Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. mars 2004 SPURNING: Er eðlilegt að eign- færa viðskiptavild félagsins miðað við rekstrarafkomuna? Bókfært verð viðskiptavildar nemur 162 milljónum í árslok 2002. SVAR: Viðskiptavildin er til komin vegna samnings við stjórnvöld um Tetra-þjónustu, samningurinn er til 10 ára og er viðskiptavildin afskrifuð á þeim tíma. Enginn ágreiningur er um þetta milli stjórnar Tetra Íslands og endurskoðenda fé- lagsins. Tetra-kerfið hefur margsannað gildi sitt sem ör- yggiskerfi og við björgunar- og sjúkrastörf. Engin ástæða er til annars en ætla að félagið muni rétta við nú þegar friður hefur komist á um starfsemina og stjórnendur félagsins geta ein- beitt sér að uppbyggingu þess markaðslega. SPURNING: Veltufé til rekstrar nam á síðastliðnu ári 175,3 milljónum króna. Það er því ekkert afgangs frá rekstri til að greiða niður langtímalán, standa undir fjárfestingum eða til að laga greiðslustöðuna. Heildarvelta félagsins var að- eins 93,8 milljónir króna á síð- asta ári. Árlegar tekjur félags- ins ná varla áætluðum afborg- unum langtímalána. Er einhver von til þess að reksturinn skili eigendum arði? SVAR: Eigendur hafa vænting- ar um að reksturinn skili arði til langs tíma enda náist sam- staða við ríkisvaldið um að áfram verði haldið uppbygg- ingu kerfisins sem neyðarfjar- skiptakerfi þjóðarinnar, eins og áformað er. SPURNING: Er gert ráð fyrir bata í rekstrinum? Hverjar eru helstu niðurstöður rekstrará- ætlunar fyrir árið 2003? Áform félagsins um sölu á öðru af tetrakerfum félagsins hafa brugðist. Er líklegt að slík áform muni ganga eftir? SVAR: Mikill bati hefur þegar orð- ið í rekstri, sem ekki sér stað í uppgjöri 2002, enda var rekstur- inn að mestu tvöfaldur allt árið. Ekki liggja fyrir endurskoðaðir samningar við stjórnvöld, þannig að óljóst er hversu mikið upp- byggingu verður haldið áfram í ár, en stefnt er að því að ná sem næst jafnvægi í afkomu fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, sem var neikvæð um 125 milljónir árið 2002. Áform um sölu annars tetrakerfis hafa verið lögð til hliðar, þar sem tekist hefur að samtengja og samnýta kerfin, sem er mun hagstæðara en að selja annað þeirra með miklu sölutapi eins og ráð var fyrir gert. SPURNING: Telja forsvarsmenn félagsins að bókfært verð eigin- fjár félagsins endurspegli raun- verulegt verðmæti þess? SVAR: Eins og fram kemur í grein- argerð endurskoðenda er gerður sá fyrirvari á framsetningu efna- hagsreiknings að rekstur félags- ins þurfi að ná því að skila fram- legð sem stendur undir fjárfest- ingum félagsins. Erfitt er að segja til um raunverulegt verðmæti fé- lagsins út frá eiginfé þess. Eina vísbendingin um hvert verðmæti félagsins er frá utanaðkomandi aðila er innkoma Motorola Ltd sem keypti tæp 20% af félaginu fyrir 114 milljónir í sumar auk þess að koma með mjög hagstæða samninga til frekari uppbygging- ar á kerfinu. Svör við fyrirspurnum um ársreikninga Orkuveitunnar á stjórnarfundi 16. maí 2003 Tetra-kerfi er samskiptastaðall í fjarskiptum sem notaður er af lögreglu, björgunarsveitum og fleiri aðilum á höfuðborgar- svæðinu og víðar. Tetra-staðall- inn er áþekkur GSM-kerfinu nema hvað meiri möguleikar eru á ýmis konar aukakostum sem geta komið í staðinn fyrir far- síma og talstöðvakerfi. Tetra-kerfi eru auk þess lang- drægari en GSM-kerfi og mun minni hætta er á að samskipti truflist við mikið álag. Ríkislögreglustjóri varð fyrsti aðilinn til að taka kerfið í notkun og var samningur þess efnis und- irritaður vorið 2000. ■ GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í