Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 25
15. mars 2004 MÁNUDAGUR26 BJÖRN BRÓÐIR FINDING NEMO kl. 4 M. ÍSL. TALI kl. 3.50 M. ÍSL. TALIkl. 5.40, 8, og 10.20SOMETHING GOTTA GIVE kl. 4, 6, 8 og 10ALONG CAME POLLY SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 B. i. 14 ára LORD OF THE RINGS Lúxus kl. 5 & 9 síð. sýn. SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 LOVE IS IN THE AIR kl. 6 kl. 10 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER SÝND kl. 5.30 og 9.15 B.i. 16 HESTASAGA kl. 8.15 THE DISH kl. 10 BETTER THAN SEX kl. 10.20 FILM-UNDUR KYNNIR KALDALJÓS kl. 6 LAST SAMURAI kl. 7.15 Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna-hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlauna- hafanum Renée Zellweger og Jude Law. RENEÉ ZELLWEGER: Besta leikkona í aukahlutverki. SÝND kl. 8 og 10.30 B.i. 16 SÝND kl. 8 og 10.10 B.i. 16 Frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX HHH SV MBL AMERICAN SPLENDOR kl. 6 og 8 SÝND kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 Frá framleiðendum „The Fugitive“ og „Seven“. THE HAUNTED MANSION kl. 4 COLD MOUNTAIN kl. 6 og 9 Rafmagnaður erótískur tryllir í anda „Kiss the Girls“ og „Double Jeopardy“. SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 8 HHH1/2 SV MBL HHHH „Snilld! Fersk, tilgerðarlaus, átakanleg og seiðandi!“ - Roger Ebert, Chicago Sun-Times HHHHH „Mesta töfraverk ársins.“ - Mark Eccleston, Glamour Frábær gamanmynd frá leikstjórum There’s Something About Mary og Shallow Hal SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 Mögnuð spennumynd með Denzel Washington SÝND kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 HUNDAHEPPNI kl. 4 og 6 John Waters er tvímælalaust einnumdeildasti kvikmyndagerðar- maður sögunnar. Eða var það, því á seinni árum hefur hann róast mjög og fært sig nær meginstraumi kvikmyndagerðar. Hann sendir nú frá sér myndir sem eigendur virtra kvikmynda- húsa treysta sér til að sýna án minnstu blygðunar. Sumar þeirra hafa náð töluverðum vinsældum, eins og Hairspray frá 1988 og Seri- al Mom frá 1994. Á lágmenningarkvöldi á menn- ingarbarnum Jóni forseta gefst í kvöld tækifæri til að skoða þrjár af smekklausari myndunum frá fyrri hluta ferils Waters. Þetta eru mynd- irnar Multiple Maniacs frá 1970, Pink Flamingos frá 1972, og svo Polyester frá 1981, sem reyndar er fyrsta myndin hans sem viðurkennt kvikmyndaver kom nálægt. Polyester er ennfremur fyrsta kvikmynd sögunnar sem er ekki aðeins gerð fyrir sjónskyn og heyrnarskyn, heldur er lyktarskyn- inu einnig gert hátt undir höfði. Þegar hún var frumsýnd fengu áhorfendur í hendurnar sérstök lyktarspjöld, sem gerðu þeim kleift að finna lykt af því sem var að ger- ast á tjaldinu hverju sinni. Multiple Maniacs er önnur kvik- myndin sem John Waters gerði í fullri lengd. Myndin er svarthvít, tekin á 16 mm filmu og ber það með sér að ekki hafi verið úr miklum peningum að moða. Hér segir frá samvisku- lausu glæpa- hyski sem star- far undir yfir- skini ferðafjöl- leikahúss og gerir út á alls kyns afbrigði- legheit. Kvikmyndin var gerð þegar morðið á leikkonunni Sharon Tate var í hámæli og í upprunalegu handriti voru