Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 22
22 14. mars 2004 SUNNUDAGUR Eftir helgi kemur í ljós hvortÍslenska kvikmyndasam- steypan fær tveggja mánaða framlengingu á nauðasamning- um en skuldir samsteypunnar eru í kringum hálfan milljarð króna. Friðrik Þór Friðriksson, aðaleigandi félagsins, segist gera sér góðar vonir um að þetta takist „Landsbankinn er stærsti kröfuhafinn og við eigum í samningaviðræðum við hann og þess vegna er vafasamt að ræða þetta mál mikið, en ég hef fund- ið fyrir miklum velvilja frá Landsbankanum.“ Friðrik Þór segir að þær myndir sem hann hafi leikstýrt hafi yfirleitt gengið mjög vel en tap hafi oft verið á myndum sem hann hafi framleitt fyrir aðra. „Algengasta tap á mynd var í kringum 10 milljónir en ein mynd, Myrkrahöfðinginn, fór al- gjörlega úr böndum á þeim tíma sem ég var líkamlega illa undir- búinn að taka á því. Þegar tökur voru hálfnaðar var fjármagn uppurið og maður stóð frammi fyrir því hvort hætta ætti við myndina. Ég tók hins vegar þá ákvörðun að ljúka við myndina í von um að erlendir söluaðilar keyptu þetta metnaðarfulla verk til sýninga en það gekk ekki eftir og íslenskir áhorfendur komu heldur ekki á myndina. Eftir á að hyggja var þetta röng ákvörðun hjá mér,“ segir Friðrik Þór en tekur fram að hann vilji ekki á neinn hátt kenna hrakfallasögu Myrkrahöfðingjans um slæma stöðu Íslensku kvikmyndasam- steypunnar. Friðrik Þór segist vonast til að sjá fyrir endann á erfiðleikum kvikmyndasamsteypunnar. „Ef allt fer vel gefst manni annað tækifæri í lífinu og þá er hægt að skapa mjög öflugt fyrirtæki og gera stærri hluti en hingað til hafa verið gerðir í íslenskri kvik- myndagerð. Við erum að búa fyr- irtækið undir það að verða eitt stærsta kvikmyndafyrirtæki á Norðurlöndum og á þessu ári ætlum við að gera myndir fyrir þrjá og hálfan milljarð.“ Stórmyndir á dagskrá Undirbúningur er hafinn að kvikmyndun þriggja stórmynda. Fyrst ber að nefna kanadíska mynd, Guy X, sem byggð er á skáldsögunni Nobody Thinks about Greenland. Jason Biggs, aðaleikarinn úr American Pie myndunum, fer með aðalhlut- verkið en íslenskir leikarar leika einnig í myndinni sem verður að einhverjum hluta tekin upp hér á landi. Þar segir frá hermönnum sem særast í Kóreustríðinu en eru ekki sendir heim heldur geymdir á sjúkrahúsi á Græn- landi þar til stríðinu er lokið. Enn stærra verkefni er Bjólfskviða sem Vestur-Íslend- ingurinn Sturla Gunnarsson leik- stýrir og verður tekin upp hér á landi. Búið er að gera Sean Conn- ery tilboð um að leika í myndinni en gert er ráð fyrir fleiri þekkt- um leikurum. „Ég var að frétta að í Hollywood væru tvær Bjólfskviður á undirbúningsstigi þannig að það liggur á að klára þessa mynd,“ segir Friðrik Þór. Óvinafagnaður er stórmynd sem einn og hálfur milljarður verður lagður í og mun þá verða dýrasta mynd Norðurlanda. Frið- rik Þór leikstýrir. Útitökur verða á Íslandi en innitökur í stúdíói í Kanada. Fjöldi erlendra leikara hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk í myndinni. „Ég var eins og barn í sælgætisbúð við val á leikurum í þeirri mynd. Allir sem ég bað um sögðu já,“ segir Friðrik Þór. „Leit stendur þó enn yfir að bandarískri stjör- nu. Kanarnir stungu upp á manni sem ég gat ekki sætt mig við, sem er glímukappinn The Rock. Sem betur fer gátu Bretarnir ekki heldur sætt sig við hann.“ Enn ein mynd er á leið í fram- leiðslu. Það er krimminn Reykja- vík-Rotterdam sem verður tekin upp í haust í leikstjórn Óskars Jónassonar eftir handriti hans og Arnaldar Indriðasonar. „Þegar maður blandar saman Arnaldi Indriðasyni og Óskari Jónassyni þá kemur út skemmtilegur kok- teill, enda báðir mjög færir menn,“ segir Friðrik Þór. Skortir þekkingu í kvik- myndaskrifum Stundum er kvartað undan því að íslenskar myndir fái sérmeð- höndlun íslenskra gagnrýnenda sem fari mildari höndum um þær en erlendar myndir. Þeir sem halda þessu fram benda á að ís- lenskar kvikmyndir fái nær und- antekningarlaust þrjár stjörnur í dómum þar sem notast er við stjörnukerfi. Friðrik Þór segir skorta þó nokkuð mikið á þekk- ingu manna í umfjöllun þeirra um íslenskar kvikmyndir. Hann segir að mikill missir hafi verið að Þorfinni Ómarssyni sem hafi skrifað af mikilli þekkingu um íslenskar kvikmyndir en horfið frá þeim störfum til að sinna um tíma starfi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs. Hann nefnir einnig Árna Þórarinsson sem mann sem hafi haft gott vit á ís- lenskri kvikmyndagerð. „Það var þekking í skrifum þeirra beggja og þeir voru að fræða fólk,“ seg- ir Friðrik Þór. „Nú finnst mér ómerkilegir hlutir fá gríðarmik- ið pláss. Með því er ég ekki að segja að merkilegir hlutir fái ekki pláss því þeir fá það. En það er ekki gerður nokkur greinar- munur á því lengur hvað er merkilegt og hvað er ekki eins merkilegt. Það eru til dæmis ekki margar A-kvikmyndahátíð- ir í heiminum og það er árangur í Þrátt fyrir bága stöðu Íslensku kvikmyndasamsteypunnar er engan bilbug að finna á Friðriki Þór Friðrikssyni sem ætlar fyrirtækinu stóra hluti. Stefnt er á kvikmyndagerð fyrir þrjá og hálfan milljarð á þessu ári. Friðrik talar um kvikmyndagerð, framtíðaráform og fyrri afrek í viðtali við Fréttablaðið. Friðrik gefst ekki upp Ef allt fer vel gefst manni annað tæki- færi í lífinu og þá er hægt að skapa mjög öflugt fyrirtæki og gera stærri hluti en hing- að til hafa verið gerðir í ís- lenskri kvikmyndagerð. Við erum að búa fyrirtækið und- ir það að verða eitt stærsta kvikmyndafyrirtæki á Norð- urlöndum og á þessu ári ætlum við að gera myndir fyrir þrjá og hálfan milljarð. ,, Viðbrögðin við Englum alheimsins erlendis ollu mér vonbrigð- um. Myndin þótti of svört og fólk komst í þunglyndislega stemmningu af henni meðan fólk hér heima skellihló á köflum. Einu sinni horfði ég á myndina með Kínverjum og þeir hlógu líka á réttum stöðum. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.