Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 7
6 15. mars 2004 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hver er yfirmaður íþróttadeildarRÚV? 2Hver er formaður UNICEF á Ís-landi? 3Hver er markvörður kvennalandsliðsÍslands í Knattspyrnu? Svörin eru á bls. 22 Tetra Ísland: Bíður eftir svari frá ráðuneyti TETRA ÍSLAND Þorleifur Finnsson, stjórnarformaður Tetra Íslands, segir að einungis eigi eftir að fá svar frá dómsmálaráðuneytinu um áframhaldandi samstarf um rekst- ur tetra-kerfis áður en hægt verði að ganga frá fjárhagslegri endur- skipulagningu félagsins. Yfirlýsing frá dómsmálaráðu- neytinu um áframhaldandi kaup á þjónustu félagsins er forsenda þeirra samninga sem gerðir hafa verið við lánadrottna og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þeir samningar fela í sér veru- lega skuldaniðurfellingu og um- breytingu skulda í hlutabréf hjá tveimur stærstu hluthöfunum ásamt því að allt núverandi hlutafé verði afskrifað. Þorleifur segir að allir kröfu- hafar hafi gefið jákvæð svör um samninga um kröfur en gert er ráð fyrir að flestir þeirra felli niður 60% af kröfum sínum gagnvart Tetra Íslandi. Þorleifur segir að stjórnendur félagsins séu vongóðir um að ekki komi til þess að leita þurfi nauða- samninga eins og stjórnin hefur þó heimilað. ■ Alþjóðavæðingin á sínar skuggahliðar Félagsmálaráðherra segir ekki útilokað að setja þurfi lagaramma til að þrengja að íslensku við- skiptalífi. Ríkisstjórninni beri skylda til að sjá til þess að þróunin sé sem best fyrir land og þjóð. Alþjóðavæðingin hefur of fáa kosti, segir í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. STJÓRNMÁL „Efasemdir fara vax- andi um það í hvaða átt alþjóða- væðingin stefni,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra og vísar þar til nýrrar skýrslu Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf um alþjóðavæðingu. Að sögn Árna kemur fram í skýrslunni að kostir alþjóðavæð- ingar séu of fjarlægir fyrir of marga og samtímis feli hún í sér raunverulegar hættur. Auk þess sé í skýrslunni sett spurninga- merki við framtíð frjálsra og hindrunarlausra viðskipta. „Við höfum séð að viðskipta- lífið hefur verið að þróast með ákveðnum hætti hér á landi á u n d a n f ö r n u m misserum og finnst mér full ástæða til þess að við höldum vöku okkar, bæði þeir sem starfa að stjórn- málum og þeir sem eru í viðskiptum,“ sagði Árni. „Þótt ég sé mikil fylgismaður frjálsra viðskipta finnst mér ekki sama hvernig farið er með það frelsi. Það er ekki tilviljun að nú þegar eru starfandi tvær nefndir á vegum stjórnvalda, önnur á að fjalla um eignarhald á fjölmiðlum og hin er að fara yfir eignatengsl í atvinnulífinu með tilliti til hluta- félagalaga en þar verður einnig horft til hringamyndunar í við- skiptalífinu,“ segir hann. Aðspurður um hvort stefnt sé að lagasetningu sem þrengja muni að íslensku viðskiptalífi sagði hann það ekki útilokað. „Þessi ríkisstjórn hefur auðvit- að stuðlað að þessu aukna frelsi í viðskiptum en það er ekki sama hvernig farið er með það frelsi. Ef okkur finnst þróunin í viðskipta- lífinu ekki í þá átt sem best er fyr- ir land og þjóð er það ekki síður skylda okkar að koma því á rétta braut en að hafa opnað fyrir þetta á sínum tíma.