Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 20
■ Leitin að Reykjavík HULDAR BREIÐFJÖRÐ flakkar um höfuðborgina. Heilinn Árum saman hefur mig langaðað kalla: „Bingó!“ – og meina það. Og einn morguninn í liðinni viku þegar rifjaðist upp fyrir mér að mig hafði dreymt skít, í nákvæmlega sama mund og ég ók framhjá Tónabíói í Skipholti, vissi ég að tíminn var kominn. Á bingo.is kemur fram að gamla Tónabíó heitir nú Vina- bær og að þar er spilað bingó alla miðviku-, föstu- og sunnu- daga. Húsið opnar hálfsex en byrjað er að spila rétt rúmlega sjö. Þessi fjáröflunarkvöld Stór- stúku Íslands byrjuðu 1982 í kaffiteríunni í Glæsibæ en nokkrum árum síðar var starf- semin færð upp í Skipholt. Því stend ég í anddyri Vinabæj- ar og velti fyrir mér hversu ógeðslega ríkur sé hægt að verða af þessu. Snúast þessi kvöld ekki aðallega um hár- blásara og svo k a n n s k i Kanaríferð fyrir einn í lokaum- ferðinni? Alla vega eru bílarnir ekkert sérstak- lega flottir sem renna upp að hús- inu. Út um farþegadyrnar stíga kápuklæddar konur og passa sig á veðrinu. Margar þeirra líta einmitt út fyrir að hafa einhvern tíma unnið hárblásara. Þær skella hurðunum en kallarnir aka hratt burt og virðist létt. Ský „Við lesum hægt hérna,“ seg- ir konan í afgreiðslunni þegar ég spyr hvað fólk kaupi yfirleitt mörg bingóspjöld. Hún útskýrir að fyrst sé spiluð ein röð, síðan tvær, þrjár og fjórar – lárétt eða í kross – og að lokum allt spjald- ið. Á milli venjulegu umferð- anna sé svo spilað á gulum, bleikum og bláum spjöldum sem séu „potturinn“, „aðalvinningur“ og „prósentan“. Hvert um sig geti verið rúmlega hundraðþús- und kall. Ókei! Ég kaupi bingóspjöld fyrir 1800 krónur og kem mér spenntur fyrir í salnum. Við borðin sem standa á nokkrum pöllum sitja áberandi margar miðaldra konur. Yfir hárgreiðsl- unum hangir blátt ský. Ef ekki væri fyrir tölvu uppi á sviðinu og skjávarpa sem varpar bingótölunum á vegginn, gæti ég allt eins verið á Evrópumeistara- móti kvenna í reykingum. Ætli þetta séu konurnar sem eru alltaf að hringja í Óla Palla á Rás 2 til að kalla hann elskuna sína og biðja um öll þessi kántrílög? Vonandi. Á vegg hefur verið fest ljósrituð blaðagrein með fyrir- sögninni: Bingó betra fyrir heil- ann en bæði skák og brids. „Ingi 20, Ingi 20.“ Það er satt, konan sem situr við tölvuna á sviðinu og sér um að draga, les frekar hægt. Á meðan ríkir ein- beitt þögn í salnum. „Nikulás 12, Nikulás 12.“ Konurnar halla sér yfir spjöldin og sumar eru með sérstaka penna sem þær þrýsta beint niður á tölurnar til að merkja þær. Aðrar hafa komið með gula UHU stauka sem þær nota til að líma spjöldin saman svo þau renni síður til. „Oddur 3, Oddur 3“. Á næsta borði rífst kona við tölurnar sínar. Ég er með tvö spjöld fyrir hverja umferð og hef nóg að gera við að fara yfir þau. En finn þannig strax hvað þetta er gott fyrir heilann. Leikurinn snýst nefnilega ekki síður um sam- viskusemi en heppni. Maður þarf að vera stöðugt á verði og passa sig á að láta ekkert fram- hjá sér fara. Þetta er eins og að ala upp barn. Nákvæmlega. Hins vegar er skemmtilegast hvað maður er alltaf nálægt því að vinna. Það vantar bara nokkr- ar tölur. Maður er eiginlega ná- lægt því að vinna um leið og hver umferð hefst. En síðan heyrist „Bingó“ svo svekkels- isstuna fer um salinn og bláa skýið færist þunglega til. Um leið hlaupa stelpur í bláum jogg- inggöllum að viðkomandi, fara yfir tölurnar og fá þær staðfest- ar hjá stjórnandanum á sviðinu. Ef allt reynist rétt er farið í næstu umferð. Bjarni, Ingi, Nikulás, Gunnar, Oddur. Kvöldið líður. Það þykkn- ar upp. Þegar kemur að lokaum- ferðinni er mig farið að svíða í augun. Tölurnar byrja að renna saman á spjöldunum og ég verð uppteknari af að hlusta á hvern- ig konurnar í salnum segja sitt bingó. Þrátt fyrir að þær virðist enn jafn fókuseraðar og við upphafið – fjórum tímum fyrr – hrópa konurnar aldrei „Bingó!