Fréttablaðið - 15.03.2004, Page 1

Fréttablaðið - 15.03.2004, Page 1
● hættur að koma fram Luciano Pavarotti: ▲ SÍÐA 26 Kveður óperuna MADRID, AP Kjósendur á Spáni refsuðu hægri stjórn landsins í þingkosningunum í gær. Lýðflokk- urinn, sem hefur setið einn við stjórnvölinn, missti verulegt fylgi. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin hafði Lýðflokkurinn hlotið 148 þingsæti en Sósía- listaflokkurinn, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafði fengið 164 þingsæti. Í síðustu kosningum árið 2000 hlaut Lýðflokkurinn 183 þingsæti en Sósíalistar 125, þannig að hlut- föllin hafa heldur betur snúist við. Til þess að fá hreinan meiri- hluta á þinginu þarf stjórnmála- flokkur að fá 176 þingsæti, þannig að svo virðist sem mynda þurfi samsteypustjórn nú að loknum kosningum. Kosningarnar voru haldnar í skugga sprengjuárásanna í Madríd á fimmtudaginn var, þar sem 200 manns fórust og 1500 særðust. Fyrir kosningarnar höfðu allar skoðana- kannanir bent til þess að Lýðflokk- urinn myndi vinna yfirburðasigur. Eftir handtöku fimm manna, sem taldir eru tengjast samtökum herskárra múslima, daginn fyrir kosningar virðast margir kjósend- ur hafa komist að þeirri niður- stöðu að ríkisstjórn Spánar beri þá sök að hafa ögrað múslimum með þátttöku sinni í stríði Banda- ríkjanna og fleiri ríkja gegn Írak. Mikill meirihluti Spánverja var andvígur þátttöku í stríðinu, þótt stjórnvöld hafi staðið þétt við bak- ið á Bandaríkjamönnum. Kjósendur virðast hafa styrkst enn frekar í þessari af- stöðu í gær eftir að myndband kom fram, þar sem fullyrt er að al-Kaída samtökin beri ábyrgð á árásunum í Madríd. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR MINNINGABÓK VEGNA HRYÐJUVERKANNA Í MADRÍD Í dag gefst fólki kostur á að rita nafn sitt í minningabók um fórnarlömb hryðjuverka- árásarinnar í Madríd. Minningabókin verður á skrifstofu ræðismanns Spánar, Þorgeirs Baldurssonar, milli klukkan 11 og 13. Spænska ræðismannsskrifstofan er til húsa í prentsmiðjunni Odda Höfðabakka 3-7. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJARTVIÐRI í Reykjavík og vestantil á landinu. Úrkoma austlantil og þar hreyfir eitthvað vind. Gæti dropað víða síðdegis. Milt. Sjá síðu 6. 15. mars 2004 – 74. tölublað – 4. árgangur ● leið eins og skólastelpu Jóhann Ingi Stefánsson: ▲ SÍÐA 30 Hitti Schwarz- enegger Magnús Geir Þórðarson: ▲ SÍÐA 18 Byggir upp leikhús HRYÐJUVERKIN Á SPÁNI Al-Kaída lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásunum í Ma- dríd. Lögreglan á Spáni treystir sér ekki til að fullyrða að myndbandið sé ófalsað. Þjóðverjar vilja kalla saman neyðarfund í Evrópusambandinu. Sjá síðu 2 DRÁTTURINN HAFINN Norski drátt- arbáturinn Normann Mariner byrjaði í gær- kvöldi að draga Þorstein Baldvinsson EA af strandstað í Meðallandsfjöru. Áður var 100 tonnum af vatni og sjó dælt úr skipinu og til stóð að losa loðnu úr skipinu. Sjá síðu 4 FRELSIÐ SKERT Félagsmálaráðherra segir ekki útilokað að setja þurfi laga- ramma til að þrengja að íslensku viðskipta- lífi. Ríkisstjórninni beri skylda til að sjá til þess að þróunin sé sem best fyrir land og þjóð. Sjá síðu 6 EVRÓPUSAMBANDIÐ Naumur meiri- hluti vill ESB aðild en flestir vilja kanna málið í aðildarviðræðum. Áhugi á evrunni er lítill hjá almenningi en mikill hjá fyrir- tækjum. Langflestir telja EES samninginn hafa verið til góðs. Sjá síðu 8 MOSKVA, AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, vann yfirburðasigur í forsetakosningunum þar í landi í gær. Þegar talinn hafði verið helmingur atkvæða hafði Pútín hlotið 69,3 prósent þeirra. Kosningaþátttakan fór vel yfir þau 50 prósent sem þurfti til að kosningarnar teldust gildar. Þegar 90 mínútur voru eftir þangað til kjörstöðum var lokað tilkynntu kjörstjórar að 61 prósent kosninga- bærra manna væru búnir að greiða atkvæði. „Ég kaus Pútín vegna þess að hann sigrar hvort sem er og hver væri þá tilgangurinn með því að kjósa einhvern annan?