Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 30
Ég fór í yndislega og eftirminni-lega ferð til Kúbu síðastliðið haust,“ segir Anna Sylvía Sig- mundsdóttir sjúkraþjálfari. „Við fórum, vinkonurnar ég og Svava Sigurðardóttir, fyrir þremur árum á inkaslóðir í Perú af því það var alltaf draumurinn minn. Kúbuferð- in var svo til að láta drauminn henn- ar rætast.“ Anna Sylvía segir að margt hafi komið á óvart á Kúbu, en þær vin- konur dvöldu í viku í Havana. Þær voru yfir sig hrifnar af fólkinu og mannlífinu og hissa á hversu falleg borgin var. „Það kom okkur mjög á óvart hvað arkitektúrinn er glæsilegur og sorglegt hvað húsin eru illa farin. Undanfarin tvö ár hefur þó verið einhver uppbygging í gangi. Annars er þetta eins og að detta 50 ár aftur í tímann.“ Anna Sylvía og Svava fóru í safaríferð á Kúbu, en dvölin í borg- inni var skemmtilegust. „Fólk er svo lífsglatt og elskulegt og allir til- búnir að spjalla. Svo er auðvitað tónlist og dans allstaðar, eitt alls- herjar dunandi salsa.“ Vöruskortur var ekki sérstak- lega áberandi, að sögn Önnu Sylvíu, en innfæddir versla með matarmiðum í sérstökum ríkisverslunum. „Við kíktum inn í eina slíka verslun en vor- um litnar hálfgerðu hornauga. Við borðuðum aðallega á veit- ingastöðum í kringum hótelið og svo fórum við líka á palabares veitingastaði í heimahúsum sem eru mjög skemmtilegir. Þetta eru lítil herbergi þar sem mega vera þrjú borð og tólf stólar og þó það sé eig- inlega ekki löglegt horfa stjórnvöld fram hjá því.“ Anna Sylvía segir að töluverður rasismi sé á Kúbu, þar sem spænskættaðir, sem eru í mestum efnum, líti niður á kynblendinga og blökkumenn. „Þarna er mikil stétta- skipting og þrátt fyrir að allir eigi að hafa aðgang að fríum skólum og heilsugæslu eru það bara þeir efna- meiri sem fara í háskólann og biðin á heilsugæsluna er slík að þeir sem eiga peninga kaupa sig fram fyrir. En fólkið er samt geislandi glatt og skemmti- legt og mann- lífið frá- bært.“ ■ til London og Kaupmannahafnar frá 1. apríl Tvisvar á dag ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Eftirminnileg ferð: Dunandi salsa og lífsgleði á Kúbu Glasgow Ferðatímabil: 1. apríl–15. júní og 20. ágúst–31. október. Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. * M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku. Ferðalag á bílaleigubíl um Skotland er ógleymanlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Þar leggst allt á eitt, náttúrufegurð, fjölbreytni í landslagi, heillandi bæir og þorp, skemmtigarðar, kastalar, fornar minjar, söfn og síðast en ekki síst gestrisnir og vingjarnlegir Skotar. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta, jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16). VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Flug og bíll út í heim Verð frá 31.600 kr. á mann* Verð frá 40.630 kr. á mann** London – Flug og bíll – SAMA VERÐ Ofangreind verðdæmi og skilmálar fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til Glasgow gilda einnig fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til London. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 Þriðjudaginn næstkomandi, 16.mars, stendur Útivera, tímarit um útivist og fjallamennsku, fyrir myndasýningu í bíósal Hótel Loft- leiða. Jakob Þór Guðbjartsson segir þar frá þriggja mánaða ferð sinni einsamall á mótorhjóli um Austur Evrópu en hann heimsótti alls 11 lönd á því ferðalagi. Í ferð- inni lenti hann í ýmsum ævintýr- um, kleif fjöll, kafaði í hella og gekk á virk eldfjöll svo eitthvað sé nefnt. Þessu lýsir hann öllu á myndakvöldinu bæði í máli og myndum. Aðgangur er ókeypis. Myndakvöldið hefst kl. 20. ■ Tímaritið Útivera: Sögur úr mótorhjólaferð MALECÓN-STRANDGATA Í HAVANA Kúbverjar taka lífinu með ró. ANNA SYLVÍA SIGMUNDSDÓTTIR Átti dýrðlega viku á Kúbu í haust og heillaðist af Havana og mannlífinu þar. CALLEJÓN DE HAMEL Gata í Havana skreytt af listamanninum Salvador Conzáles Escalona í Afró-Kúbu stíl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.