Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 17
18 15. mars 2004 MÁNUDAGUR ■ Afmæli ■ Jarðarfarir ■ Andlát Hvað vildir þú heita ef... Það mun hafa verið fjórtándadag marsmánaðar sem Júlíus Sesar, keisari í Róm, var myrtur. Hann var stunginn til bana í öld- ungaþinginu í Róm 44 árum fyrir árið sem almennt er talið fæðing- arár Jesú Krists. Banamennirnir voru vinir hans, þeir Marcus Juni- us Brutus og Gaius Cassius Long- inus, ásamt 60 samsærismönnum. Júlíus var fæddur árið 100 fyr- ir Krist og ríkti sem keisari í fimm ár, frá árinu 49 til dauða- dags árið 44. Hann hugðist koma á miklum umbótum í ríkinu, og tókst að hrinda sumum þeirra í framkvæmd, eins og til dæmis júlíanska tímatalinu sem enn er í notkun um heim allan - með svolitlum endurbótum frá miðöld- um. Hann hugðist einnig stækka rómverska heimsveldið bæði til Mið-Evrópu og til austurs. Samsærismennirnir, sem myrtu keisarann, vonuðust til þess að morðið yrði til þess að endurreisa rómverska lýðveldis- fyrirkomulagið, sem hafði snúist upp í einræðisfyrirkomulag. Þeim varð þó ekki að ósk sinni, því at- burðurinn hratt af stað borgara- stríði sem endaði með því að lýð- veldið leið endanlega undir lok. ■ 13.30 Laufey Jakobsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður Grjótagötu 12, verður jarðsungin frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði. 13.30 Ragnheiður (Hædí) Jóhannes- dóttir, Hjallaseli 49, Reykjavík, verður jarðsungin frá Seljakirkju. 15.00 Gísli Magnús Guðmundsson út- varpsvirkjameistari, Efstalandi 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. 15.00 Vigdís Jónsdóttir, elli- og hjúkr- unarheimilinu Sólvangi, áður Austurgötu 7, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. Herkúles eða Che Guevara Ég myndi vilja heita Herkúles,“segir Eiríkur Bergmann Eiríks- son stjórnmálafræðingur. „Þetta er karlmannlegt og flott nafn og dálít- ið vígalegt. Það er líka fornt og flott og í þessu nafni eru strákslegir machostælar sem eru allt of mikið á undanhaldi og kominn tími til að endurlífga.“ En Eiríkur er ekki al- veg sannfærður sjálfur. „Líklega vel ég þetta nafn vegna þess að þetta er andstæðan við sjálfan mig. Til vara myndi ég vilja heita Che Guevara, vegna þess að ég er ný- kominn frá Kúbu.“ ■ Mér var boðið að taka að mérþetta starf sem mér finnst ofboðslega spennandi,“ segir Magnús Geir Þórðarson nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyr- ar til þriggja ára. „Það verður krefjandi starf að byggja upp fjöl- breytt og kraftmikið leikhús.“ Magnús nam leikstjórn við The Bristol Old Vic Theatre School og hefur MA-gráðu í leikhúsfræðum frá The University of Wales - Aberystwyth. Magnús hefur leik- stýrt fjölda leiksýninga eins og Eldað með Elvis, Stone Free og óperunum Poppea og Dídó og Ene- as. Auk þess var hann leikhús- stjóri Leikfélags Íslands um sex ára skeið. Hann segir skíðin verða með í för þegar hann mun taka við starfinu 1. apríl næstkomandi en tengsl hans við Akureyri séu vin- ir, kunningjar og fallegar skíða- brekkur. „Ég hef líka nokkrum sinnum unnið með Leikfélagi Akureyrar og átt með þeim gott samstarf.“ Mikið fjaðrafok var í kringum ráðningu síðasta leikhússtjóra, fjármálin og nú síðast varðandi leikdóm um síðustu uppsetningu leikhússins. „Það eru erfiðir tímar að baki og ýmislegt hefur gengið á á síðustu misserum. En nú hefur verið náð tökum á fjármálunum og húsið endurbyggt. Við erum því að endurskoða leiðir til að bjóða upp á gott leikhús og að það verði ný leiklist í nýju húsi. Á Akureyri er rík leikhúshefð og þar hafa margir leiksigrar verið unnir í gegnum tíðina. Því miður hafa leikhúsferðir til Akureyrar nánast lagst af, þó til séu einstaka dæmi.“ Magnús segir einnig að áhersla verði lögð á kraftmikil og fersk verk sem muni höfða til ungs fólks auk þess sem börnum og eldri leikhúsgestum verði einnig sinnt. „Ég vil sjá til þess að þarna verði á boðstólum frábær og spennandi verk sem verði eitt aðal aðdráttarafl bæjarins. Það er markmiðið að það sem við bjóðum upp á verði það spennandi að fólk langi til að koma norður til að fara í leikhús.