“ sagði Jelena Tsjebakova, rúmlega þrítugur endurskoðandi í Moskvu þar sem hún var mætt á kjörstað snemma dags í gær. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa áhyggjur af því hvernig fram- kvæmd forsetakosninganna í Rúss- landi væri háttað. Hann hvatti rússnesk stjórnvöld til þess að „standa sig betur“ svo lýðræðið gæti virkað eins og til er ætlast. Meira en 500 erlendir eftirlits- menn fylgdust með kosningunum, þar á meðal fulltrúar frá Evrópu- ráðinu og Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu. Nokkrir frambjóð- endur stjórnarandstöðunnar létu einnig eigin eftirlitsmenn fylgjast með framkvæmd kosninganna. ■ Hægri stjórnin á Spáni fallin Hægri stjórnin á Spáni missti þingmeirihluta sinn í gær. Tengsl her- skárra múslima við sprengjuárásirnar í Madríd virðast hafa haft af- gerandi áhrif á afstöðu kjósenda. Forsetakosningar í Rússlandi: Pútín situr áfram MANEZH BRENNUR Sýningarbyggingin Manezh í Moskvu brann í gærkvöldi stuttu eftir að forsetakosning- unum í Rússlandi lauk. Eldur á Rauða torginu: Sögufræg bygging brann AP, MOSKVA Alvarlegur eldur braust út á sunnudagskvöldið í sýningarsal við Rauða torgið nokkrum mínútum eftir að öllum kjörstöðum fyrir for- setakosningarnar í Rússlandi var lokað. Yfirvöld í Moskvu sögðu að eld- urinn væri á fimmta stigi, sem er al- varlegasti flokkurinn. Tveir slökkviliðsmenn dóu þegar þak hrundi ofan á þá. Byggingin sem kviknaði í er frá 18. öld og er kölluð Manezh. Hún hefur verið notuð sem æfingahöll fyrir reiðkappa og er í nokkurra metra fjarlægð frá Kreml. Bygg- ingin hefur mikið sögulegt gildi og er notuð fyrir sýningar og við- skiptasamkomur. Talið er að skammhlaup í raf- magni hafi valdið brunanum. ■ ● skipulag við Mýrargötu ● klósetttískan ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Karmískur sófi og skyrtuveggfóður Margrét Lóa Jónsdóttir: Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ● nýráðinn til Akureyrar Aristide til Jamaíka HAÍTÍ Jean-Bertrande Aristide, fyrr- verandi forseti á Haítí, er á leiðinni til Jamaíka þar sem hann verður í nokkrar vikur áður en hann fær varanlegt hæli annars staðar, hugs- anlega í Suður-Afríku. Fyrir tveimur vikum fór Aristide frá Haítí til Mið-Afríkulýð- veldisins, eftir að uppreisnarmenn höfðu steypt honum af stóli. Þar kom til hans í gær nefnd banda- rískra og jamaískra embættis- manna, sem eiga að fylgja honum til Jamaíka. Fljúga átti af stað seint í gær- kvöldi. ■ GREIÐIR ATKVÆÐI Þessi rússneska kona greiddi atkvæði á kjörstað í þorpinu Bolsjoje Ufimje, vestan til í Rússlandi. Úrslitin komu fáum á óvart. TAUGIN DREGIN Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til að draga taugina sem notuð var til að draga Baldvin Þorsteinsson EA í gærkvöld. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær miðaði björguninni vel og hafði skipið færst um tvær skipslengdir í átt til sjávar. Sjá nánar bls. 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.