Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 18
19MÁNUDAGUR 15. mars 2004 1. flokki 1989 – 54. útdráttur 1. flokki 1990 – 51. útdráttur 2. flokki 1990 – 50. útdráttur 2. flokki 1991 – 48. útdráttur 3. flokki 1992 – 43. útdráttur 2. flokki 1993 – 39. útdráttur 2. flokki 1994 – 36. útdráttur 3. flokki 1994 – 35. útdráttur H V ÍT A H Ú S IÐ / Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 2004. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu, mánudaginn 15. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 Leikskólabörn eru mikið á ferð-inni á vorin í lengri og skemmri vettvangsferðum. Þau þurfa oft að fara yfir umferðargötur á flakki sínu um þennan stóra heim um- hverfis leikskólana þeirra og þá er nú betra að vera vel sýnilegur þar sem enn er allra veðra von og skyggnið getur breyst með skömm- um fyrirvara. Sjóva-Almennar vilja gera sitt til að stuðla að öryggi litlu landkönnuð- anna og gefur því leikskólum lands- ins endurskins- vesti í mars- mánuði. Gjöfin er einn liður í víðtæku for- v a r n a r s t a r f i Sjóvá-Almennra og með henni vill félagið legg- ja sitt af mörk- um til að bæta öryggi barna í umferðinni. Einar Guð- mundsson, for- varnarfulltrúi félagsins, heim- sótti krakkana á leikskólanum Sól- bakka á dögunum og var með nokk- ur vesti með sér. Honum var tekið fagnandi og krakkarnir létu ekki segja sér það tvisvar að máta þess- ar skemmtilegu öryggisflíkur. ■ Börn ■ Leikskólakrakkar eru oft á flakki með kennurum sínum á vorin. Þá er ekki verra að vera við öllu búinn og sjást vel í umferðinni. Kátir krakkar í sjálflýsandi vestum KÁTIR KRAKKAR Í ENDURSKINSVESTUM Einar Guðmundsson, forvarnar- fulltrúi Sjóvá-Almennra, af- hendir endurskinsvesti á leik- skólanum Sólbakka í Reykjavík. Við vorum að opna félagið fyriröllum konum sem hafa áhuga á frumkvöðlastarfsemi,“ segir María Másdóttir sem er í stjórn félagsins Auðar. Félagið Auður var stofnað fyrir einu ári í tengslum við námskeiðin Auður í krafti kvenna, sem Háskól- inn í Reykjavík hélt um þriggja ára skeið. „Áður var félagið aðeins fyrir þær konur sem höfðu verið á nám- skeiðinu, en nú viljum við hvetja allar konur sem hafa áhuga á að stofna fyrirtæki eða hafa bara brennandi áhuga á frumkvöðla- starfsemi að ganga til liðs við okk- ur.“ Nú þegar eru félagar orðnir rúmlega hundrað, en alls sóttu 163 konur námskeiðin meðan þau voru haldin. „Upp úr þessum námskeiðum var stofnað 51 fyrirtæki með 217 stöðugildum, og ég held að fleiri muni bætast í hópinn.“ Á aðalfundi félagsins 4. mars síðastliðinn var samþykkt að opna félagið fyrir öllum konum sem stjórna eða reka fyrirtæki, eða hafa áhuga á að stofna fyrirtæki, eða hafa brennandi áhuga á þessum málum. Jafnframt var opnaður vefur fé- lagsins, sem vistaður er á slóðinni www.felagid-audur.is. ■ Félagsstarf FÉLAGIÐ AUÐUR ■ Var stofnað fyrir einu ári í tengslum við námskeið sem Háskólinn í Reykjavík hélt um þriggja ára skeið. MARÍA MÁSDÓTTIR Félagið Auður hvetur konur til að taka þátt í frumkvöðlastarfsemi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I nar faðminnAuður op

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.