stjórn Orku- veitu Reykjavíkur. ALFREÐ ÞORSTEINSSON Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Hvað er Tetra? kjölfarið keypti Orkuveita Reykja- víkur hlut Landssímans í Stiklu og tetra-kerfi Tetralínu.Nets. Stikla rann svo inn í hið nýja fyrirtæki Tetra Ísland. Úr bjartsýni í nauðasamninga Rekstur Tetra Íslands og kaupin á Irju hafa frá upphafi verið mikið pólitískt bitbein í borgarstjórn Reykjavíkur og hafa fulltrúar minnihlutans ítrekað lagt fram fyr- irspurnir um reksturinn. Á stjórn- arfundi í Orkuveitunni 16. maí lögðu þeir fram fyrirspurnir um rekstur Tetra Íslands. Í svari við fyrirspurnum Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks, um verðmæti Tetra Íslands sagði meðal annars: „Engin ástæða er til annars en að ætla að félagið muni rétta við nú þegar friður hefur kom- ist á um starfsemina og stjórnendur félagsins geta einbeitt sér að upp- byggingu þess markaðslega“. Aðeins tæpum níu mánuðum eft- ir að forsvarmenn Orkuveitunnar veittu þessi bjartsýnislegu svör um framtíð Tetra Íslands samþykkti stjórn félagsins að veita heimild til þess að leitað yrði nauðasamninga. Í tilkynningu sem stjórn félagsins sendi fjölmiðlum þann 11. febrúar 2004 sagði meðal annars: „Stjórnin telur að ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi óbreyttum rekstri, en í ljósi þess hversu mikilvægt ör- yggistæki tetrakerfið er, verður að leita allra leiða til að halda neyðar- fjarskiptum gangandi“. Ræðst á næstu dögum Forsvarsmenn Tetra Íslands segja að búið sé að semja við alla stærstu kröfuhafa og nú sé aðeins beðið eftir svörum frá dómsmála- ráðuneytinu um áframhaldandi og aukin kaup á þjónustu félagsins. Á meðan er ljóst að fjöldi kröfuhafa verður fyrir miklu tapi vegna við- skipta við félag í eigu tveggja af stærstu fyrirtækjum landsins, beggja í eigu opinberra aðila, og mörg hundruð milljónir af almanna- fé hafa gufað upp í rekstrur á fyrir- tæki sem nú berst í bökkum. ■ STJÓRNMÁL „Menn þurfa að huga að leikreglum á markaði,“ svaraði Davíð Oddsson forsætisráðherra fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, þingmanni Vinstri grænna, varð- andi yfirlýstar áhyggjur ríkis- stjórnarinnar undanfarið um þróun á íslensku atvinnulífi og fjármála- markaði. Ögmundur vísaði þar til ræðu Árna Magnússonar félagsmálaráð- herra á iðnþingi í síðustu viku, þar sem Árni sagði að ástæða væri til að halda vöku sinni gagnvart þróun- inni á íslensku efnahagslífi. „Markaðurinn er að eflast, stækka og styrkjast og það er vel, en jafnframt þurfa menn að huga mjög vel að leikreglum á þessum stærri markaði en við höfum áður búið við,“ sagði forsætisráðherra í svari sínu. Í ræðu sínu á iðnþingi gagnrýndi félagsmálaráðherra jafnframt starfsemi íslensku viðskiptabank- anna sem hann sagði nú vera virka sem gerendur á fyrirtækjamarkaði. Í svari sínu tók forsætisráðherra undir þá gagnrýni og sagði að bank- arnir eigi ekki til lengri tíma að vera með hagsmuni í stjórnun stærri fyrirtækja. Ögmundur spurði einnig hvort ætlunin væri að hætta við sölu Landssímans í ljósi þess að hann sé líklegur að lenda inni í einokunar- soginu. Forsætisráðherra svaraði þessu sem svo að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé gert ráð fyrir því að Landssíminn verði seldur og þeim ákvæðum hafi ekki verið breytt. ■ DAVÍÐ ODDSSON Davíð sagði að bankarnir ættu ekki til lengri tíma að vera með hagsmuni í stjórnun stærri fyrirtækja. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Huga þarf að leikreglum á markaði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.