Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 8
BEIRÚT, AP Allt frá innrás Banda- ríkjanna í Írak hafa sumir leiðtog- ar arabaríkja sýnt á sér aðra hlið en þeir voru áður vanir, talandi um að miklar breytingar væru framundan og gefandi fyrirheit um lýðræði, gegnsæi, val og mannréttindi. Á því tæpa ári sem liðið er frá innrásinni í Írak hafa stjórnvöld í Sádí-Arabíu tilkynnt að þau muni efna til fyrstu kosninga í sögu landsins, Sýrlendingar hafa sleppt 130 manns sem voru hand- teknir fyrir að gagnrýna stjórn- völd, Egyptar hafa fellt úr gildi löggjöf sem var notuð til að fang- elsa blaðamenn og Líbíustjórn hefur lofað að hætta þróun gjör- eyðingarvopna. Kunnugir segja þó að þetta sé meira tal en aðgerðir. Tilraunir til að draga úr óánægju með lág- marksaðgerðum án þess að draga nokkuð úr samþjöppun valda. Sádí-arabísku kosningarnar eru aðeins á sveitarstjórnastigi. Mörg hundruð andófsmönnum er enn haldið í fangelsi í Sýrlandi og mannréttindaástandið í Líbíu er engu skárra en það hefur verið. „Það er eitthvað mikið að í arabaheiminum í dag,“ sagði Mansour al-Jamri, aðalritstjóri Al-Wasat dagblaðsins í Barein og gagnrýnandi stjórnvalda. „Þú breytir asna ekki í hest,“ segir hann um viðbrögð stjórnvalda í arabaríkjum. „Ef einhverjar stjórnmálaumbætur eiga sér stað missa valdhafar völdin,“ sagði Hisham Kassem, yfirmaður eg- ypskra mannréttindasamstaka, sem spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að láta reyna á lýðræð- ið. Þau þurfi að taka tillit til krafna íbúa sinna og Bandaríkja- manna um breytingar annars veg- ar og áhrifamikilla trúarhreyf- inga hins vegar. Lýðræðisþróunin taki því langan tíma. Theodore Kattouf, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Sýr- landi, segir kosningar með raun- verulegum valkostum mikilvægar en fólk verði einnig að trúa því að kerfið sé heiðarlegt. Í sumum arabaríkjum hafa harðlínumúslimar náð miklum ár- angri í kosningum þannig að vald- hafar hafa ógilt þær eða hunsað þingið; um það eru Alsír og Jórdanía dæmi. Palestínumenn kusu sér þing og forseta 1996 en síðan þá hefur Yasser Arafat forseti hunsað þingið og engar frekari kosningar verið haldnar. Breytinganna verður þó vart. Þeim fjölgar sem leyfa sér að gagnrýna stjórnvöld í Egyptalandi, Sýrlandi, Sádí-Arabíu og víðar. Enn er þó ósvarað spurningunni um hvort þetta séu skref í átt að lýðræði eða tímabundið frávik. ■ 8 14. mars 2004 SUNNUDAGUR Til hátíðabrigða „En aðalritari ráðstjórnarinnar hefir á næstliðnum dögum skitið rækilega í íslenska nyt. Honum var greinilega ekki nóg að niður- lægja forsetaembættið til há- tíðabrigða á eitt hundrað ára af- mæli heimastjórnar.“ Sverrir Hermannsson, Morgunblaðið 13. mars Með bólu á nefinu „Þegar ég var orðinn vara- borgarfulltrúi komst ég að því að þetta var eilíft karp og það var til dæmis orðin pólitísk spurning hvort ruslatunnur væru með loki eða ekki. Mikið af umræðunni snerist um að hægrimenn eru með bólu á nef- inu og vinstrimenn eru með bólu á rassinum.“ Baltasar Kormákur, DV 13. mars Orðrétt HEILBRIGÐISMÁL Ýmsar læknisað- gerðir hafa verið reyndar í gegn- um tíðina til að aðstoða offitusjúk- linga við að léttast. Á tímabili lét fólk víra saman á sér tennurnar, þannig að það yrði að vera á fljót- andi fæðu. Eins var gripið til þess ráðs að koma blöðru fyrir í maga sjúklingsins til að minnka plássið fyrir matinn. Þessar aðferðir eru nú, ásamt fleirum, úreltar. Upp úr 1960 voru garnastytt- ingar algengari. Tilgangur þeirra var að veita fæðunni fram hjá stærstum hluta mjógirnisins. Ýmis vandamál, svo sem truflun á steinefna- og vítamínbúskap lík- amans, leiddu til þess að þessum aðgerðum var hætt. Svokölluð sultarólaaðgerð ruddi sér síðan til rúms upp úr 1980. Hún var gerð þannig, að maginn var dreginn saman með þar til gerðri „ól“ og búinn til lítill magapoki rétt neðan við vélindað. Þetta gerði að verkum að sjúk- lingurinn gat borðað miklu minna í senn heldur en áður. Með árun- um þróaðist þessi aðgerðatækni og upp úr 1990 var farið að gera sultarólaaðgerðir með stillanlegri sultaról. Þær virkuðu þó ekki sem skildi hvað varðaði framtíðarár- angur því sjúklingarnir komust ósjálfrátt upp á lag með að breyta um mataræði og neyta orkuríkari fæðu í fljótandi formi. Þeir léttust því hratt til að byrja með, en þyngdust síðan aftur. Þá sat stór hluti þeirra uppi með óþægindi vegna sultarólarinnar, svo sem vélindabakflæði og sáramyndun í vélinda og maga. Maga- og garnahjáveituað- gerðir