Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 23
23SUNNUDAGUR 14. mars 2004 Fjögurra rétta matseðil og vínglas með hverjum rétti fyrir aðeins 8000 kr. Humar og reykt Klaustursbleikjameð lárperuturni, tómatsultu og sítrusvinaigrette. Vín: Eden Valley Riesling 2002 Smjörsteikt sandhverfa með kremuðu hestabauna ragú og beurre blanc. Vín: Chardonnay 2001 S teiktar nautalundir með kartöflummousseline, steiktum villisveppum, krydduðu uxabrjósti og madeirasósu. Vín: Futures Shiraz 2001 Sveskjusoufflé með súkkulaði-moussé manjari og heslihnetuís. Vín: The King 1995 Peter Lehmann dagar á Hótel Holti 18. – 21. mars Víngerðarmaður ársins í heiminum 2003 Borðapantanir í s. 552 57 00 holt@holt.is sjálfu sér að komast inn á þær. Svo er hægt að vinna verðlaun á B-hátíð sem skiptir nánast engu máli. Sá árangur er blásinn upp í fjölmiðlum til jafns við árangur á A-kvikmyndahátíðum. Maður sér svona umfjöllun hvað eftir annað og það er bara vegna þess að þekkingin er ekki til staðar.“ Hvernig tekur þú neikvæðri gagnrýni? „Ef það er gagnrýni sem er sett fram af þekkingu og opnar víddir þannig að maður sjái mis- tökin sjálfur þá er það fínt. Ég hef sjálfur verið gagnrýnandi og skrifaði bara um myndir ef þær náðu til mín. Það er auðvelt að henda skít í fólk sem kann ekki neitt og getur ekki neitt. Ég hef aldrei verið hrifinn af svo- leiðis gagnrýni en hef reyndar aldrei fengið hana.“ Reynt að sparka í Balta Af þeim kvikmyndum sem Friðrik Þór hefur gert síðustu árin hefur Fálkar sennilega fengið dræmustu viðtökurnar. Um það segir Friðrik Þór: „Fálk- ar fékk þrjár stjörnur í Moggan- um og tvær stjörnur í DV en það sem stóð í þeim dómi var að mínu mati tómt bull. Ég var áður búinn að fá gagnrýni á Fálka frá vinum mínum sem fannst hún engan veginn jafnast á við Engla alheimsins. Sjálfur var ég ánægður með myndina og menn í tökuliði mínu voru sömuleiðis ánægðir með hana, fannst þetta falleg og ljóðræn mynd eins og lagt var upp með. Hins vegar held ég að um leið og byssur eru komnar í myndir mínar þá fjarlægist áhorfend- ur þær af því þeir búast ekki við slíku og vilja að ég einbeiti mér að því að miðla mannleg- um tilfinningum og skapa and- rúmsloft. Þess vegna sögðu menn að Íslandskaflinn í Fálk- um væri mjög fallegur en um leið og ég kom til Þýsklands hefði ég misst mig. Ég fékk þessa gagnrýni bæði heima og erlendis. Svo sýndi ég myndina í fyrrahaust í Frakklandi og áhorfendur elskuðu myndina.“ Hann segir viðbrögðin við myndum hans erlendis mismun- andi eftir heimshlutum og menningarheimum. „Viðbrögðin við Englum alheimsins erlendis ollu mér vonbrigðum. Myndin þótti of svört og fólk komst í þunglyndislega stemmningu af henni meðan fólk hér heima skellihló á köflum. Einu sinni horfði ég á myndina með Kín- verjum og þeir hlógu líka á rétt- um stöðum. Hér á landi þótti Djöflaeyjan fyndin mynd en þegar hún var sýnd á Ítalíu og Spáni hlógu áhorfendur ekki af því þeim blöskraði hvað persóna Baltasar Kormáks kom illa fram við fjölskyldu sína. Á einni hátíðinni varð áhorfandi æfareiður út í Balta, reyndi að sparka í hann og hvæsti: „Hel- vítis auminginn þinn, maður er ekki svona vondur við ömmu sína.“ Myndir fram á elliár Friðrik Þór var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu er- lendu mynd ársins 1992, Börn náttúrunnar. Enginn íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefur leikið það eftir en Friðrik Þór lýsir furðu sinni á því að mynd Dags Kára, Nói albínói, sem hann kallar demant, hafi ekki hlotið tilnefningu akademíunnar þetta árið en viðurkennir að til- nefningar eins og þessar séu til- viljunum háðar og fari stundum eftir pólitík. „Góður leikari sagði mér að akademían hefði á sínum tíma verið afar hrifin af Bíódögum, sem hefði verið ná- lægt því að fá tilnefningu, og Djöflaeyjan sömuleiðis, en þá hefði ég verið kominn með ein- hvern and-amerískan stimpil sem hefði spillt fyrir mér.“ Hann segist ekki líta Óskarstil- nefninguna sem hápunktinn á ferli sínum. „Ætli ég líti ekki á það sem hápunktinn að hafa fengið hálfa þjóðina á Engla al- heimsins. Manni þykir vænst um að fólk vilji sjá myndirnar manns.“ Friðrik Þór verður fimmtug- ur á þessu ári og ekkert bendir til annars en að hann muni helga líf sitt kvikmyndaleikstjórn. Hann segist hafa spádóm því til staðfestingar: „Eftir að Börn náttúrunnar hafði verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fór Sigur- jón Sighvatsson með mig til frægustu spákonu í Hollywood og borgaði stórfé fyrir. Sigurjón sagði mér að spyrja spákonuna að því hvort ég fengi Óskarinn. Spákonan þuldi upp alla fortíð mína og sagði mér síðan fram- tíðina. Ég var orðinn ansi ánægður þegar fundi okkar lauk. Fyrir utan beið Sigurjón og spurði mig hvað hún hefði sagt um Óskarinn. Ég varð að viðurkenna að ég hefði gleymt að spyrja að því. Sigurjón fór þá inn og spurði hana hvort ég fengi Óskarinn . Hún svaraði: „Óskarinn er aukaatriði. Veg- tyllur skipta þennan mann engu í lífinu. Það sem skiptir máli er að hann mun gera frábærar kvikmyndir þangað til hann verður 88 ára, þá gerir hann sína síðustu mynd“. Ég hef hvorki fyrr né síðar farið til spá- konu en ég er sannfærður um að þetta er alveg rétt.“ kolla@frettabladid.is Nú finnst mér ómerkilegir hlutir fá gríðarmikið pláss. Með því er ég ekki að segja að merkilegir hlutir fái ekki pláss því þeir fá það. En það er ekki gerður nokkur grein- armunur á því lengur hvað er merkilegt og hvað er ekki eins merkilegt. Það eru til dæmis ekki margar A-kvik- myndahátíðir í heiminum og það er árangur í sjálfu sér að komast inn á þær. Svo er hægt að vinna verðlaun á B- hátíð sem skiptir nánast engu máli. Sá árangur er blásinn upp í fjölmiðlum til jafns við árangur á A-kvik- myndahátíðum. Maður sér svona umfjöllun hvað eftir annað og það er bara vegna þess að þekkingin er ekki til staðar. ,, HÁPUNKTURINN „Ætli ég líti ekki á það sem hápunktinn að hafa fengið hálfa þjóðina á Engla alheimsins. Manni þykir vænst um að fólk vilji sjá myndirnar manns.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.