Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 47
47SUNNUDAGUR 14. mars 2004 Imbakassinn Ég sá hann hérna úti á palli ogsetti glas yfir hann,“ segir Sig- ríður Kristinsdóttir sem varð held- ur betur hissa þegar hún kom auga á geitung á veröndinni við hús sitt í Kópavogi í gærmorgun. „Hann virtist þreyttur og ekki líklegur til stórræða. Það var eng- inn árásarhugur í honum og lítil sjálfsbjargarviðleitni. Ég veit ekki hvort þeir eru fleiri á ferli en það er svo leiðinlegt veður að ég nenni ekki að fara út að gá eftir þeim.“ „Það er ekkert óeðlilegt að geitungarnir fari að láta sjá sig svona einn og einn,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Þegar það er svona hlýtt í veðri vakna þeir fyrr, en þessar flugur sem birtast svona snemma eru þó undantekningar og eru alger slytti og ekki til stórræða.“ Erling segir að það sé svo ekki fyrr en um miðjan maí sem geitung- arnir hellist yfir okkur. „Það er eins og þetta gerist á einum degi, að ýtt sé á hnapp og allt fari af stað. Það sama gildir um stóru hunangsflug- urnar og ég kalla þennan dag upp- stigningardag geitunganna.“ Erling segir að dýrin sem láti sjá sig svona snemma séu drottningar sem hafa vaknað af vetrardvala. „Þessar sem koma svona snemma hafa venjulega búið vel um sig, yfir- leitt í þökum eða húsveggjum þar sem aldrei verður alkalt og þá sofa þær ekki eins fast.“ ■ ERLING ÓLAFSSON Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un segir að þau dýr sem mæti til leiks í mars hafi búið vel um sig fyrir veturinn og sofi laust. Geitungadrottningarnar rumska GeitungarERLING ÓLAFSSON ■ Skordýrafræðingur segir ekkert óeðli- legt við það að geitungar fari að láta á sér kræla. Einum skaut upp kollinum í Kópavogi í gær. GEITUNGUR Þeir mæta í stórum stíl upp úr miðjum maí en einn slíkur dvelur nú undir glasi á verönd í Kópavoginum. Gagnrýnendur í Bandaríkjun-um hafa farið mjög lofsam- legum orðum upp á síðkastið um Höll minninganna eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson. Nú síðast segir Mickey Pe- arlman í dagblaðinu Boston Glo- be að Ólafur Jóhann sé „geysi- lega hæfileikaríkur“ rithöfund- ur sem hafi hér „skrifað ógleymanlega skáldsögu“. Nýlega sagði svo Beth Kephart í Chicago Tribune ein- faldlega að svona ætti að skrifa bækur. „Höll minninganna er ósvikið listaverk,“ bætir gagnrýnand- inn við, „svo áhrifamikið, svo út- hugsað, svo snilldarlega skrifað og byggt upp að þú tryðir aldrei öllum þeim lýsingarorðum sem ég vildi hengja á söguna.“ Þessir dómar eru ekkert eins- dæmi, því áður hafði sagt í The New York Times að Höll minn- inganna væri „eftirminnileg saga um harm og von”. Þá ritaði gagnrýnandi Los Angeles Times í umsögn sinni að þar sem Ólafur Jóhann Ólafs- son sé annars vegar sé lesand- inn í höndum leikbrúðumeistara sem togi miskunnarlaust í strengi minninga, þráa og ör- laga, jafnvel þegar orðin flæði rólega og af ástríðu fram úr pennanum. Niðurstaða hans var sú að Höll minninganna sé „ákaflega minnisstæð“ skáld- saga. Auk Bandaríkjanna hefur Höll minninganna komið út á Ítalíu og er auk þess væntanleg í Hollandi. Þá var Ólafur Jóhann að ganga frá samningum við hið virta bókafor- lag Faber & Faber í Bretlandi um útgáfu á bókinni en meðal höf- unda á útgáfulista þess forlags eru Kazuo Ishiguro, Milan Kund- era, Paul Auster og DBC Pierre sem hlaut hin virtu Booker-verð- laun fyrir skemmstu. ■ „Svona á að skrifa bækur“ Bækur HÖLL MINNINGANNA ■ „Ósvikið listaverk“ og „ógleymanleg skáldsaga“ er meðal þeirra áköfu lofs- orða sem bandarískir gagnrýnendur hafa borið á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar upp á síðkastið. RITHÖFUNDURINN ÁSAMT FJÖLSKYLDU SINNI Bók Ólafs hefur hlotið geysilega góðar viðtökur úti í Bandaríkjunum. Þetta VIRKAR kannski frekar ósannfærandi, en hafðu í huga að þessi tækni hefur verið stund- uð í Kína alveg frá því á... tja... síðasta þriðjudag eftir hádegi!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.