Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 46
Brosið 46 14. mars 2004 SUNNUDAGUR Frídagararnir hjá mér eru núafskaplega fáir,“ segir Guð- jón Ólafur Jónsson framsóknar- maður með meiru. „Ef ég fengi eins og einn frídag myndi ég reyna að vera með fjölskyldu minni og þá helst með sonum mínum tveimur. Annar er að vísu búsettur í Svíþjóð svo það er öllu erfiðara. Hann kemur heim um páskana og ætli ég reyni ekki að finna mér frídaga til að vera með strákunum.“ Það er nóg að gera hjá Guð- jóni á öllum vígstöðvum. Auk hinnar hefðbundnu vinnu er hann stjórnarformaður hjá Strætó bs., stjórnarformaður Vinnueftirlitsins og formaður úrskurðanefndar um viðskipti við fjármálafyritæki. „Svo hef ég verið á kafi í Framsóknar- flokknum í á annan áratug, lét plata mig í stjórn knattspyrnu- deildar Vals og er í stjórn hjá ýmsum smærri fyrirtækjum,“ segir Guðjón Ólafur. Guðjón Ólafur gerir svolítið af því að fara í kvikmyndahús með yngri drengi sínum og finnst það ágætis samverustund. „Svo reyni ég að fara í gönguferðir með fjöl- skyldunni, þá aðallega um nýja hverfið í Grafarholtinu. Það er gaman að fylgjast með uppbygg- ingunni þar.“ Þegar færi gefst á reynir Guð- jón að vera mjúki maðurinn og fara með fjölskyldunni í lengri ferðalög til að heimsækja ætt- menni sín og konu sinnar á Egils- stöðum og Dalvík. „En það vill nú verða lítill tími til að sinna sjálfum sér og fjöl- skyldunni. Það er hins vegar ágætis afslöppun að gleyma sér yfir góðum fótboltaleik,“ segir Guðjón Ólafur. ■ Frídagurinn GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON ■ Er með mörg járn í eldinum en reynir að komast í bíó og gleyma sér yfir fótboltaleik. Þessi kona brosir við Íslandi í dag. Hver er hún? Fréttiraf fólki Á kafi í vinnu Hæstaréttarlögmaðurinn Harald-ur Blöndal greindist með lungnakrabbamein í desember og tók þeim ótíðindum af æðruleysi. Hann ræðir sjúkdóminn í DV í gær og segir meðal annars að þetta sé „ekkert stórmál og ég er ekkert hræddur við að deyja. Það deyja allir einhverntíma. Bara spurning hvenær.“ Haraldur hefur sett svip á borgarlífið árum saman og hefur oft látið til sín taka með greinar- skrifum í blöð og þar fer yfirleitt ekki milli mála að hann bindur ekki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðarmennirnir. Hann fullyrðir í DV að hann geti ekki kennt reyk- ingum um lungnakrabbann þar sem hann hafi hætt að reykja fyrir 30 árum. Hann reykir þó enn alltaf eins og strompur á reyklausa deg- inum. Áspjallþræðinum Malefnin.comhefur safnast saman einkenni- lega samansettur hópur kverúlanta sem þvælir fram og til baka, af mislítilli þekk- ingu, um hin ólík- legustu þjóðfé- lagsmál í skjóli nafnleyndar. Björn Bjarnason og fleiri sóma- kærir netverjar hafa megnustu skömm á sam- kundunni og senda henni stundum kaldar kveðjur. Guðmundur Jón Sigurðsson sendir málverjunum kaldar kveðjur í lesendahorni DV á laugardaginn þar sem hann varar við vefnum þar sem hver „rógber- inn af öðrum læðist þar um þræði og varpar fýlubombum í garð nafn- greindra fyrirtækja og einstak- linga.“ Ekki stendur á viðbrögðum málverja en helstu dugnaðarfork- arnir þeim megin brugðust við sneiðinni strax fyrir hádegi í gær. „Þetta er að vísu lesendabréf. En hvort blaðið hafi sjálft gert þetta bréf veit maður ei,“ segir málverj- inn vísir en umræðan rennur síðan út í þras um birtingu klámmynda á vefnum. Það er að vísu í takt við daglega umræðu málverjanna sem geta iðulega ekki haldið sig við eitt tiltekið málefni lengi áður en um- ræðan fer út í móa. Fréttir þess efnis að Sjár einnværi að hafa útsendingarréttinn á enska boltanum af Sýn, með yfir- boði, vöktu að vonum athygli en málið er þó síður en svo til lykta leitt. Sagan segir að Sigurður G. Guðjónsson, for- stjóri Norður- ljósa, hafi flogið til London á föstu- dagsmorguninn ásamt fleirum í þeim tilgangi að tryggja Sýn bolt- ann og því er talið öruggt að hann hafi verið með fjárveitingu frá eig- endum fyrirtækisins upp á vasann og muni freista þess að toppa 224 milljóna boð Skjásins í boltann. