Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 16
Unicef, Barnahjálp Samein-uðu þjóðanna, skrifaði í gær undir samstarfssamning við fjóra stofnstyrktaraðila, Pharmaco, Samskip, Baug og Allianz sem hver um sig styrkti Barnahjálpina um fjórar millj- ónir króna. „Þessi samningur er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdarstjóri UNICEF á Ís- landi. „Þetta er stofnfé skrif- stofunnar og verður notað til að kynna hvað Barnahjálp stendur fyrir og til að bjóða fólki að ger- ast styrkaraðilar að starfi þess.“ Við undirritun samningsins sagði Hreinn Loftsson, stjórnar- formaður Baugs, að þetta væri vonandi byrjun þess að við- skiptalífið taki aukin þátt í þró- unaraðstoð og tóku fulltrúar annara stofnstyrktaraðila undir þá skoðun Hreins. Verkefni Barnahjálpar á næstu árum verða margvísleg og verður fylgt fimm forgangs- atriðum sem UNICEF hefur sett sér til næstu fimm ára. Þau eru menntun stúlkna, stuðningur við ung börn og fjölskyldur þeirra, bólusetning og grunnheilsu- gæsla, baráttan gegn HIV/eyðni og barnavernd gegn ofbeldi. Fyrsta verkefni Barnahjálp- ar verður samstarf við skóla til að kynna samninginn um rétt- indi barna sem er útbreiddasti réttindasamningur Sameinuðu þjóðanna og að þróa námsefni fyrir eldri bekki grunnskóla í samráði við Námsgagnastofnun. „Svo ætlum við að kynna fyrir fólki hvað UNICEF gerir í heim- inum og hvaða þýðingu verk stofnunarinnar hafa fyrir börn í heiminum. Næstu tvö ár fara í að byggja upp þessa þekkingu meðal fólksins í landinu.“ ■ 16 16. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Heimsókn bandaríska geimfar-ans, Norman Thagard, um borð í rússnesku geimstöðina Mír þann 16. mars 1995 bar þíðunni í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skýrt vitni en Thag- ard var fyrsti bandaríski geimfar- inn sem steig um borð í Mír. Thagard var skotið á loft, ásamt tveimur rússneskum kollegum sín- um, frá Bajkonúr-geimferðamið- stöðinni í Kasakstan en þeirra biðu þrír rússneskir geimfarar um borð í Mír. Einn þeirra, Valeríj Poljakov, fór aftur til jarðar með geimfarinu en hann hafði þá dvalið úti í geimn- um í 438 daga, lengst allra manna. Thagard átti að dvelja um borð í sovésku geimstöðinni í 90 daga en geimskotið frá Kasakstan var liður í geimferðasamstarfi Bandaríkja- manna og Rússa sem náði hámarki nokkrum mánuðum seinna þegar bandaríska geimferjan Atlantis lagðist upp að Mír. Sú ferð Atlantis markaði einnig þau tímamót í geimferðasögu Bandaríkjanna að hún var hundraðasta mannaða geimferð Bandaríkjamanna. ■ ■ Afmæli Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur er 45 ára. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er 34 ára. ■ Leiðrétting Guðrún Kvaran sem varð 83 ára í gær er ekki prófessor í íslensku eins og blað- ið sagði frá. Prófessorinn og afmælis- barnið eru mæðgur og biðst Fréttablað- ið velvirðingar á þessum mistökum. ■ Andlát Hilmar H Gestsson vélstjóri, Granaskjóli 14, Reykjavík lést laugardaginn 13. mars. ■ Jarðarfarir 13.30 Haukur Tryggvason, Sæbóli, Dal- vík, verður jarðsunginn frá Dalvík- urkirkju. 13.30 Kolbeinn Kristófersson læknir, Garðatorgi 7, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ. 