á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi, sem fjallað hefur ver- ið um í blaðinu hafa gefið góðan og varanlegan árangur. ■ Hæg en stór skref í átt til lýðræðis Síðustu ár hafa leiðtogar arabaríkja gefið landsmönnum sínum undir fótinn með lýðræði og bætt mannréttindi. Lítið hefur þó orðið um efndir á því enn sem komið er.BARDAGI UM SÍÐUSTU HELGIFyrir viku var landamærunum lokað eftir árás Palestínumanna á Ísraela. Gaza-svæðið: Verkamenn börðu víga- menn JERÚSALEM, AP Palestínskir verka- menn sem biðu eftir því að kom- ast af Gaza-svæðinu yfir til Ísra- els til vinnu gengu í skrokk á tveimur vopnuðum Palestínu- mönnum sem virðast hafa ætlað að gera árás í Ísrael. Mennirnir tveir hrökkluðust á brott án þess að skaða nokkurn. Kunnugir telja að aðgerðir verkamannanna megi að hluta rekja til þess að í hvert skipti sem árásir hafa verið gerðar á Ísraela á svæðinu hefur landamærunum verið lokað fyrir verkamönnum í nokkra daga. Þetta hefur haft í för með sér tekjumissi fyrir íbúa svæðisins þar sem atvinnuleysi er meira en 60%. ■ VIÐ SKÓLANN Indverskur hermaður gengur fram hjá líki uppreisnarmanns. Blóðug átök: Umsátur um kvennaskóla INDLAND, AP Fjórtán manns létu líf- ið í bardögum í indverska hluta Kasmír, þeirra á meðal í umsátri indverska hersins um kvenna- skóla sem herskáir aðskilnaðar- sinnar höfðu tekið á sitt vald og haldið rúmlega 200 stúlkum og tíu starfsmönnum í gíslingu. Uppreisnarmenn höfðu flúið í skólann í bænum Khrew eftir mis- heppnaða árás á bækistöð hersins í nágrenninu. Þar geysaði skot- bardagi í fjóra klukkutíma og féllu tveir uppreisnarmenn, tveir hermenn og jafn margir óbreyttir borgarar áður en uppreisnarmenn lögðu á flótta. Átta féllu í bardögum annars staðar í Kasmír en ekkert lát hef- ur verið á þeim að undanförnu. ■ VIÐSKIPTI Lánstraust hf. hefur far- ið fram á það við Samkeppnis- stofnun að gerð verði sérstök út- tekt á samskiptum félagsins við innheimtustofuna Intrum. Sam- keppnisstofnun hafði borist óformleg ábending um að vert væri að athuga samskipti fyrir- tækisins við innheimtustofuna og látið hafði verið að því liggja að Lánstrausti væri beitt til þess að styrkja stöðu Intrum á sam- kepppnismarkaði þar sem bæði félögin séu að hluta til í eigu bank- anna. Reynir Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Lánstrausts hf., segir aðdróttanir um slíkt vera mjög alvarlegt mál fyrir félagið og því hafi hann farið á fund Sam- keppnisstofnunnar í gærmorgun og lagt fram gögn um viðskipti Lánstrausts við innheimtustofur. Hann segir að yfirlit yfir við- skiptin sýni svo ekki verði um villst að Intrum njóti engrar sér- stakrar fyrirgreiðslu hjá Láns- trausti. Hann segir að þvert á móti halli heldur á Intrum þegar við- skiptakjör þess eru borin saman við hin fyrirtækin. ■ Lánstraust hf.: Lætur Samkeppnis- stofnun kanna sig Gallup-könnun um ESB- aðild Íslands: Meirihluti vill viðræður ESB-AÐILD Meirihluti þátttak- enda í könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins, eða 63%, er hlynntur því að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið og 26% eru andvígir. Álíka margir eru hins vegar hlynntir og andvígir því að Íslendingar gangi í ESB. 43% Ís- lendinga vilja ganga í Evrópusam- bandið, 41% eru á móti og 16% hvorki né. Samkvæmt könnun IMG Gallup er meirihluti Íslendinga, eða 54%, andvígur því að Íslend- ingar taki upp evru en 37% eru því hlynntir. Könnunin var gerð í janúar og febrúar. Um 1.300 voru í úrtaki og svöruðu 800. ■ FRÉTTAMENN Í VANDA Víða hafa stjórnvöld gætur á því sem fjöl- miðlar segja. Eitt útibúa al-Jazeera sjón- varpsstöðvarinnar var kært fyrir að dreifa lygum, vera hlutdrægt og velja myndefni til að þjóna boðskap sínum. REYNIR GRÉTARSSON Framkvæmdastjóri Lánstrausts hefur ósk- að eftir að Samkeppnisstofnun geri úttekt á samskiptum félags síns við innheimtu- stofuna Intrum. Þetta gerir hann til að hreinsa félagið af ásökunum um að hafa hyglt félaginu. LANGT Í LAND Miklu munar á þeim sem völdin hafa og þeim sem undir þá eru settir, sömuleiðis körlum og konum eins og sjá má á því að kynin eru aðskilin á trúarathöfn sjíamúslima í Írak. OFFITUAÐGERÐ Maga- og garnahjáveituaðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, sem fjallað hefur verið um í blaðinu, hafa gefið góðan og varanlegan árangur. Þessi mynd er af slíkri aðgerð. Offituaðgerðir í gegnum tíðina: Blaðra í maga og víraðar tennur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.