Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 28
MÁNUDAGUR 15. mars 2004 PARIS HILTON LÖGUÐ TIL Já, það þarf víst líka að laga fyrirsæturnar til áður en hægt er að smella af þeim mynd. Hér er verið að farða Paris Hilton áður en tökur á þættinum The Simple Life hefjast. Þætt- irnir hafa náð töluverðum vinsældum eftir að klámspólan með Paris lak út á netinu og nú á að ráðast í gerð seríu tvö. Mánaðarritið Orðlaus hefurvaxið með hverri útgáfu frá því að það hóf göngu sína fyrir einu og hálfu ári. Stúlkurnar hafa á þessum stutta tíma náð góðum tökum á blaðamennsku og bætt útlit, greinasmíðar og metnað í hverjum mánuði. Það sem hefur þó setið á hakanum frá stofnun blaðsins er heimasíða þeirra, ord- laus.is, þar til nú. „Síðan hefur verið til frá því að við stofnuðum blaðið en við vor- um að endurnýja hana alla og gera hana upp,“ segir Erna María Þrastardóttir, framkvæmdastjóri blaðsins. „Við erum búnar að setja inn allar greinarnar sem hafa birst í blöðunum frá því að það byrjaði að koma út. Svo er hægt að nálgast öll blöðin á pdf-formi líka. Það hefur alltaf verið spjall á síðunni en það hefur ekki verið virkt, fyrr en nú. Það er komið af stað núna eftir að við gerðum síð- una flotta. Á spjallinu geta stelpur á okkar aldri spjallað um hvað þeim finnst áhugavert og hvað þær vilja sjá í blaðinu.“ Á síðunni má finna öll viðtöl, allar tónlistarumfjallanir, alla stráka mánaðarins, umræðu um kynlíf, stjórnmál og margt fleira. „Pistlahöfundarnir okkar eru svo flokkaðir niður á vefnum. Þannig er hægt að lesa alla pistlana eftir bestu pennana okkar.“ Hér eftir verða greinarnar settar beint inn á síðuna á útgáfu- degi blaðsins. Blaðið sjálft verður svo gert fáanlegt í pdf-formi nokkrum dögum eftir útgáfu. Einnig eru hugmyndir um að bjóða fólki að fá blaðið sent heim, beint inn um lúguna, gegn vægu gjaldi. „Við erum að vinna í því en það tekur smá tíma að skoða hver besta leiðin er í því. Þetta er að- eins meira mál en við héldum,“ segir Erna að lokum. ■ Wood skipað að hætta að reykja Bassaleikarinn Ronnie Wood úrthe Rolling Stones segir að læknar hafi skipað sér að hætta að reykja. Rollingurinn sagði í við- tali við Sunday Mirror að lækn- arnir hafi fundið vott af lungna- þembu. Honum var þá sagt að ef hann myndi ekki gefa sígaretturn- ar upp á bátinn gæti ástandið orð- ið banvænt. „Læknarnir segja að ef ég hætti núna þá geti ég smeygt mér fram hjá þessu. Ég er enn með kröftug lungu,“ sagði Wood. „Ef ég hins vegar held áfram að reyk- ja í annað ár þá - búmm - get ég fengið lungnaþembu og lungun gefið sig.“ Wood er í dag 56 ára og segist reykja allt að 30 sígarettur á dag. Hann er þegar búinn að ákveða að hætta að reykja á miðvikudaginn næsta en þá halda Írar upp á dag heilags Patreks. Nokkuð er síðan Wood gaf flöskuna upp á bátinn. „Í gamla daga byrjaði ég daginn á því að drekka fjóra lítra af Guinness og færði mig svo yfir í nokkrar flöskur af vodka. Um kvöldið kláraði ég yfirleitt eina flösku af Sambuca. En ég hef reykt 30 sígarettur á hverjum degi í 40 ár, það verður miklu erf- iðara að losna við þær,“ segir Wood að lokum. ■ RONNIE WOOD Er búinn að reykja 30 sígarettur á dag í 40 ár. Neyðist til þess að hætta á miðvikudag. ORÐLAUS Mikil vinna hefur verið lögð í ordlaus.is og þar geta stelpur og strákar nú tapað sér klukkustundum saman. Orðlaus lifnar við á netinu ■ NETIÐ ■ TÓNLIST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.