Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 24
Dökk mynd er dregin upp afheilsu og líferni Íslendinga í nýrri skýrslu um heilsueflingu sem unnin var fyrir Landlæknis- embættið og kynnt í vikunni. Ein- staklingshyggja hefur orðið ofan á, á kostnað samhjálpar. Sam- keppni kallar á aukna neyslu sem aftur kostar meiri vinnu og minni tíma til að njóta lífsgæða og sinna og rækta tengsl við vini og vanda- menn. Fábreytni ríkir í afþreying- ariðnaði sem skapar menningar- lega firringu og rótleysi. Fleiri og fleiri lifa með fylgikvillum öldr- unar, háðir utanaðkomandi stuðn- ingi við athafnir daglegs lífs. Fólk einangrast þrátt fyrir bættar samgöngur og nýja tækni. Hjóna- skilnuðum fjölgar. Heimur versnandi fer? Og listinn heldur áfram. Uppalendur eru oft ráðalausir vegna þess að hlutverk þeirra verða óskýr og tíminn með fjöl- skyldunni rýr. Starfsfólk skóla og vinnuveitendur kvarta undan al- mennu agaleysi. Einstaklings- gjaldþrotum, fóstureyðingum og barnarverndarmálum fjölgar. Um 22 prósent Íslendinga eldri en fimm ára þjást af geðröskunum af ýmsu tagi. Andleg vanlíðan eftir barnsburð er nokkuð algeng en hefur verið vanmetin. Stöðugt fleiri börn eru greind með of- virkni, hegðunarerfiðleika og þunglyndi og eru í lyfjameðferð vegna þess. Sjálfsvígum fjölgar. Aukið framboð skyndibita og gos- drykkja, ágeng markaðs- setning orkuríkrar fæðu, ásamt óreglulegu fæðumynstri þar sem fjölskyldu- máltíðir eiga undir högg að sækja hafa slæmar afleiðingar fyrir mataræði og holdafar. Vélar og tækni hafa víða breytt líkamlega erfiðri vinnu í kyrrsetuvinnu og fólk ver sífellt meiri tíma sitjandi. Næringu og aðbúnaði barna í grunnskólum og framhaldsskólum er enn ábótavant. Börn og ungling- ar eiga erfitt með að hemja sig í gósenlandi sælgætis og skyndibita annars vegar og fyrir framan skjái afþreyingariðnaðarins hins vegar. Ungum stúlkum er mikið í mun að líta vel út og fyrirmyndirnar eru örgrannar fyrirsætur tískuiðnað- arins. Alls kyns fæðubótarefnum er haldið að ungu fólki og þykir ástæða til að vara við þeirri þróun. Tóbaksreykingar valda um 400 ótímabærum dauðsföllum á ári. Misnotkun áfengis- og ólöglegra vímuefna þykir vaxandi vandamál. Björtu hliðarnar Þetta eru sumsé nokkur þeirra atriða sem sérstakt fagráð Land- læknis um heilsueflingu dregur fram og telur vera framtíðarvið- fangsefni heilsugæslunnar og mikilvægt að gefa sérstakan gaum. Þetta er ekki fögur mynd. En ástandið er ekki bara slæmt, margt er sagt gott. Til dæmis er bent á að íslenska þjóðin hafi aldrei verið hraustari en nú. Þekk- ing hafi rutt ýmsum heil- brigðisógnum fyrri kynslóða úr vegi. Nýbura- og ungbarnadauði sé mjög fátíður hér á landi. Lífslíkur einstaklinga séu með því besta sem gerist. Ýmsum smitsjúkdóm- um hafi verið útrýmt. Enginn ætti að þurfa að líða næringarskort. Bættur aðbúnaður og öryggi á vinnustöðum hafi dregið úr slys- um í störfum sem áður voru hættu- leg. Heilbrigðiskerfið sé talið með því besta sem gerist. Landsmenn hafi því alla burði til að lifa heil- brigðu og innihaldsríku lífi. Hættan felst í ofgnóttinni Þorgerður Ragnarsdóttir er for- maður fagráðsins um heilsueflingu sem vann skýrsluna fyrir Land- læknisembættið. Hún tekur ekki undir að samfélagið sé á heljarþröm þrátt fyrir þessa löngu upptalningu. „Nei. Samfélagið er hins vegar að breytast og því fylgja vandamál,“ segir hún. „Hér áður skorti alla skapaða hluti, t.d. fæði, klæði og húsnæði og af því hlutust sjúkdóm- ar. Nú felst hættan í allri ofgnóttinni sem getur þvælst fyrir okkur.