einhverjar tilvísanir í þann glæp. Þegar tökur á myndinni voru langt komnar var Charles Manson ásamt hyski sínu handtek- inn fyrir morðið og því var öllum vísunum í atburðinn hent út. Óhætt er að segja að Pink Flamin- gos sé allra frægasta og umdeildasta kvikmynd John Waters. Hún er sú ræma sem veitti leikstjóranum al- þjóðlega frægð og kom honum ræki- lega á kortið. Í raun má segja að hún sé efnislega hálfgert framhald af Multiple Maniacs. Við skyggnumst inn í líf alvöru hjólhýsapakks í Baltimore þar sem hinn óborganlegi klæðskiptingur Divine leikur losta- frík sem stjórnar einhvers konar neðanjarðarglæpahring sem lendir í samkeppni við gjörspillt glæpapar um það hvor geti gengið fram af hin- um í sjúklegu hátterni. Lokatriði myndarinnar hefur fyrir löngu skráð sig á spjöld kvik- myndasögunnar. Í síðustu mynd kvöldsins, Polyester, dúkkar gamla hyskið síð- an upp á nýjan leik, nema hvað að nú hefur það fært sig um set úr hjólhýsinu yfir í virðulegt úthverfi í Baltimore. Söguþráðurinn er gegnsósa af fjölskylduerjum, taugaveiklun, drykkjuskap og framhjáhaldi, allt saman matreitt af alkunnri smekkleysu John Waters. Ekki spillir að hafa lyktar- spjöldin góðu sem gera áhorfend- um kleift að upplifa ilminn af sönnu hjólhýsapakki. ■ JOHN WATERS Smekklausasti kvikmyndagerðarmaður sögunnar á sér eldheita aðdáendur. Pavarotti kveður óperusviðið Ég held að það sé kominn tímitil að hætta,“ sagði ítalski óperusöngvarinn Luciano Pava- rotti áður en hann steig á sviðið í Metropolitan óperunni í New York á laugardagskvöldið. „Þetta er í síðasta sinn sem ég kem fram á sviði.“ Fyrir tveimur árum lýsti hann því yfir að hann myndi hætta al- veg að syngja 12. október árið 2005, daginn sem hann verður sjötugur. Óperuhlutverkunum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu árin. Hann kom fjórum sinnum fram í óperusýningum í London árið 2002 og einu sinni í Berlín í júní síðastliðnum. Fyrir rúmlega viku kom hann svo fram í hlutverki Marios Cavaradossi, unga málarans í óperunni Tosca eftir Puccini, á sviðinu í Metropolitan óperunni í New York. Á laugardaginn söng hann þetta hlutverk í þriðja sinn á rúmri viku, og tilkynnti jafn- framt að ekki stæði til að koma oftar fram. Honum var ákaft fagnað þegar hann birtist á sviðinu og virtist klökkur þegar hann hóf að syngja fyrstu aríuna sína þetta kvöld. Hann sagðist vissulega spyrja sjálfan sig hvers vegna í ósköp- unum hann væri að hætta núna. „Svarið er vegna þess að ég ætti að vera léttari á fæti og geta hlaupið um sviðið,“ en bætti því reyndar við að hugsanlega gæti hann snúið aftur. „Hver veit? Kraftaverk geta gerst.“ ■ Síðustu sýningar Sýningin sem slegið hefur í gegn. Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Fimmtud. 18. mars kl. 21.00 -UPPSELT Föstud. 26. mars kl. 21.00 -örfá sæti laus PINK FLAMINGOS Auglýsingaspjald frægustu myndar Waters. HÆTTUR Þessi mynd var tekin af ítalska óperusöngvaranum Luciano Pavarotti baksviðs eftir að hann hafði sungið í óperunni Tosca á laugardagskvöldið. Hann sagði þetta í síðasta sinn sem hann kæmi fram í óperusýningu. ■ Tónlist ■ Kvikmyndir Ilmandi smekkleysa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.