“ segir hann. Í ræðu sinni á Iðnþingi á föstu- daginn gagnrýndi hann starfsemi íslensku viðskiptabankanna og sagði það umhugsunarefni að þjónustustofnanir á sviði fjár- mála séu nú orðnir virkir gerend- ur á fyrirtækjamarkaði. Einnig benti hann á að verslun- ar- og þjónustufyrirtæki hefðu á sama tíma stækkað gífurlega. „Völd þeirra gagnvart smærri fyrirtækjum, ekki síst smærri framleiðslufyrirtækjum, eru mik- il. Þræðirnir liggja svo víða að helst minnir á vef risavaxinnar kóngulóar. Þessi stórfyrirtæki geta í mörgum tilvikum ráðið því hverjir fái lifað og hverjir skuli deyja,“ sagði Árni. sda@frettabladid.is Auðlindaráðherra: Rannsókn á úthlutunum MOSKVA, AP Nýskipaður auðlinda- ráðherra Rússlands, Yuri Trutnev, hyggst láta rannsaka úthlutun leyfa til olíuborunar sem forveri hans í starfi veitti síðustu dagana áður en hann lét af störfum. Vitaly Artyukhov, sem lét af starfi í síðustu viku, hafði lengi sætt ásökunum um spillingu í starfi. Þeim ásökunum lauk ekki þó hann léti af störfum því fljótlega bárust fréttir af því að síðasta mánuðinn áður en hann lét af störfum hefði hann úthlutað 54 olíuborunarleyf- um, þar af 45 síðustu þrjá dagana. Mörg þeirra fóru til félaga sem tengdust syni ráðherrans. ■ FJARSKIPTAMIÐSTÖÐ Í SKÓGARHLÍÐ Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæð- inu og víðar hafa tekið upp tetra staðalinn í fjarskiptum. Tetra Ísland sér um rekstur kerfisins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Íbúaþing í Súðavík: Enginn vilji til sam- einingar SVEITARSTJÓRNARMÁL Um 60 manns tóku þátt í fyrsta íbúaþinginu í Súðavík í gær, undir yfirskrift- inni „Til móts við nýja tíma“. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri segist ánægður með þátttökuna og þann áhuga sem íbúar sýna málefnum sveitarfélagsins. „Við fórum yfir það sem hefur áunn- ist á kjörtímabilinu og það sem framundan er, en við teljum mik- ilvægt að veita íbúum innsýn í það.“ Ómar segir að meðal ann- ars hafi komið sterklega fram að á þessari stundu sé enginn vilji til að sameinast öðrum sveitarfé- lögum. „Við teljum að við höfum ekkert að vinna og að eitthvað þyrfti þá að koma í staðinn. Ef hér kæmu til dæmis göng á milli Ísafjarðar og Súðavíkur væri komin forsenda fyrir samein- ingu, en fyrr ekki.“ ■ ÁRNI MAGNÚSSON „Þótt ég sé mikill fylgismaður frjálsra viðskipta finnst mér ekki sama hvernig farið er með það frelsi. Það er ekki tilviljun að nú þegar eru starfandi tvær nefndir á vegum stjórnvalda, önnur á að fjalla um eignarhald á fjölmiðlum og hin er að fara yfir eignatengslí atvinnulífinu með tillit til hlutafélagalaga en þar verður einnig horft til hringamyndunar í viðskiptalífinu.“ „Þótt ég sé mikil fylgis- maður frjál- sra viðskipta finnst mér ekki sama hvernig farið er með það frelsi.“ LÆKNING VIÐ SKALLA Vísinda- menn í Bandaríkjunum segjast geta látið hár vaxa á ný á sköll- óttum músum með því að græða í þær ákveðnar stofn- frumur. Þeir segja sömu aðferð væntanlega geta gert sköllótta menn hárprúða þegar fram líða stundir. SÖFNUÐIR HUNSA BISKUP Sex íhaldssamir söfnuðir í banda- rísku biskupakirkjunni fengu utanaðkomandi biskupa til þess að stjórna fermingarathöfn í Ohio í gær. Söfnuðirnir vilja með þessu mótmæla afstöðu yf- irstjórnar biskupakirkjunnar til samkynhneigðra í framhaldi af því að samkynhneigður prestur var kosinn biskup á síðasta ári. ■ Bandaríkin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.