“ Þor- gerður fagnar ýmsu í nútímanum og segir möguleikana óþrjótandi. Hún vitnar til Bjarkar Guðmunds- dóttur sem eitt sinn sagði í viðtali að pirringur fólks út í rafmagn og tækni væri undarlegur þar sem kostirnir við síma- og tölvutæknina væru miklu fleiri en gallarnir. Færumst of mikið í fang Víkjum nánar að ofgnóttinni, öllu framboðinu. Ráðum við ekki við þetta? „Svo virðist sem mörg þeirra vandamála sem fólk leitar til heilbrigðiskerfisins með séu afleiðingar þessa mikla framboðs. Samkeppnin í lífsgæðakapphlaup- inu er gríðarlega hörð og reynir á fólk,“ segir Þorgerður. Hún segir að fólk hafi almennt færst of mik- ið í fang: „Fólk er að reyna að komast yfir allt í einu í lífinu. Fjölskylduna með öllu því sem henni tilheyrir, vinnuna, félagslíf- ið, skemmtanalífið og utanlands- ferðinar og svo flækist það bara í þessu. Þetta kostar peninga og sumir lenda í lánaflækju. Slíkt getur leitt af sér vöðvabólgu og svo þunglyndi og það reyna sumir að leysa með að fá sér bjór eftir vinnu og við það getur enn einn vandamálavefurinn spunnist.“ En hvernig í ósköpunum stend- ur á því að fólk fer svona með sjálft sig? „Ég veit það ekki al- mennilega, kannski við séum svona gráðug á lífið. En þessu fylgir líka ákveðinn kraftur og áhugi á að lifa lífinu, þannig að þetta er ekki allt neikvætt.“ En í ljósi þess að ástandið er slæmt, er þá ástæða til að reyna að draga úr framboði á einhvern hátt þannig að fólk fari sér síður að voða? „Nei, við þurfum bara að læra að umgangast allt sem í boði er.“ Þarf að efla heilsugæsluna Þorgerður hvetur til þess að fólk reyni að velja og hafna og leyfa sér aðeins það sem það hef- ur ráð og tök á. Og hún telur mik- ilvægt að efla heilsugæsluna til að koma til móts við helstu vandamál fólks. „Það má styrkja það góða starf sem þegar er unnið innan heilsugæslunnar. Á stöðvunum ættu að vera sjúkraþjálfari, sál- fræðingur, félagsráðgjafi og nær- ingarráðgjafi svo ráðgjöfin þar verði breiðari.“ Hún telur að aðgerðir hins op- inbera séu mikilvægar en segir nauðsynlegt að þær séu í takti við það sem gerist í samfélaginu. „Snarlega hefur dregið úr reyk- ingum á Vesturlöndum, og þar með á Íslandi. Ofan í þá þróun hafa svo verið sett strangari lög um tóbaksvarnir sem styðja við þessa jákvæðu þróun. Það er mik- ilvægt að stjórnvöld taki mið af þeim sveiflum sem eru í samfé- laginu og spili með. Að sama skapi þýðir lítið að setja lög sem ganga þvert gegn tíðarandanum.“ Einsleitt sjónvarpsefni Í skýrslu fagráðsins er vikið að menningu og afþreyingu og gefið í skyn að sjónvarpsáhorf og tölvu- leikjaspilun séu fólki miður góð. Í ljósi þess að margir hafa valið sér þessar leiðir til afþreyingar er vert að spyrja hvort eðlilegt geti talist að líta þessi áhugamál fjöl- margra hornauga. „Við erum ekki endilega að því,“ svarar Þorgerð- ur. „Við erum frekar að vísa til þeirrar einsleitni sem birtist á skjánum. Þó mikið framboð sé af efni virðist það helst af sama eða svipuðum toga, amerískir þættir með mjög einsleitum skilaboðum. Og hvort sem litið er til sjón- varpsins eða annars þá sýnist mér sem þorri landsmanna sé að gera það sama. Úrvalið er talsvert en valið fremur einhæft.“ Þorgerður bendir í þessu sambandi á að al- mennt sé ætlast til að strákar spili fótbolta. „En meinið er að það hafa ekki allir gaman af fótbolta.