14.00 Kristinn Karlsson, Lerkigrund 3, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. Fyrir viku síðan var haldin Ís-landsmeistarakeppni í nöglum og förðun á Broadway. Þátttakan var mjög góð og tókst Rósu Björk Hauksdóttur nagla- og förðunar- meistara að verja titil sinn frá í fyrra sem Íslandsmeistari í nögl- um jafnframt því sem hún varð Ís- landsmeistari í ljósmyndaförðun. Í framhaldi af Íslandsmeist- aratitlinum er Rósa nú á leiðinni til Düsseldorf í Þýskalandi til að taka þátt í heimsmeistarakeppni í ásetningu gervinagla sem verður haldin á sunnudaginn kemur. „Fyrstu tvö sætin frá hverju landi fá þátttökurétt á þessu móti sem er aðalheimsmeistarakeppn- in í nöglum. Ég var fyrsti Íslend- ingurinn sem tók þátt í þessari keppni en þetta er fjórða árið í röð sem ég fer út. Í fyrra var ég í ell- efta sæti og ég hef alltaf verið að bæta mig, þannig að ég stefni á topp tíu núna.“ Rósa er ekki viss um hversu margir taki þátt í kepp- inni að þessu sinni en í hennar flokki hafa keppendur frá 18 lönd- um og fjórum heimsálfum skráð sig til leiks. Hún hefur að undanförnu verið að æfa sig fyrir keppnina sem hún lýsir sem mikilli nákvæmnis- íþrótt. „Allar neglurnar þurfa að vera jafn langar. Á tíu fingur set ég french-línuna þar sem c-kúr- van verður að vera sú sama og hæðarpunkturinn sá sami. Það er mikilvægt í þessu að geta horft inn í nöglina frá réttu sjónarhorni. Það er bara eitt rétt sjónarhorn sem þarf að finna svo hægt sé að sjá alla lögunina á nöglinni í einu. Ég lærði þetta af einum dómaran- um þarna í keppninni þegar hún kom til landsins árið 2000 og við það varð bylting í nöglunum hjá mér.“ Með Rósu fer naglamódel til Þýskalands og segir hún að góð naglamódel sé erfitt að finna. „Módelið verður að vera með langt og mjótt naglastæði og svo þarf líka að gæta hvort hún hafi nokkuð klemmt á sér fingurna í æsku eða eitthvað slíkt. Konan sem kemur með mér út kom hing- að í neglur í eitt skiptið og fékk ekki að fara út aftur,“ segir Rósa og hlær. ■ Heimsmeistaramót ■ Nýbakaður Íslandsmeistari í nöglum á leið til Þýskalands á heimsmeistaramót. Tímamót UNICEF ■ Skrifar undir samning við íslenska stofnstyrktaraðila. JERRY LEWIS Þessi eldhressi leikari og grínisti er 78 ára í dag. 16. mars GEIMSTÖÐIN MÍR Norman Thagard varð fyrsti bandaríski geimfarinn til að stíga um borð í rúss- nesku geimstöðina Mír en þar dvaldi hann í 90 daga ásamt rússneskum starfsbræðrum sínum. Kani um borð í Mír NORMAN THAGARD ■ steig fyrstur Bandaríkjamanna um borð í rússnesku geimstöðina Mír. 16. mars 1995 Erfitt að finna góð naglamódel Til hjálpar börnunum VIÐ UNDIRRITUN Á SAMSTARFS- SAMNINGI VIÐ STYRKTARAÐILA Pharmaco, Samskip, Baugur og Allianz eru stofnstyrktaraðilar Barnahjálpar á Íslandi. Ástkæra eiginkona mín og móðir okkar Magðalena Kristín Bragadóttir Tunguseli 3 lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 13. mars Fyrir hönd aðstandenda Guðbjörn Karl Ólafsson Bragi Hlífar Guðbjörnsson Thelma Dögg Guðbjörnsdóttir RÓSA BJÖRK HAUKSDÓTTIR Vinnur á snyrtistofu sinni, Neglur og list, þegar hún er ekki að keppa í iðn sinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.