Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 14. mars 2004 45 BEYONCE Þessi frábæra mynd af Beyoncé í ham var tekin á föstudag þegar stúlkan kom fram á tónleikum ásamt Aliciu Keys og Missy Elliott í Flórída. TÓNLIST Bítladýrkun Gallagher- bræðra hefur nú náð hámarki en þeir Liam og Noel hafa ráðið til sín son Ringo Starr til þess að berja húðir í Oasis. Sveitin hefur verið án trommara frá því að Alan White fékk reisupassann fyrr á árinu. Þeir vinna nú hörðum höndum að nýrri plötu og hefur bítlasonurinn Zak Starkey séð um trommusláttinn. Búist er við því að Starkey muni fyrst koma fram með sveit- inni þegar Oasis hitar upp fyrir Stereophonics á góðgerðatónleik- um í London í lok mánaðarins. Oasis er mikið í mun að sanna sig eftir slæmt gengi síðustu plötu þeirra Heathen Chemistry. Engin plata þeirra hefur fengið eins slæma útreið í fjölmiðlum og skil- aði það sér í minnkandi plötusölu. ■ FÓLK Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron segir það erfitt að vera falleg. Í viðtali við þýska tímaritið Bunte talaði hún um feg- urð sína sem byrði. „Fólk á oft erfitt með að ímynda sér hvað ég get sem leikkona,“ sagði hún í viðtalinu. „Það getur verið erfitt að ganga inn í herbergi og segja öllum að horfa fram hjá útliti mínu. Að ég sé leikkona og geti því breytt sjálfri mér.“ Hún vonast til þess að hlutverk sitt sem fjöldamorðingi og vænd- iskona í Monster verði til þess að stöðva þá þróun í Hollywood að vissar týpur leikara séu einungis ráðnir í viss hlutverk. „Ég er að vonast til þess að fólk átti sig á því að leikari er meira en bara ytra útlit persónu.“ Theron talaði einnig um kærasta sinn, leikarann Stuart Townsend, í viðtalinu og sagði að þau hefðu engin áform um að festa ráð sitt. ■ Sonur Ringo í Oasis Fegurðin er byrði OASIS Breska rokksveitin reynir nú hvað hún getur til þess að ná í síðustu töfra Bítlanna. CHARLIZE THERON Segir fegurð sína gera sér það erfitt að fá fólk til þess að taka sig alvarlega. Stafræn myndavél á 1 krónu! Nánari upplýsingar á www.kodakexpress.is www.kodakexpress.is CX6230 CX 7430 LS 743 *Miðað við áskriftarsamning á framköllun. Fullt verð á vél er 19.900 kr. • 2ja milljón pixla • Þrefaldur aðdráttur • 4ra milljón pixla • Þrefaldur aðdráttur • 4ra milljón pixla • Þrefaldur aðdráttur • Mjög lítil og nett *Miðað við áskriftarsamning á framköllun. Fullt verð á vél er 39.900 kr. *Miðað við áskriftarsamning á framköllun. Fullt verð á vél er 49.900 kr. ÁSKRIFTARSAMNINGUR • 18 mánaða samningstími • 1.990 kr. á mánuði • 450 mynda inneign • Myndir verða að afhendast á geisladisk eða minniskorti • Myndastærð 10 x 15 sm • Hægt er að skipta inneign fyrir aðra þjónustu. G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Þú ættir kannski frekar að borga sál- fræðingi? Sko: vondi gæinn hefur fangað góða gæjann! Vondi gæinn bablar um öll vondu plönin sín af því að hann ætlar síðan að stúta góða gæjanum! En vondi gæinn skilur góða gæjann eftir bundinn við ein- hverja fáránlega græju sem á að saga góða gæjann í tvennt á næstu háfjöru eða eitthvað! Og góði gæinn kemst ALLTAF undan! AF HVERJU SKAUT VONDI GÆINN HANN EKKI BARA STRAX Í HAUSINN?!! Ég hefði borgað fyrir að sjá þá mynd! Pondus eftir Frode Øverli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.