“ ■ Tímamót MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON ■ Erfiðir tímar að baki en segir fram- tíðina bjarta FABIO Þessi fræga fyrirsæta er 43 ára í dag. 15. mars ■ Þetta gerðist 1493 Kristófer Kólumbus kemur aftur til Spánar eftir fyrstu ferð sína til Vesturheims. 1820 Maine verður 23. ríki Bandaríkj- anna. 1917 Nikulás II. Rússakeisari er neydd- ur til að afsala sér krúnunni. 1939 Þýski herinn ræðst inn í Tékkóslóvakíu. 1955 Fats Domino hljóðritar lag sitt „Ain’t That a Shame“. 1972 Kvikmyndin Guðfaðirinn eftir Francis Ford Coppola er frum- sýnd í Bandaríkjunum. 1989 Gorbatsjov, hæstráðandi Sovét- ríkjanna, segist vilja gera miklar endurbætur í landbúnaði.KEISARINN OG KAPPAR HANSKeisarinn í Róm var myrtur árið 44 fyrir Krist. Keisari myrtur í Róm JÚLÍUS SESAR ■ Júlíus keisari ríkti í Róm frá árinu 49 til ársins 44 fyrir upphaf tímatals okkar. Hann var 56 ára þegar hann var myrtur. 14. mars 44 f. Kr. Ný leiklist í nýtt húsGuðrún Kvaran, prófessor í íslensku, er83 áraÞorsteinn Ólafsson efnafræðingur er52 áraArna Schram, blaðamaður á Morgun- blaðinu, er 36 ára Baldur Trausti Hreinsson leikari er 37 ára Sigrún Grendal Jóhannesdóttir tónlist- arkennari er 34 ára Arnar Þór Viðarsson fótboltakappi er 26 ára Einar Skæringsson, Framnesvegi 28, Reykjavík, lést á elli- og sjúkra- heimilinu Grund miðvikudaginn 10. mars. Ingveldur Pétursdóttir, Skeljatanga 1, Reykjavík, andaðaðist á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 11. mars. Halldóra Margrét Jónsdóttir, elli- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður Bólstaðarhlíð 44, Reykjavík, lést fimmtudaginn 11. mars. Dóróthea Finnbogadóttir, Lindargötu 57, Reykjavík, lést á Landspítalan- um í Fossvogi mánudaginn 23. febrúar. MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON Vill leggja áherslu á ný og kraftmikil verk í Leikhúsi Akureyrar sem draga gesti í bæinn. Ég byrjaði bara á því að fiktamig áfram með ljósmyndir sem ég hafði tekið á ferðalögum mínum um heiminn,“ segir Soffía Gísla- dóttir myndlistarkona um verkin sem hún sýnir nú á Kaffi Sólon undir yfirskriftinni Hnattvæðing. Á sýningunni getur að líta samsett- ar ljósmyndir með íslensku lands- lagi en útlendu fólki. Fólkið á myndunum er einkennandi fyrir þann stað sem þau koma frá og þannig má sjá svartklædda gyð- inga með barðastóra hatta og slöngulokka fyrir framan Jökuls- árslón og kúbverska stúlku við Skógarfoss. „Það er alls ekki ólíklegt að einn daginn verði að finna arabískan bónda austur undir Eyjafjöllum,“ segir Soffía. „Hér á landi fer fjöl- þjóðasamfélagið sívaxandi.“ Soffía hefur flakkað mikið um heiminn og einnig í list sinni. Hún er menntuð í myndlist frá Listaháskóla Íslands þar sem hún sérhæfði sig í grafík. „Ég vinn þessar myndir að sumu leyti eins og grafíkverk, þar sem þetta snýst að miklu leyti um prentun. Tölvur hafa breytt vinnu- brögðum og oft óþarfi að rembast við gömlu aðferðirnar við að þrykk- ja. En eftir að ég prenta myndirnar þá lakka ég yfir þær svo þær líti út eins og málverk“. Þannig vinnur Soffía út frá hugmyndinni að góð ljósmynd sé eins og málverk og gott málverk sé eins og ljósmynd. ■ Arabískur bóndi undir Eyjafjöllum SOFFIA GÍSLADÓTTIR Fyrr á þessu ári var Soffía með sýninguna í Spitz Gallery í London. Hún segir að þótt sýningargestir hafi ekki þekkt íslenska landslagið, þá hafi þeir áttað sig á að fólk- ið á myndunum væri ekki endilega í heimalandi sínu. Hnattvæðing SOFFÍA GÍSLADÓTTIR ■ Segir að íslensku landslagi sé oft gert svo hátt undir höfði, eins og það sé svo einstakt að ekkert því líkt finnist annars staðar í veröldinni. Íslensk náttúra á þó margt sameiginlegt með því sem finnst í öðrum löndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.