðtali við Fréttablað- ið í gær vonaðist Þorsteinn til að undirbúningurinn í dráttarskipinu myndi klárast fyrir birtingu. „Mér finnst að menn hafi unnið hér gríðarlega vel. Allir hafa staðið sig frábærlega og unnið mjög vel saman og við höldum bara áfram að gera það,“ segir Þorsteinn Már. Vinnuvélar munu sjá um að draga tógið í land frá dráttarskip- inu og var mikill undirbúningur við að fjarlægja hugsanlegar hindranir í fjörunni. „Ég hef látið grafa í sandhólana til að auðvelda leiðina fyrir vinnuvélarnar þegar þær draga tógið,“ segir Guðmund- ur Hjálmarsson sem hefur yfir- umsjón vinnuvélunum á svæðinu. hrs@frettabladid.is Íþróttadeild RÚV: Spenntir fyrir enska FJÖLMIÐLAR Samúel Örn Erlingsson, yfirmaður íþróttadeildar Ríkisút- varpsins, segir að þar á bæ séu menn spenntir að skoða mögulegt samstarf við Skjá einn sem bauð hæst í rétt til sýninga á ensku knatt- spyrnunni næstu þrjú árin. „Við höfum alltaf verið mjög hrifnir af enska boltanum enda sýndum við hann í næstum þrjátíu ár,“ segir Samúel Örn. Hann segir málið vera á algjöru byrjunarstigi og að allir hljóti að þreifa fyrir sér í þeirri stöðu sem komin sé upp. Hann nefnir að hjá RÚV sé bæði til staðar þekking og tæknibúnaður sem nýst geti vel við að miðla ensku knattspyrnunni til landsmanna. ■ STRAND „Við höfum stoppað um 25 til 30 bíla sem ætluðu sér á strandstað. Fólk tók misvel í það. Nokkrir voru ósáttir en flestir sýndu skilning,“ segir Alexander Alexandersson, að- alvarðstjóri lögreglunnar í Vestur- Skaftafellssýslu, en veginum að standstað var lokað fyrir almenn- ingi í gærmorgun. Alexander segir ástæður fyrir lokuninni fyrst og fremst þær að vegurinn þoli ekki nema takmark- aða umferð. Hann segir ekkert vitað um hversu lengi þetta ástand muni vara. Þetta sé eini vegurinn að strandstað og að hann verði að vera í lagi. „Einnig lokum við út frá örygg- issjónarmiðum það er verið að vinna í fjörunni, bæði með stór vinnutæki og þyrlur. Um leið og mikill fjöldi er kominn niður í fjöru erum við búnir að missa tök- in á þessu. Við höfum ekki mann- afla til að halda fólki á öruggum stöðum,“ sagði Alexander Alex- andersson. ■ ÁSTÞÓR MAGNÚSSON „Ég var nú sjálfur myndaður í bak og fyrir þegar ég var leiddur inn í héraðsdóm þar sem ég var dæmdur í ólöglegt gæsluvarð- hald,“ segir hann og skilur ekkert í lögreglunni. ÖLVAÐIR ÖKUMENN Lögreglan í Reykjavík stöðvaði sex ökumenn vegna gruns um ölvunarakstur á föstudagsnótt og fram eftir laug- ardagsmorgni. Einn stútur var tekinn á Akureyri. EKIÐ Á VEGFARANDA Ekið var á gangandi vegfaranda á Hring- braut á móts við Landspítala um níuleytið í gærmorgun. Meiðsli mannsins reyndust minni háttar. HRAÐAKSTUR VIÐ ÓLAFSFJÖRÐ Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur þegar lögreglan var við eftirlit á Ólafsfjarðar- vegi á fimmtudag. Lögreglan á Dalvík segir markmiðið að draga úr hraða ökumanna við inn- keyrslurnar inn í Dalvík og Ólafsfjörð. Á þessum vegaköfl- um er fimmtíu kílómetra há- markshraði en ökumennirnir voru á allt að 85 kílómetra hraða á klukkustund. SEX TEKNIR FYRIR HRAÐAKSTUR Lögreglan á Dalvík stöðvaði sex ökumenn sem óku of hratt á föstudagskvöld. Bílarnir mældust á 121 til 137 kílómetra hraða. Umferð var takmörkuð að strandstað: Á þriðja tug bíla stöðvaður Undirbúningi björgunar Baldvins að mestu lokið Stefnt er að því að ná Baldvini Þorsteinssyni á flot í dag. Ekki tókst að reyna að draga hann í gær þar sem vont veður í gærmorgun tafði fyrir og undirbúningi um borð í dráttarskipinu var ekki lokið. Á STRANDSTAÐ Baldvin hefur eilítið snúist í fjörunni en vonir eru þó bundnar við að hægt verði að gera fyrstu tilraun til að ná skipinu úr fjörunni nú fyrir hádegi. Fréttablaðið/Pjetur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.