Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 8
8 16. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUROrðrétt DEILT UM STRÍÐIÐ Stríðið í Tsjetsjeníu er umdeilt í Rússlandi. Sumir mótmæla stríðinu og aðrir mótmælunum eins og sjá má. Mannfall í Tsjetsjeníu: Ótrúleg kjörsókn TJSETSJENÍA, AP Níu hermenn og lögreglumenn létu lífið í árásum tsjetsjenskra uppreisnarmanna og af völdum jarðsprengja um það leyti sem Vladimír Pútín vann yfirburðasigur í rússnesku forsetakosningunum. Athygli vekur að samkvæmt opinberum tölum var kjörsókn í hinni stríðshrjáðu Tsjetsjeníu 90% og fylgi forsetans 93%. Pútín hefur sagt það eitt af helstu verkefn- um sínum að kveða uppreisnar- menn niður. Í dagblaðinu The Moscow Times, sem ritað er á ensku og gefið út í Moskvu, er haft eftir starfsmönnum kjördeilda að þeir hafi fyllt út atkvæðaseðla sjálfir og sett í kjörkassana. Einn kjósandi segist hafa kosið forsetann fjórum sinnum áður en yfir lauk. ■ NÝTT MET VIÐSKIPTAHALLA Viðskiptahalli Bandaríkjanna á síðasta ári nam rúmum 540 millj- örðum dollara, eða andvirði rúmra 38.000 milljarða króna, á síðasta ári. Viðskiptahallinn er nær þrettán prósentum meiri en árið áður, sem einnig var metár. HRYÐJUVERK Árásin í Madríd í síð- ustu viku hefur vakið upp spurning- ar um öryggi álfunnar og hafa margir kallað eftir því að öryggi verði aukið og barátta gegn hryðju- verkum hert. Dominique de Villepin, utanrík- isráðherra Frakklands, tók í gær undir beiðni þýska starfsbróður síns, Otto Schily, um að haldinn yrði neyðarfundur Evrópusambandsins til að ná áttum og ákveða hvað Evrópa verði að gera. Ákveðið var í gær að halda slíkan fund næsta fös- tudag. Nýleg skýrsla sýndi fram á að enn er langt í land með að aðild- arríki Evrópusambandsins hafi tek- ið upp samræmdar aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi sem þær hafa samþykkt. Árásirnar hafa líka kallað á auk- ið eftirlit. Frakkar hafa aukið ör- yggisviðbúnað á flugvöllum, lestar- stöðvum og öðrum stöðum þar sem hryðjuverk kynnu að verða framin. Óeinkennisklæddir, sérþjálfaðir lögreglumenn halda uppi eftirlits- ferðum í neðanjarðarlestakerfi Lundúna og einkennisklæddir lög- reglumenn stöðva fólk og leita á því. Þar hefur verið hrundið af stað aug- lýsingaherferð til að hvetja almenn- ing til að láta vita um grunsamlega hegðun fólks og benda á yfirgefnar töskur. Bretar hófu aðgerðir sínar þó áður að hluta áður en sprengj- urnar sprungu í Madríd. Per Stig Möller, utanríkisráð- herra Danmerkur, segir árásina sýna að þétta verður öryggisnetið í Evrópu, án þess þó að þrengja að borgaralegum réttindum. Danir hafa aukið mjög á öryggisráðstafan- ir síðustu daga. Til marks um það fylgja tveir lífverðir honum nú en áður ferðaðist hann án fylgdar. Í síðasta mánuði lögðu Austur- ríkismenn til að sett yrði á fót Leyniþjónusta Evrópu, nokkurs konar evrópsk CIA, til að bæta sam- ræmingu aðgerða við að vinna gegn hryðjuverkasamtökum. Þá voru viðbrögð annarra ríkja dræm en óvíst hvort árásin í Madríd breyti einhverju þar um. Þögn víða í Evrópu Fólk um alla Evrópu gerði hlé á störfum sínum á hádegi í gær til að minnast þeirra sem létust. Neðan- jarðarlestir og strætisvagnar París- ar stoppuðu í þrjár mínútur. Á flug- vellinum í Frankfurt var öll starf- semi stöðvuð um tíma og kauphöll borgarinnar lokaði fyrir viðskipti. Á Heathrow-flugvelli var öllu flugtaki frestað í þrjár mínútur og flugstjór- ar þeirra véla sem voru að leggja af stað voru beðnir um að bíða með að ræsa hreyflana. Í Kaupmannahöfn gengu þing- menn og opinberir starfsmenn út á göturnar til að viðhafa tveggja mín- útna þögn og strætisvagnar lögðu út í kant. Í Ósló söfnuðust Hákon krón- prins, stjórnmálamenn og erlendir sendimenn saman til að votta fórn- arlömbum árásanna virðingu sína. Tala látinna í sprengjutilræðun- um í Madríd reis í 201 í gær. Það er einum færra en fjöldi þeirra sem létust í sprengjuárásinni í Balí í Indónesíu í október 2002, sú árás er sú mannskæðasta frá hryðjuverka- árásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Nítján eru enn í lífshættu í Madríd. