Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 26
26 14. mars 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? Þjóðarsorg hefur ríkt á Spánieftir að 190 manns létust og 1.400 særðust í tíu sprengingum á þremur lestarstöðvum í Madríd í fyrradag. Aukinn við- búnaður hefur verið viðhafður í mörgum löndum í kjölfarið vegna hugsanlegra árása. Hryðjuverkaárásirnar í Madríd eru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið í Evrópu síðan 1988 þegar flugvél Pan Am félagsins sprakk í loft upp yfir Lockerbie. Þá létust 270 manns. Mannskæðar árásir Á síðustu fimm árum hafa fimm stórar hryðjuverkaárásir verið gerðar um allan heim. Í ágúst árið 1998 sprungu bíla- sprengjur, sem hryðjuverka- samtökin al-Kaída höfðu komið fyrir, samtímis hjá bandaríska sendiráðinu í Dar es Salaam í Tansaníu og Nairobi í Kenýu. Þá létust 231 maður. Um þrjú þúsund manns létust þegar þremur flugvélum var rænt og flogið á World Trade Center og Pentagon. Fjórða vél- in hrapaði til jarðar, áður en henni var flogið á byggingu. Í október árið 2002 létust 202 þegar sprengja sprakk á nætur- klúbbi á eyjunni Balí í Indónesíu. Hryðjuverkasamtök sem talin eru tengjast al-Kaída voru ábyrg. Um 180 manns biðu bana og hundruð manna særðust í sam- stilltum árásum á helgidóma sjíta-múslíma í Bagdad og borg- inni Karbala í suðurhluta Íraks í byrjun mánaðarins. Árásirnar áttu sér stað þeg- ar milljónir sjíta- múslíma höfðu safnast saman í borgum og bæjum landsins til að fagna Ashura-há- tíðinni í fyrsta sinn í áratugi. Árásin í fyrradag er sú fimm- ta en þá eru ekki taldar upp árásir sem ollu ekki jafn mikl- um skaða. Að minnsta kosti átta slíkar hafa verið gerðar í Írak frá áramótum. 911 dagar frá 11. september Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum í Madríd en marga grunar ETA, aðskilnaðarsamtök Baska. Handbragðið þykir minna um margt á fyrri verk samtakanna. Talsmenn ETA neita þó öllum ásökunum. Hryðjuverkasamtökin al- Kaída eru einnig grunuð um verknaðinn en arabískt dagblað segir samtökin hafa lýst yfir ábyrgð. Þar að auki fannst hljóð- snælda og hvellhettur í sendibif- reið skammt frá einni járn- brautastöðinni. Þeir sem gruna al-Kaída benda á máli sínu til stuðnings að 911 dagar eru liðn- ir frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum þann 11. sept- ember 2001 eða 9-11 eins og at- burðurinn hefur verið nefndur í Bandaríkjunum. Þar að auki voru hryðjuverkaárásirnar í Madríd gerðar þann 11. mars (3- 11) tveimur og hálfu ári eftir árásirnar í Bandaríkjunum. Þess ber að geta að Spánverjar studdu Bandaríkjamenn þegar þeir réðust inn í Írak. Þeir sendu jafnframt hermenn þangað. Lönd draga lappirnar Þörf er á meiri samvinnu milli landa í baráttunni gegn al- þjóðlegum hryðjuverkahópum. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var á vegum Samein- uðu þjóðanna í Vín og lauk í gær. Inocencio Arias, yfir- maður nefndar sem berst gegn hryðjuverkum og fulltrúi Spán- ar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á sömu ráðstefnu að mörg lönd dragi lappirnar í barátt- unni gegn hryðjuverkum. „Flest lönd hafa verið svifasein í að bregðast við ógninni og setja lög sem taka á hryðju- verkum,“ sagði Arias meðal annars. „Ég verð ekki jafn kurt- eis eftir eitt ár og mun þá nafn- greina löndin.“ Arias sagði að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir árásirn- ar í Madríd. „Hryðjuverkamenn reyna og reyna. Þeim tekst í fimmtugasta hvert skipti.“ Nefndin hyggst funda á ný í Kaíró í Egyptalandi eftir ár í boði Arababandalagsins. Ekkert verður sem fyrr Spænskt þjóðfélag var sem lamað eftir árásirnar og söfnuð- ust mörg hundruð þúsund manns saman til að minnast hinna látnu á föstudaginn. Einn- ar mínútu þögn var til minning- ar um fórnarlömbin. Eins og gefur að skilja hefur mikil taugaspenna ríkt í Madríd í kjölfar hryðjuverkanna og rýmdi lögreglan lestarstöð í At- ocha í gær af ótta við að sprengju hefði verið komið fyr- ir. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Stjórnvöld um allan heim hafa sent samúðarkveðjur til Spán- verja og hafa heitið stuðningi. Spænsk blöð sögðu meðal ann- ars að um alþjóðlegt stríð milli lýðræðis og óvina þess væri að ræða. Sögðu þau þjóðernissinna, íslamska öfgamenn og gyðinga- hatara vera þessa óvini. Spænska blaðið ABC sagði að Madrid hefði nú gengið í gegn- um það sama og New York, Bagdad, Karbala og Jerúsalem og fengið sinn skerf af hryðju- verkum. „Frá og með þessum degi verður ekkert sem fyrr,“ sagði í ritstjórnargrein í ABC. kristjan@frettabladid.is Duglegur og skarpur Maðurinn sem við spyrjum umað þessu sinni er „mjög skarp- ur og greinir fljótt aðalatriði frá aukaatriðum,“ að sögn Björgólfs Jó- h a n n s s o n a r framkvæmda- stjóra Síldar- vinnslunnar hf í Fjarðabyggð. „Hann vakir þegar aðrir sofa og fær sínar bestu hugmyndir þá.“ Björgólfur segir hann traustan vin vina sinna en þeir þekkjast afar vel. Skapferli mannsins er Björgólfi þó hugleikið: „Hann getur verið afar grimmur, sumir segja hann stundum of grimman.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, þekkir vel til viðkomandi. „Hann er gífurlega duglegur og hefur mikla þekkingu á sínu sviði og er nánast tölvuheili þegar kemur að ýmsu sem snertir starfsemi hans.“ Jó- hannes Geir segir hann líka fylginn sér og röggsaman og stundum jafn- vel um of: „Það má kannski segja að einstöku sinnum sjáist hann ekki fyrir.“ Síðast en ekki síst nefnir hann svo að okkar maður búi yfir þeim góða kosti að vera mikill vinur vina sinna. „Hann er afar traustur fyrir sitt fólk, bæði samstarfsfólk, vini og fjölskyldu.“ „Hann er ábyggilegur og stefnu- viss maður,“ segir Áskell Gíslason kaupmaður sem þekkir nokkuð til viðkomandi, „og afskaplega kröfu- harður.“ Spurður hvort okkar mað- ur sé skemmtilegur svarar hann: „Já, já, hann getur verið skemmti- legur en konan hans er þó mun skemmtilegri.“ Við hvern ætli þessar lýsingar eigi? Svarið er að finna á blaðsíðu 28. ■ ■ Hryðjuverka- menn reyna og reyna. Þeim tekst í fimmtug- asta hvert skipti. Um 190 manns létust í hryðjuverkunum á Spáni á fimmtudag. Fjögur svipuð hryðjuverk hafa verið framin í heiminum síðustu ár Fimm stór hryðjuverk á sex árum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.