Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 41
41SUNNUDAGUR 14. mars 2004 Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is MARKÚS MÁNI FÓR ÚR OLNBOGALIÐ Fyrirliði Valsmanna, Markús Máni MIchaelsson, meiddist illa gegn Haukum í gær. Fastir franskir liðir eins og venjulega Arsenal heldur níu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni eftir 2–0 sigur á Blackburn þar sem Frakkarnir Henry og Pires skoruðu mörkin. Leicester vann og sendi Portsmouth niður í fallsæti. FÓTBOLTI Arsenal heldur níu stiga forskoti sínu í ensku úrvalsdeild- inni eftir laugardagsleikina sem voru flestir sparir á mörkin. Það voru frönsku snillingarnir í liði Arsenal, Thierry Henry og Robert Pires, sem skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Blackburn á útivelli en þetta var áttundi deildarsigur Arsenal-liðsins í röð og 28 leikur- inn í röð án taps í deildinni. Henry (21) og Pires (10) hafa skorað saman 31 mark í ensku deildinni, meira en sex af 20 liðum hennar hafa gert samanlagt og Henry hefur skorað 8 mörk í þess- um átta sigurleikjum. Henry skoraði reyndar að því virtist lög- legt mark fyrir hlé þegar hann stal boltanum af Brad Friedel þegar markvörður Blackburn ætl- aði að sparka boltanum frá marki. Dómari leiksins dæmdi hins vegar hættuspark á Henry og markið var því ógilt, mörgum til mikillar óánægju enda gerði Frakkinn þetta vel og snyrtilega. Í seinni hálfleik skoraði Henry hins vegar löglegt mark, beint úr auka- spyrnu og Pires bætti síðan við marki í lokin eftir skyndisókn. Staða Leeds versnaði enn í botnsæti deildarinnar eftir 0-2 tap fyrir Fulham, ekki síst þar sem að Les Ferdinand tryggði Leicester 1-0 útisigur á Birmingham, sigur sem kom Leicester upp úr fall- sæti. Bæði mörk Fulham gegn Leeds komu í seinni hálfleik, Sean Davis skoraði það fyrra og Luis Boa Morte það síðara. Matt Holland skoraði ekki bara eina mark Charlton í 1-0 sigri á Middlesbrough heldur var þetta eina markið í ensku úrvalsdeild- inni í gær sem leit dagsins ljós í fyrri hálfleik. Markið sem var með skoti af 25 metra færi, kom Charlton upp fyrir Newcastle og Birmingham, í fjórða sætið en Newcastle á leik inni gegn Totten- ham í dag. Wayne Rooney tryggði Everton 1-0 sigur á Portsmouth og sendi Portsmouth niður í fallsæti en tap liðsins og áðurnefndur 1-0 sigur Leicester gerði það að verkum að spútnikliðið fyrir áramót er komið í mikla fallhættu. Liðið hef- ur aðeins náð í 5 af mögulegum 24 stigum á nýja árinu. Everton hef- ur aftur á móti náð að fjarlægjast hörðustu fallbaráttuna með tveimur sigurleikjum í röð. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikbanni þegar Chelsea vann Bolton, 2–0, en fyrstu 70 mínú- turnar yfirspiluðu Bolton-menn milljarðalið gestanna. Tvö mörk á þremur mínútum færðu Chelsea hins vegar góðan sigur í topp- baráttunni. Damien Duff er allur að braggast, kom að báðum mörkunum og skoraði það seinna. Í dag fara fram þrír leikir, ná- grannaslagurinn í Manchester, milli United og City, leikur Sout- hampton og Liverpool og svo viðureign Newcastle og Totten- ham þar sem Newcastle getur endurheimt 4. sætið. ■ Úrvalsdeild RE/MAX: Þjálfararnir með rautt HANDBOLTI Það voru mikil læti í lokin á leik ÍR og Gróttu/KR í úrvalsdeild RE/MAX-deildar karla í handbolta í gær. ÍR vann að lokum eins marks sigur, 27–26, eftir að hafa haft örugga fimm marka forystu, 27–22, þegar 5 mínútur voru eftir. Gróttu/KR-menn sko- ruðu 4 síðustu mörkin og áttu síðus- tu sóknina sem endaði á því að Júlíus Jónasson, spilandi þjálfari ÍR, braut gróflega en fagmannlega af sér í hraðaupphlaupi sem kostaði hann rautt spjald og gestina alla von um að jafna leikinn. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, var ekki sáttur og hljóp inn á völlinn í mótmælaskyni en fékk einungis rautt spjald að launum. Sturla Ásgeirsson skoraði 7 mörk fyrir ÍR og þeir Einar Hólmgeirsson og Bjarni Fritzson gerðu báðir fimm mörk. Stefán Petersen varði 6 skot á síðustu 15 mínútunum eða jafmikið og Ólafur Helgi Gíslason hinar 45 mínútur leiksins. Kristinn Björgólfsson sko- raði 9 mörk gegn sínum gömlu félögum og Daði Hafþórsson sko- raði fimm mörk. ■ STERKUR MARKVÖRÐUR TIL KR María Björg Ágústsdóttir Landsbankadeildin: María til liðs við KR FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn María Björg Ágústsdóttir hefur gengið til liðs við KR. María hefur alla tíð leikið með Stjörnunni og á að baki 80 leiki með félaginu í efstu deild. Hún lék sinn fjórða landsleik í gær þegar Íslendingar unnu Skota 5-1 í Egilshöll og var þá í fyrsta sinn í byrjunarliði. María er annar leikmaður Stjörnunnar sem gengur til liðs við KR á stuttum tíma en um ára- mótin skipti Elfa Björk Erlings- dóttir yfir í KR. ■ HANDBOLTI Haukar og Valur gerðu 29-29 jafntefli í toppslag úrvals- deildar RE/MAX-deildar karla sem fram fór á Ásvöllum í gær. Forskot Valsmanna minnkaði við þetta í eitt stig og Haukar misstu ÍR upp fyrir sig í 2. sætið. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli tíu mínútum fyrir leikslok þegar Markús Máni Michaelsson meiddi sig illa á olnboga en hann hafði þá skorað 10 mörk úr 17 sko- tum. Markús spilaði ekki meira í leiknum. Haukar höfðu yfir, 15–14, í hálfleik og voru yfir 28–26 í lokin en Valsmenn skoruðu 3 af síðustu 4 mörkum leiksins og Heimir Örn Árnason jafnaði leikinn þegar 4 sekúndur voru eftir. Robertas Pauzoulis skoraði 8 mörk fyrir Hauka og þeir Þorkell Magnússon og Þórir Ólafsson skoruðu báðir 5 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 22 skot. Hjá Val skoraði Markús Máni 10 mörk og þeir Hjalti Pálmason og Baldvin Þorsteinsson voru báðir með 4. Vilhjálmur lék með á ný Viilhjálmur Halldórsson lék á ný með Stjörnunni eftir handleggs- brot en sex mörk hans komu þó ekki í veg fyrir að liðið tapaði sínum 6. leik í röð, nú á heima- velli, 23–26, fyrir HK. Stjarnan hafði yfir í hálfleik, 14–13, en gestirnir voru sterkari í lokin. Samúel Ívar Árnason og Andrius Rackauskas skoruðu báðir sjö mörk fyrir HK en hjá Stjörnunni skoraði Gunnar Ingi Jóhannsson 7 mörk, Vilhjálmur var með 6 og Jacek Kowal varði 14 skot. ■ Áfall fyrir Valsmenn í jafntefli gegn Haukum í úrvalsdeild RE/MAX í handbolta: Markús Máni meiddist illa ENSKA ÚRVALSDEILDIN Birmingham–Leicester 0–1 0–1 Ferdinand (53.) Blackburn–Arsenal 0–2 0–1 Henry (57.), 0–2 Pires (87.). Bolton–Chelsea 0–2 0–1 Terry (71.), 0–2 Duff (74.). Charlton–Middlesbrough 1–0 1–0 Holland (25.). Everton–Portsmouth 1–0 1–0 Rooney (78.) Fulham–Leeds 2–0 1–0 Davis (71.), 2–0 Boa Morte (83.) Staða efstu liða: Arsenal 28 21 7 0 55–18 70 Chelsea 28 19 4 5 50–21 61 Man. Utd. 27 18 4 5 51–25 58 Charlton 28 12 7 9 39–34 43 Newcastle 27 10 12 5 38–28 42 Birmingham28 11 9 8 30–30 42 Liverpool 26 10 9 7 38–29 39 Staða neðstu liða: Blackburn 28 7 7 14 39–46 28 Man. City 27 6 9 12 36–39 27 Leicester 28 5 11 12 38–51 26 Portsmouth 27 6 6 15 29–41 24 Wolves 27 5 9 13 24–52 24 Leeds 28 5 7 16 26–55 22 21. DEILDARMARKIÐ HJÁ HENRY Thierry Henry sést hér koma Arsenal á bragðið gegn Blackburn í gær en markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu, sitt 21. mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur. STAÐAN Í ÚRVALSDEILDINNI: Valur 9 5 2 2 20 ÍR 9 5 1 3 19 Haukar 9 5 3 1 18 KA 9 5 0 4 17 Fram 9 4 0 5 14 Grótta/KR 9 4 0 5 11 HK 9 3 0 6 11 Stjarnan 9 2 0 7 10 FR ÉT TA B LL AÐ IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.