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, fullyrðir að þó svo í ljós komi að al-Kaída hafi staðið að baki árásinni sé ekki hægt að kenna stuðningi spænskra stjórnvalda við innrás í Írak um árásina. „Þeir eru til sem hafa sannfært sjálfa sig um að árásirnar 11. september 2001 hafi átt sér stað eftir innrásina í Írak 2003. Þeir hafa líka gleymt því að al-Kaída átti þátt í fyrri árásinni á World Trade Center 1993 og árás- unum á sendiráð Bandaríkjanna 1998 þar sem hundruð létust. Ástralski forsætisráðherrann, John Howard, sagði að þó árásin í Madríd hefði átt sér stað þyrfti það ekki að þýða að það sama gerðist í Ástralíu og sagði bein tengsl á milli atburða í Madríd og Ástralíu. „En ég legg áherslu á að ég get ekki ábyrgst að það verði engin hryðju- verkaárás gerð í Ástralíu.“ Þörf er á betri samskiptum leyniþjónustustofnana til að hægt sé að fylgjast með öfgamönnum segja þeir sem vinna að þessu. „Hryðjuverkamenn geta hist í einu landi, skipulagt árás í öðru og fram- kvæmt hana í því þriðja,“ sagði Krisna Polanata, aðstoðarríkislög- reglustjóri í Taílandi, þar sem hann var staddur á öryggisráðstefnu Asíuríkja. ■ Aukinn ótti við hryðjuverk Evrópskir stjórnmálamenn kalla eftir samráði um hertar varnir gegn hryðjuverkaárásum. Víða hefur eftirlit verið aukið eftir árásina í Madríd. Látinna var minnst um alla Evrópu í gær þegar hlé var gert á margvíslegri starfsemi. HRYÐJUVERK Einn af þremur Marokk- óbúum sem spænska lögreglan handtók í tengslum við sprengju- árásirnar í Madríd er talinn vera stuðningsmaður grunaðs al-Kaída liða sem hefur verið í haldi spæn- skra yfirvalda í tengslum við árás- irnar 11. september 2001. Einnig hefur verið fylgst með honum vegna sprengjuárásar sem kostaði 45 manns lífið í Marokkó á síðasta ári. Nafn Jamal Zougam kemur fram í skjölum í máli Imad Yarkas, meints leiðtoga al-Kaídahóps á Spáni sem sagður er hafa hjálpað til við að skipuleggja árásirnar í New York og Washington fyrir tveimur og hálfu ári. Yarkas var meðal 35 manna sem voru ákærðir, en Zougam var ekki einn þeirra. Húsleit var þó gerð heima hjá hon- um og fundust símanúmer þriggja al-Kaídaliða. Yfirvöld í Marokkó telja að tengsl kunni að vera milli árásanna í Casablanca á síðasta ári og í Ma- dríd á fimmtudag. Zougam fór frá Marokkó skömmu fyrir árásina í Casablanca. Asa Hutchinson, undirráðherra í bandaríska heimavarnarráðuneyt- inu, sagði gögn sýna fram á að tengsl væru milli al-Kaída og hryðjuverkanna á fimmtudag, en vildi ekki segja til um hvers kyns þau væru. ■ NEI VIÐ HRYÐJUVERKJUM Borða var komið fyrir við stærstu mosku múslíma í Madríd þar sem hryðjuverkum var afneitað og fórnarlömbunum vottuð samúð. Kanna tengsl við árásir í Marokkó og Bandaríkjunum: Grunur um þátt al-Kaída styrkist N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 6 2 / S IA .IS ALMENNINGUR VIRKJAÐUR Bretar hófu í gær auglýsingaherferð til að fá almenning til að benda á grunsamlega hegðun og töskur sem eru skildar eftir. Með því vilja þeir virkja almenning gegn hryðjuverkum. ÞÖGUL STUND Í PARÍS Lestir Parísar hættu að ganga skamma stund og lestarfarþegar stóðu kyrrir í Saint Lazare og drúptu margir höfði. ■ Bandaríkin Gúmmítékki „Við getum slegið fyrir veislu- föngum um hríð en ekki enda- laust. Áframhaldandi halla- rekstur þjóðarbúsins og skulda- söfnun erlendis er ávísun á erf- iðari tíma framundan...“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður um Ísland og erlendar skuldir. Morgunblaðið 15. mars. Ekki falla í þessa gryfju „Óskandi væri að atburðirnir í Madríd verði ekki til þess að efla þau afturhaldsöfl sem not- færa sér slíka atuburði til að draga úr frjálsræði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum í tíð Bush-stjórnarninnar.“ Guðmundur Andri Thorsson um hryðjuverkin á Spáni. Fréttablaðið 15. mars. Sem betur fer „... ég held að hryðjuverkamenn- irnir viti ekki að Ísland sé til.“ Kristján Þór Gústafsson skrifstofumaður að- spurður hvort hann óttist hryðjuverk á Íslandi. DV 15. mars.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.