Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 2
2 15. mars 2004 MÁNUDAGUR „Alveg fullt af fánýtum fróðleik.“ Sigurður Svavarsson er útgáfustjóri Eddu útgáfu en félagið gaf nýverið út bók sem er sögð einkar heppileg til aflestrar á náðhúsinu. Spurningdagsins Sigurður, hvað þarf maður að eiga í bókahillunni á salerninu? FRANKFURT, AP Lögreglan á Spáni grandskoðaði í gær myndband, þar sem því er lýst yfir að al- Kaída beri ábyrgð á hryðjuverk- unum í Madríd á fimmtudaginn, þar sem 200 manns fórust og 1500 manns særðust. Lögreglan treysti sér ekki til að fullyrða hvort myndbandið væri raunverulega frá al-Kaída, eða hvort það væri falsað. „Við lýsum yfir ábyrgð okkar á því sem gerðist í Madrid nákvæm- lega tveimur og hálfu ári eftir árásirnar á New York og Was- hington,“ sagði maður á mynd- bandinu sem sagðist vera talsmað- ur al-Kaída í Evrópu. Hann sagðist heita Abu Dujan al-Afgani. „Þetta er svar við samstarfi ykkar með glæpamönnunum Bush og bandamönnum hans,“ sagði hann ennfremur. „Þetta er svar við þeim glæpum sem þið hafið valdið í heiminum, einkum í Írak og Afganistan, og það verður meira, ef Guð lofar.“ Víða í Evrópu heyrðust raddir um að efla þurfi öryggismál í kjöl- far sprengjuárásanna í Madrid, ekki síst ef satt reynist að her- ská- ir múslimar beri ábyrgð á þeim. „Við þurfum að fá skýrar og ít- arlegar upplýsingar um bakgrunn þessara árása,“ sagði Otto Schily, innanríkisráðherra Þýskalands. „Ennfremur þurfum við að sam- hæfa það hvernig við berjumst gegn þessu.“ Hann krafðist þess að Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, sem nú fer með formennsku í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, kalli saman fund innan- ríkisráðherra allra Evrópusam- bandsríkjanna „eins fljótt og mögulegt er - strax í næstu viku ef hægt er.“ Schily sagðist sannfærður um að taka yrði þessa þróun mjög al- varlega og að hún leiddi til þess að gera yrði nýtt mat á öryggismál- um fyrir alla Evrópu. Spánverjum sjálfum óar einnig við tilhugsuninni um að nýr óvin- ur sé kominn til sögunnar, að her- skáir múslimar séu farnir að beina spjótum sínum að Spáni í viðbót við aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA, sem borið hefur ábyrgð á fjölmörgum hryðjuverk- um á Spáni undanfarna áratugi. „Þetta er hræðilegra. Þetta er blóðugra, ofsafengið og órökrétt,“ sagði Maribel Iglesias, 35 ára skrifstofustjóri, sem var á leið til að kjósa í þingkosningunum á Spáni í gær. ■ MADRID, RABAT, AP Á miðvikudags- kvöldið, kvöldið fyrir verstu hryðjuverk sem framin hafa verið á Spáni, skemmti sér einn Marokkómannanna þriggja, sem handteknir voru á laugardaginn, við uppáhaldsiðju margra Spán- verja: Hann var að horfa á fót- bolta ásamt vinum sínum. Nú situr Mohamed Bekkali í fangelsi grunaður um að hafa út- vegað sprengjumönnunum í Madríd gsm-síma, sem notaðir voru til þess að koma af stað sprengingunum á fimmtudaginn, sem urðu 200 manns að bana og særðu 1500 manns að auki. Vinir Marokkómannanna þriggja, sem bjuggu í sama hverfi og þeir, segja þá hins vegar al- saklausa. „Það á ekki að setja fólk í fang- elsi fyrir að selja gsm-síma. Þeir eru duglegir verkamenn,“ sagði Karim, einn nágrannanna. „Það er ekki nokkur leið fyrir þá að hjálpa stjórnvöldum.