Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 19
19SUNNUDAGUR 14. mars 2004                                                                                       !  "     !! #        $  ##         $                      %                # $     &     !     "    $    !$  '  !!       #     (  )   (  #  $  *  + ( ,,,                                   !       "      # # #$ %& '          ( )   *+    +,   - # &   . #  )      -   # - #      !                  Háskólinn í Reykjavík: Um 120 nemendur fóru til Brussel Grandi hf: Minni gróði Hagnaður Granda í fyrra nam763 milljónum króna saman- borið við 1.814 milljónir á árinu áður. Í skýringum frá félaginu kemur fram að í afkomunni end- urspeglist erfitt rekstrarum- hverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Stjórn Granda á von á því að reksturinn verði áfram erfiður á þessu ári og því hefur verið unnið að hagræðingaraðgerðum innan félagsins. ■ SIF France: Breytingar á yfirstjórn Birgir Jóhannsson hefur látiðaf störfum sem framkvæmda- stjóri SIF France, dótturfélags SÍF í Frakklandi. Í fréttatilkynn- ingu frá SÍF kemur fram starfs- lokin séu að ósk Birgis. Þá hefur Roland Wolfrun verið ráðinn framkvæmdastjóri fjár- mála hjá SIF France. Hann mun einnig taka þátt í störfum móður- félagsins að því er fram kemur í tilkynningu frá SÍF. ■ EIMSKIP EKKI SKIPT UPP Ekki er víst að Eimskipafélaginu verði skipt upp í tvennt eins og áætlanir stærstu eig- enda stóðu til. Eimskip: TM seldi til Samson Tryggingamiðstöðin hefur seltallt hlutafé sitt í Eimskipafé- laginu. Alls rúmlega 286 milljón hluti á genginu 10,25. Kaupandi hlutarins er Samson Global Hold- ings, félag í eigu Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar. Eftir þessi viðskipti á Samson 16,84% í Eimskipafélaginu. Kaup Samson á hlut TM eru hluti af þeirri fyrirætlan Samsonar að styrkja enn stöðu sína í félaginu en fyrirhugaðar eru allnokkrar breytingar á rekstri þess á næstu misserum. Á aðalfundi í vikunni verður nafni félagsins breytt úr Hf. Eim- skipafélag Íslands í Burðarás. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort boðuð skipting félagsins upp í fjárfestingahluta og flutn- ingahluti eigi sér stað á næstu misserum en gert hafði verið ráð fyrir að sú skipting ætti sér stað í kjölfar aðalfundarins. Framboðsfrestur í stjórn Eim- skips rennur út í dag og fer aðal- fundur fram á föstudaginn. ■ Stór hópur nemenda úr viðskipta-og lagadeild Háskólans í Reykja- vík fóru fyrir skemmstu í lærdóms- ferð til Brussel þar sem heimsóttar voru hinar ýmsu stofnanir Evrópu- sambandsins og EFTA auk þess sem hópurinn fékk mótttöku hjá sendi- nefnd Íslands hjá Evrópusamband- inu. Í hópnum voru tæplega hund- rað og tuttugu nemendur sem dvöldust í borginni í fimm daga; far- ið var út þriðjudegi og komið heim á sunnudegi. Að sögn Einars Páls Tamimi, lektors við HR og forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar HR, sem fór með nemendunum ásamt Jóni Ormi Halldórssyni, er þetta stærsti hópur íslenskra háskóla- nema sem farið hefur í námsferð til útlanda. Í hópnum voru nem- endur úr Evrópurétti í lagadeild og úr námskeiðinu „Ísland og Evr- ópusambandið“ sem kennt er í viðskiptadeild. „Ferð af þessu tagi gefur allt aðra sýn á það viðfangsefni sem fjallað er um í þeim námskeiðum sem ferðin tengdist og ljóst er að nemendur eru betur í stakk búnir til að skilja eðli og starfsemi mik- ilvægustu stofnana Evrópusam- starfsins eftir heimsókn af þessu tagi,“ segir Einar Páll og bætir við: „Svo er þetta auðvitað bráð- skemmtilegt.“ Nemendur stóðu sjálfir straum af kostnaði við ferðalagið en þrátt fyrir það var þátttaka nemenda í námskeiðunum nálægt 90%. ■ HÁSKÓLANEMAR Í EFTA BYGGINGUNNI Nemendur í tveimur námskeiðum í Háskólanum í Reykjavík heimsóttu fjölmargar stofnanir Evrópusamvinnunnar í ferð sinni til Brussel.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.