Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 14
13MÁNUDAGUR 15. mars 2004 ASHDOD, AP Tveir Palestínumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp í hafn- arbænum Ashdod í Ísrael í gær. Auk þeirra tveggja fórust níu Ísraels- menn og 18 að auki særðust. Hafnarinnar í Ashdod er jafnan vandlega gætt af ísraelskum her- mönnum vegna hernaðarlegs mikil- vægis hennar. Þetta er í fyrsta sinn í átökum Palestínumanna og Ísraelsmanna undanfarin ár sem Palestínumenn ráðast á mannvirki sem eru hernað- arlega mikilvæg fyrir Ísrael. „Þeir fundu veikan blett og not- færðu sér það,“ sagði Josef Parit- sky, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels. „Höfn er eðli sínu samkvæmt mjög annasamur staður. Mikið af fólki er að koma og fara.“ Ísraelska lögreglan hélt því fram í gær að mennirnir tveir hefðu reynt að sprengja sig nálægt hættu- legum efnum til þess að skaðinn yrði meiri, en það hefði þeim ekki tekist. Sjálfsvígsmennirnir voru frá Gazasvæðinu. Bæði Hamas samtök- in og Al Aksa skæruliðasveitirnar lýstu yfir sameiginlegri ábyrgð á verknaðinum. ■ STJÓRNARSKRÁNNI MÓTMÆLT Sjíta-múslimar eru ósáttir við nýja bráða- birgðastjórnarskrá Íraks og efndu til fjöl- mennra mótmæla gegn henni í Bagdad í gær. Þar hvöttu þeir meðal annars til þess að foreldrar sendu börn sín ekki í skólann í dag. SÆRÐIR FLUTTIR Í SJÚKRABÍL Hjúkrunarfólk hafði nóg að starfa eftir sjálfsvígsárás í ísraelska hafnar- bænum Ashdod í gær. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndra: Rangt að taka þátt Hefndarverkin sem slík eruekki réttlætanleg út frá neinu sjónar- miði, hvort sem þau t e n g j a s t Í r a k s s t r í ð i eða öðru. Ég vil ítreka það að Frjáls- lyndi flokk- urinn taldi það mistök stjórnvalda að gerast beinir aðilar að stríðinu. Ís- lendingar gerðust þannig bein- ir þátttakendur í átökum milli þjóða. Það hefur verið grund- vallaratriði í stefnu stjórn- valda fram að þessu að taka ekki með neinum hætti þátt í hernaði. Þótt Íslendingar tækju ekki beinan þátt lýstum við yfir vilja fyrir því að þessi leið yrði farin. Ég vona innilega að þessi hryllilegu hryðjuverk verði ekki endurtekin einhvers staðar.“ ■ GUÐJÓN A. KRIST- JÁNSSON ELDUR Í HEYGEYMSLU Eldur kviknaði í heygeymslu á Hólms- heiði um fimmleytið í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sent á staðinn og voru slökkviliðsmenn rúma tvo tíma að slökkva. Skúrinn er ónýtur en vinnuskúr við hliðina á honum bjargaðist. INNBROT Í BÍLA Brotist var inn í tvo bíla í Reykjavík í gær. Að vanda voru það hljómflutnings- tæki sem þjófarnir sóttust eftir og höfðu þeir á brott með sér geislaspilara. ■ Lögreglufréttir Níu manns fórust í sjálfsvígsárás í Ísrael: Notfærðu sér veikleika

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.