“. Þær meira muldra það. Engu breytir þótt það sé hundraðþúsundkall undir. Það vantar alltaf upp- hrópunarmerkið. Köllin eru ein- hvern veginn kæfð og til baka. Einkennast frekar af óöryggi og jafnvel samviskubiti yfir að trana sér svona fram og trufla leikinn. Og ég velti fyrir mér hvort það segi meira um Reykvíkinga, eða miðaldra konur. Tap L o k a u m f e r ð i n klárast án þess að ég vinni skít. En þótt ég sé 1800 kall í mínus er hugurinn alger- lega tær, eða gjör- samlega tómur. Alla vega finn ég aftur hvað þetta er gott fyrir heilann. Á stæðunum fyrir utan bíða kallarnir inni í bílunum. Allir miklu afslappaðri. Hvað voru þeir að gera? Ég á engan svona eldri herramann og sest sjálfur undir stýri á mínum bíl. Á heimleiðinni prófa ég ítrekað að hrópa: „Bingó!“ Og meina það. ■ BINGÓSPJÖLD „Ég er með tvö spjöld fyrir hverja umferð og hef nóg að gera við að fara yfir þau. En finn þannig strax hvað þetta er gott fyrir heilann.“ ■ „Kvöldið líður. Það þykknar upp. Þegar kemur að loka- umferðinni er mig farið að svíða í augun. Tölurnar byrja að renna sam- an á spjöldun- um og ég verð uppteknari af að hlusta á hvernig konurn- ar í salnum segja sitt bingó.“ 20 14. mars 2004 SUNNUDAGUR Guð hefnir þeirra sem gera gysað Jesú, hvort sem það eru ræningjar – hrafninn plokkar úr þeim augun, eða Gyðingar – þeir verða hundeltir fram á efsta dag. „Þjáning kristsins“ er saga um miskunnarleysi, hér fer lítið fyrir mannúð, fyrirgefning er engin, og hér er engin upprisa. Kveinandi fólk fylgir sláturlambinu inn í myrkið á Golgata. Góði maðurinn er Pílatus sem mannkynssagan veitir síður en svo glæsilegan vitnisburð. En hann hleypir at- burðarásinni af stað, fyrir hans tilverknað fær vilji Guðs fram- gang, og hið illa má ráða ferðinni í tólf klukkustundir. Allt er í rétt- um farvegi sem fyllist hægt og sígandi af blóði hins saklausa í þessari svallveislu blóðsins.“ Svo mælti Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur á Reyni- völlum í Kjós í erindi sínu á mál- þingi sem haldið var í Digranes- kirkju á fimmtudagskvöld. Mál- þingið var haldið að lokinni for- sýningu á mynd Mels Gibson um þjáningu Jesú Krists. Á forsýn- inguna var m.a. boðið djáknum, guðfræðingum og prestum, og á málþinginu komu saman um hundrað þeirra og var rökrætt dá- góða stund um myndina. Ljóst var af umræðunum að prestastéttin íslenska er alls ekki á einu máli um gildi hinnar umdeildu myndar Gibsons. Sumir kölluðu hana Passíusálma 21.aldarinnar, vildu nota hana til fermingarfræðslu, töluðu um einstaka trúarlega upp- lifun og jafnvel snilldarverk. Aðr- ir, líkt og Gunnar Kristjánsson, töldu myndina meira í anda ein- hvers konar trúarlegs kláms – myndin væri yfirborðskennt blóðsvall, sett á svið af peninga- mönnum í Hollywood, sem aldeil- is hefðu náð að maka krókinn. „Bið Guð um að blessa þessa mynd“ Eitt má þó alla vega segja myndinni til tekna: Hún skapar fjörlegar umræður. Kannski hafa sjaldan orðið jafnfjörlegar um- ræður um trúmál á Íslandi, eins og í Digraneskirkju á fimmtu- dagskvöld. Grundvallarspurning- ar voru ræddar. Er krossfestingin og þjáning Krists lykilatriði í gleðiboðskap kristinnar trúar? Ekki samkvæmt Lúterstrú, sagði Gunnar Kristjánsson, en Sr. Geir Waage í Reykholti var alls ekki sammála Gunnari. „Ég gat ekki séð að þessi frásögn væri öðruvísi en sú sem ég hef lesið á föstudag- inn langa í áratugi. Þetta er mynd föstudagsins langa. Píslarsaga drottins Jesú Krists er þarna eins og Jóhannesarguðspjall greinir frá henni. Þetta var Kristur þján- ingarinnar og hann stendur nær okkur um þessar mundir vegna þess hvernig ástatt er fyrir okk- ur.