“ Reynir að gera sitt besta Sjálf reynir Þorgerður að lifa heilbrigðu og góðu lífi þó hún vilji ekki gefa sig út fyrir að vera ein- hver sérstök fyrirmynd. Hún var áður framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs en jafnan er horft til fólks í slíkum stöðum og ætlast til að það lifi af hófsemi og dyggð. „Ég er almennt sátt við líf- ið og líður alla jafna vel. Ég reyni að hreyfa mig og umgangast mat og annað gott af hófsemi,“ segir Þorgerður. Hún leggur áherslu á að hún reyni alla vega að gera sitt besta en vissulega gangi það upp og niður hjá henni eins og öðrum. Sjálfsábyrgðin mikilvæg Aginn er sagður á undanhaldi í samfélaginu og í skýrslu fagráðs- ins er bent á að breytt fjölskyldu- mynstur leiði af sér aukið aga- leysi. Starfsfólk skóla og vinnu- veitendur eru sagðir kvarta und- an minnkandi aga og bent á að for- eldrar treysti sér ekki til að setja börnum sínum mörk. Hólmfríður Bára Bjarnadóttir hefur kennt siðfræði og sálfræði í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla í átta ár. Hún kannast við agavandamál meðal nemenda. „Alltaf eru ein- staklingar innan um sem virðast ekki hafa nægan sjálfsaga til að stunda nám svo vel sé og það birt- ist þá í slakri mætingu, litlum af- köstum og stopulum verkefnaskil- um.“ Hólmfríður giskar á að tíu til tuttugu prósent nemenda fylli þennan flokk, aðrir séu með sitt á þurru. Hún er hins vegar ekki hlynnt járnaga í skólastofunni sinni: „Ég vil að nemendur tjái sig, séu frjálslegir og segi sínar skoðanir. Það er ekkert skemmti- legt að kenna krökkum sem stein- þegja allan tímann og segja ekki neitt.“ Hún leggur hins vegar áherslu á að hún verði ekki vör við dónaskap. „Enda er það mín reynsla að sýni maður ungu fólki virðingu og setur reglur sem mað- ur framfylgir af sanngirni þá hlýtur maður virðingu nemenda á móti. Auk þess tel ég mikilvægt að ýta undir sjálfsábyrgð krakk- anna.“ En heldur Hólmfríður að aginn hafi minnkað með árunum, t.d. síðan hún sjálf var í framhalds- skóla? „Ég held að ungt fólk í dag sé frjálslegra og framhleypnara en var og það finnst mér mjög já- kvætt.“ Mikið unnið með námi Við Íslendingar virðumst hefja lífsgæðakapphlaupið mjög snemma. Hólmfríður verður vör við það í starfi sínu. „Ég veit að mjög margir nemendur vinna 24 14. mars 2004 SUNNUDAGUR Fólk er að reyna að komast yfir allt í einu í lífinu. Fjölskylduna með öllu því sem henni til- heyrir, vinnuna, félagslífið, skemmtanalífið og utan- landsferðinar og svo flækist það bara í þessu. Þetta kostar peninga og sumir lenda í lánaflækju. Slíkt get- ur leitt af sér vöðvabólgu og svo þunglyndi og það reyna sumir að leysa með að fá sér bjór eftir vinnu og við það getur enn einn vanda- málavefurinn spunnist. ,, ÞORGERÐUR RAGNARSDÓTTIR Hún er formaður fagráðs um heilsu- eflingu. „Hér áður skorti alla skapaða hluti, t.d. fæði, klæði og húsnæði og af því hlutust sjúkdómar,“ segir hún. „Nú felst hættan í allri ofgnóttinni sem getur þvælst fyrir okkur.“ HÓLMFRÍÐUR BÁRA BJARNADÓTTIR Hún kennir siðfræði og sálfræði í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla. „Ég held að ungt fólk í dag sé frjálslegra og fram- hleypnara en var og það finnst mér mjög jákvætt,“ segir hún. Hún segist þó talsvert verða vör við þunglyndi nemenda. Þunglynd og stres Í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir Landlæknisembættið er dregin upp dökk mynd af sálarlífi Ís- lendinga. Því er haldið fram að mikil fábreytni, streita, þunglyndi, neysluhyggja, rótleysi, agaleysi og ein- staklingshyggja, svo eitthvað sé nefnt, sé meðal þess sem standi í vegi fyrir heilsueflingu þjóðarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.