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Erlendur Indriðason Þórey Vilhjálmsdóttir Katrín Jakobsdóttir Náðhúsið 2004 er ný bók semkemur frá Vöku-Helgafelli í viku bókarinnar í lok apríl. Rit- stjóri hennar er Gústav S. Berg sem segir í inngangi bókarinnar að til séu þeir sem líti á salernið sem einskæran vettvang fyrir los- un og aðra þrifnaðariðju líkamans sem skuli ljúka sem allra fyrst og skunda svo til brýnni starfa. Þessu sé hann ekki allskostar sammála því salernið sé griðar- staður þar sem stundin er þín. „Sé rétt að málum staðið getur vel heppnuð dvöl á salerninu ver- ið manni þrotlaus uppspretta fróðleiks og skemmtunar svo að stundin flýgur hratt við leik og störf á meðan líkaminn sinnir sínu.“ Þannig kom til hugmyndin að bókinni sem inniheldur alls kyns upplýsingar sem lítil eða engin not eru fyrir, nema til skemmtunar. Hugmyndin var að Gústav yrði ekki einungis ritstjóri bókarinnar, heldur myndi hann einnig skrifa hana. „Hann var með allt niður um sig,“ segir Sigurður Svavars- son útgáfustjóri Eddu. „Því þurft- um við nokkur að draga hann að landi. En hann náði samt að skrifa formálann.“ Höfundar bókarinnar eru því í raun nokkrir útgáfustjór- ar, ritstjórar og annað innanhús- fólk hjá Eddu útgáfu. Þar var einn ritstjóri, Bjarni Guðmarsson, sem hafði alla þræði í hendi sér og var í nánu samstarfi við Gústav. Þar sem Edda hefur nokkrar útgáfur á sínum vegum var ákveðið að halda innanhúsútboð til að ákveða hver skyldi hreppa hnossið til útgáfu og var það Vaka Helgafell sem varð hlutskörpust. „Vaka-Helgafell náði að sigra með dýrðlegri gulrótarköku sem út- gáfustjórinn Dröfn Þórisdóttir náði að útvega,“ upplýsir Sigurður. svanborg@frettabladid.is Fróðleikur sóttur á Náðhúsið Náðhúsið ■ VAKA-HELGAFELL gefur út bók stútfulla af gagnslausum fróðleik í apríl. Bókin þykir heppilegust til lesturs á salerninu.HVAÐ VARÐ UM ÆSKUHETJURNAR? Tinni (75) er löngu hættur öll- um spæjarastörfum og sestur í helgan stein í dvalarheimili aldraðra leynilögreglumanna í Perú. Hann mænir oft til tungls- ins og syrgir að hafa aldrei komist þangað nema einu sinni. Grafar vinar síns Tobba vitjar hann reglulega. Jón Oddur og Jón Bjarni eru þrítugir í ár. Töluverður kvíði er fyrir afmælisdeginum hjá fjöl- skyldunni enda muna allir hvernig húsið var útlítandi eftir tvítugsafmælið. Þó má ætla að hátíðahöldin verði rólegri í ár enda er Jón Bjarni ráðsettur þriggja barna faðir í Grafarvogi (þar af einir tvíburar) og Jón Bjarni býr með sínum fimm börnum (þar af tvennum tvíbur- um) á Selfossi. ALÞINGISMENNIRNIR OKKAR Flestir þingmenn hafa borið nöfn sem byrja á bókstafnum S (136). Aðeins einn þingmaður hefur borið nafn sem byrjar á bók- stafnum N. Enginn þingmaður hefur fram til þessa borið nafn sem byrjar á stöfunum Ú, Y, Ý eða Æ. KYNLÍFINU SETTAR SKORÐUR Svínum er óheimilt að eðla sig á yfirráðasvæði flugvalla (Texas). Hóteleigendum ber að láta alla gesti hafa hreinan, hvítan nátt- serk og gestum er óheimilt að njóta ásta nema þeir klæðist serknum (Nebraska). VISSIR ÞÚ UM HEIMINN? Það er ekki hægt að sleikja á sér olnbogann. Hægra lungað tekur til sín meira af lofti en það vinstra. Það eru meira en helmingslíkur á að þú hafir reynt að sleikja á þér olnbogann. DRÖFN ÞÓRISDÓTTIR, KRISTJÁN B. JÓNASSON, PÉTUR ÁSTVALDSSON, BJARNI GUÐMARSSON, SVALA ÞORMÓÐSDÓTTIR, GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON, ODD- NÝ JÓNSDÓTTIR, ÓLÖF ELDJÁRN, SIGURÐUR SVAVARSSON OG SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÓTTIR. Hluti þess hóps sem dró Gústav S. Berg að landi þegar kom í ljós að hann var með allt niður um sig. GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON Framsóknarmaðurinn fær fáa frídaga sökum anna í vinnu. (Þórey Vilhjálmsdóttir) FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.