“ Skúli Skúlason guðfræðinemi benti á að sennilega færi engin kvikmynd um Krist jafn mikið eftir trúarjátningunni. Gunnar Þorsteinsson í Krossinum sagði einmitt það sama atriði vera myndinni til tekna. Hann sagði myndina frábæra og þá ekki síst vegna þess að hún væri mjög trú guðspjöllunum. „Myndin er bless- un,“ sagði Gunnar. „Myndin er sigur og myndin er sönn. Við sáum upprisu og við sáum frels- ara.“ Gunnar taldi sérstaka ástæðu til að fagna myndinni vegna þess að með henni væri komið nýtt og öflugt tæki til þess að boða fagnaðarerindið. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að Fáar kvikmyndir hafa vakið jafnmikið umtal á síðari árum og kvikmynd Mels Gibson The Passion of the Christ . Á fimmtudaginn síðasta efndu guðfræðingar til málþings að lokinni forsýningu á myndinni. Í ljós kom að íslenskir guðsmenn voru hreint ekki á einu máli: Á Guð að blessa þessa mynd? Á KROSSINUM Er ofbeldið í mynd Gibsons of yfirgengilegt? Um þá spurningu var helst rökrætt á mál- þingi í Digraneskirkju á fimmtudagskvöld. Greinilegt var að íslenska guðsmenn greindi á um myndina. DR. GUNNAR KRISTJÁNSSON „Þetta er mynd sem veltir sér upp úr því aumlegasta og billegasta sem til er í þessum bransa,“ sagði Dr. Gunnar Kristjánsson prestur á Reynivöllum í Kjós. Ekki voru allir sam- mála honum á málþinginu í Digraneskirkju. Án efa eru margir reiðubúnirað taka undir orð Öddu Steinu Björnsdóttur guðfræðings um að persóna djöfulsins sé sú eftir- minnilegasta í mynd Gibsons. Fyrir forsýningu myndarinnar á fimmtudaginn voru haldin fjögur stutt erindi, eða innlýsingar, um myndina. Þar fjallaði m.a. Bryn- dís Valbjarnardóttir guðfræðing- ur um persónu Satans í myndinni og benti á að skyldleiki þessarar veru væru ótvíræður við hina demónísku Lilit, sem þekkt er úr gyðingdómi. Lilit er að mörgu leyti merki- leg vera. „Í gegnum bókmenntir Gyðinga hefur mýtan um Lilit varðveist og þróast í meira en 2500 ár,“ sagði Bryndís. „Í því ferli hefur hún birst sem demón, barnamorðingi, fyrsta eiginkona Adams, ástkona lostafullra anda, brúður demónakonungsins Sama- els, hetja feminista og fyrirmynd og fylgdarvera sálarinnar í gegn- um dimm herbergi glundroða. Hennar hlutverk er í þremur víddum; á himni, á jörðu og í und- irheimum.“ Í Biblíunni kemur Lilit hins vegar aðeins einu sinni fyrir, en það er í Jesaja 34:14. Að öðru leyti er hennar ekki getið og eru því sterk rök fyrir því að hún hafi verið fyrsta konan sem hafi verið þögguð af karlmönnum. „Lilit hefur sterklega verið tengd við Edens söguna,“ segir Lilit, „og er þekktust fyrir að vera fyrsta eiginkona Adams. Sagt er að hún hafi verið hrokafull og rifist við eiginmann sinn um jafnrétti í kynlífi.“ Lilit mun síðar hafa flogið til Rauða hafsins og búið þar með misleitum hópi demona, fæddi á hverjum degi hundrað eða fleiri demonabörn. Síðar er hún sögð hafa gifst Kain og eignast með honum demona. „Hún er hvíldar- laus og óróleg vera, sem er dæmd í útlegð frá þjóðfélaginu en er samt stöðugt að trufla og ógna því,“ sagði Bryndís. ■ Persóna Satans LILIT Leikkonan Rosalinda Celentano leikur Satan í mynd Gibsons. Bent er á að persónan beri skýr einkenni Lilitar sem er þekktur demón úr gyðingdómi og var fyrsta eiginkona Adams.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.