“ Tveir hinna handteknu, Bekkali og Jamal Zougam, störf- uðu í litlu símafyrirtæki, sem nú hefur verið lokað. Ekki voru haldnar skrár yfir kaupendur síma í þessari verslun. Nágrannar þeirra, sem margir eru af arabískum uppruna, segj- ast nú óttast um sinn hag á Spáni. Stjórnvöld draga hins vegar upp mun dekkri mynd af hinum handteknu. Dómarinn Baltazar Garzon segir einn þeirra, Zougam, vera grunaðan um tengsl við herskáa múslima. Zougam hafði verið undir eftir- liti í Marokkó af þessum sökum, en þó ekki verið ákærður. Hinir tveir eru ekki á sakaskrá. ■ NÆSTI STJÓRNARFORMAÐUR BURÐARÁSS Reiknað er með að Björgólfur Thor Björg- ólfsson verði formaður stjórnar Burðaráss næsta föstudag. Nafni Eimskipafélagsins verður breytt í Burðarás. Eimskipafélag Íslands: Björgólfur í stólinn ATHAFNALÍF Ráðandi hluthafar í Eimskipi hafa lagt fram tillögu um skipan stjórnar félagsins fyrir aðalfund á föstudaginn. Lagt er til að Björgólfur Thor Björgólfsson einn eigenda Samsonar taki sæti í stjórninni og er fastlega gert ráð fyrir að hann verði stjórnarfor- maður félagsins, sem þá mun heita Burðarás hf. Eini maðurinn sem gefur kost á sér til áframhaldandi setu er Þór Kristjánsson en stærstu hluthafar hafa einnig leitað til Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, Sig- urjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, og Þórunnar Guð- mundsdóttur, hæstaréttarlög- manns. Þá hefur Jóhann Páll Sím- onarson einnig gefið kost á sér til stjórnarsetu en útilokað má telja að hann nái kjöri gegn þeim fimm sem ráðandi hluthafar leggja til að taki sæti í stjórninni. Enn hefur ekki verið tekin end- anleg ákvörðun um hvenær flutn- ingastarfsemin verði skilin frá Burðarási en telja má að manna- valið í stjórn Burðaráss bendi til þess að vilji sé til að auka útrásar- starfsemi félagsins. ■ FISKVEIÐAR „Það er mjög lítið um að vera eins og er og lítill afli,“ sagði Svanur Gunnsteinsson, stýrimað- ur á Faxa RE, á loðnumiðunum í gær en þá var fjöldi báta milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. „Það er lokabragur á þessu,“ sagði Svanur en ekki er talið líklegt að hægt verði að veiða upp í kvótann áður en vertíðinni lýkur. Á laugardag fengu mörg loðnu- skip ágætan afla en lítið var um landanir dagana þar á undan vegna brælu. Rúmlega 200 þús- und tonn eru enn óveidd af út- gefnum kvóta. „Það hefur ekkert gengið,“ seg- ir Oddgeir Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni EA. „Þetta lítur ekki vel út og það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi að verða búið. En við erum ekki alveg búnir að gefast upp. Það er hins vegar alveg von- laust að ná kvótanum, þessi fimm daga bræla fór alveg með það.“ Ægir Páll Friðbertsson, hjá Ís- félagi Vestmannaeyja, segir fé- lagið eiga eftir um 25 þúsund tonn af sínum kvóta. „Það þýðir náttúrulega verulegt tekjutap ef þetta næst ekki. Við byrjuðum ekki að veiða fyrr en í febrúar vegna óvissu um kvótaúthlutun. Síðan setti þessi bræla í síðustu viku verulegt strik í reikninginn, en við ráðum ekki við náttúruöfl- in. Það sem skiptir mestu máli núna er hversu lengi veiðin stend- ur.“ ■ Lokabragur á loðnuvertíð: Lítið um að vera á miðunum NÁ EKKI AÐ VEIÐA UPP Í KVÓTANN Svanur Gunnsteinsson á Faxa RE segir ólíklegt að loðnukvótinn klárist. Veiðarnar töfðust mjög vegna óvenjulega slæms veðurs í marga daga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N I N G I Á R N AS O N Rannsókn lögreglu beinist að al-Kaída Al -Kaída lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásunum í Madríd. Lögreglan á Spáni treystir sér ekki til að fullyrða að myndbandið sé ófalsað. Þjóðverjar vilja kalla saman neyðarfund í Evrópusam- bandinu. KOSIÐ Í SKUGGA HRYÐJUVERKA „Ekki stríð“ stendur aftan á skyrtubol þessarar ungu konu, sem var að reyna að finna nafnið sitt á lista á kjörstað í Madrid í gær. AP /D EN IS D O YL E ÞARNA UNNU ÞEIR Þessi drengur gengur framhjá símaverslun- inni í Madríd þar sem tveir hinna hand- teknu Marokkómanna störfuðu. Nágrannar þeirra segja þá saklausa. Marokkómennirnir þrír sem grunaðir eru um hryðjuverkin í Madríd: Saklausir að sögn nágranna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.