Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 24
24 16. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR SIGURSTÖKK Enski krikkettspilarinn Chris Read stekkur upp af fögnuði í landsleik gegn Vestur- Indíum í Jamaíka á dögunum. Krikket hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 MARS Þriðjudagur Leikið gegn Tyrklandi í Skautahöllinni Keppni í 3. deild á heimsmeistaramóti karla í íshokkí hefst í Skautahöll Reykjavíkur í dag. ÍSHOKKÍ Íshokkísambandi Íslands var falið af Alþjóðaíshokkísam- bandinu að halda heimsmeistara- mótið en það var síðast haldið hér á landi fyrir fjórum árum. Er þetta mikil viðurkenning á því uppbyggingarstarfi sem hefur einkennt hreyfinguna síðastliðin ár. Auk Íslands og Tyrklands taka Armenía, Mexíkó og Írland þátt í mótinu. Í íslenska landsliðinu eru átta leikmenn úr Skautafélagi Reykjavíkur, sjö úr Skautafélagi Akureyrar og þrír úr Birninum, ásamt þeim Jónasi Breka Magn- ússyni úr Gladsaxe Bears DK frá Danmörku og Patrik Eriksson úr sænska liðinu Nipro Vikings. Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði landsliðsins og leikmaður Skautafélags Reykjavíkur, segir að meiri óvissa sé nú en oft áður varðandi þátttökuþjóðirnar. Engu að síður sé íslenska liðið töluvert sterkara en fyrir fjórum árum og meiri reynsla komin í liðið. „Við spiluðum einmitt við Tyrkina þá og unnum þá nokkuð stórt. En við vitum að þeir eru með nýjan þjálfara sem hefur gert góða hluti með þá,“ sagði Ingvar Þór. Tvær efstu þjóðirnar á mótinu komast upp í 2. deild og segir Ingvar að Ísland eigi þar góða möguleika. „Þetta verður örugg- lega jafnara mót en áður. Við höf- um oft farið í mót og stefnt að því að vinna eitt eða tvö lið en ég hugsa að þetta verði ansi jafnt núna,“ sagði hann. Ingvar, sem hefur spilað íshokkí í 13 ár, játar að mikill uppgangur sé í íþrótt- inni hér á landi. „Það bættist við höll í vetur í Grafarvogi. Þetta bara stækkar og stækkar og við verðum sterk- ari og sterkari. Það eina sem vantar er fleiri lið, það er næsta skref á Íslandi.“ Heimsmeistaramótið hefur vakið töluverða athygli erlendis, sérstaklega á meðal Íra, sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Útsend- ari frá efstudeildarliðum á Bret- landi og bandarísku atvinnu- mannadeildinni mun koma til að fylgjast með keppendum en margir í íslenska landsliðinu telj- ast mjög efnilegir spilarar og eiga framtíðina fyrir sér. freyr@frettabladid.is A ug l. Þ ór hi ld ar 1 31 0. 17 L jó sm . Í m yn d H O L L U R O G S VA L A N D I D R Y K K U R Í D Ó S LÉTT DRYKKJAR ER HOLLUR OG SVALANDI DRYKKUR Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÚSUNDUM ÍSLENDINGA T V Æ R N Ý J A R B R A G Ð T E G U N D I R K A R A M E L L U O G F E R S K J U H E F U R Þ Ú S M A K K A Ð ? MELÓNU JARÐARBERJA KARAMELLU FERSKJU Roberto Baggio,l e i k m a ð u r Brescia, skoraði sitt 200. mark í ítölsku deildinni um síðustu helgi gegn Parma. Þrátt fyrir það er hann ekki markahæsti leikmaður allra tíma á Ítalíu. Það met á Silvio Piola, sem skoraði 290 mörk á sínum ferli. Þrír til viðbótar hafa skorað fleiri mörk en Baggio; þeir Gunn- ar Nordahl með 225 mörk, Giuseppe Meazza með 220 og Jose Altafini með 216. Allir eiga þeir það hins vegar sameiginlegt að vera hættir knattspyrnuiðkun en það mun Baggio einnig gera eftir þessa leiktíð. Baggio, sem hefur mest skorað 21 mark á einni leiktíð, hefur sett sjö mörk á þessari þegar níu leikj- um er ólokið. ■ ■ Tala dagsins 200 ■ ■ LEIKIR  18.00 Eyjastúlkur mæta Stjörn- unni í Remax-úrvalsdeild kvenna  18.00 Grótta KR og Fram eigast við í Remax-úrvalsdeild kvenna.  18.00 FH tekur á móti Víking í Remax-úrvalsdeild kvenna í hand- bolta.  18.00 KA/Þór mætir Haukum í Remax-deild kvenna.  19.15 Valsmenn taka á móti Stjörnunni í Remax-úrvalsdeild karla.  19.15 Keflavík tekur á móti Tinda- stóli í úrslitakeppni karla í körfu- bolta.  19.15 Grindavík tekur á móti KR í úrslitakeppni karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.  19.15 HK og Fram leika í Remax- úrvalsdeild karla í handbolta.  20.00 KA tekur á móti ÍR í Remax- úrvalsdeild karla.  20.00 Grótta KR mætir Haukum í Remax-úrvalsdeild karla.  20.00 Valur tekur á móti FH í deildabikar kvenna í fótbolta. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins: Lengi frá vegna meiðsla FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði A-landsliðsins, leikur varla meira með landsliðinu eða Malmö FF á þessari leiktíð. Hún meiddist í landsleiknum gegn Skotum á laugardag og í gær fékk hún það staðfest að krossband í hné væri slitið. „Svo kom bakslag í þetta vegna þess að ég fékk blóðtappa í kálf- ann vegna meiðslanna,“ sagði Ást- hildur. „Þetta var óheppni. Það er ekki algengt að þetta gerist en það getur komið fyrir.“ Þetta þýð- ir að Ásthildur getur ekki farið í uppskurð fyrr en eftir þrjá mán- uði þegar lyfjameðferðinni vegna blóðtappans lýkur. Ásthildur leikur því varla meira á þessari leiktíð en hún seg- ir það sitt fyrsta verkefni að ná sér góðri af meiðslunum. Hún hefur hingað til sloppið við meiðsli ef frá er talið sumarið 2001 þegar hún var frá í tvo mán- uði vegna meiðsla á hné. ■ ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Leikur vart meira á þessari leiktíð vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leiknum gegn Skotum. INGVAR OG PETER BOLIN Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði landsliðsins, ásamt landsliðsþjálfaranum Peter Bolin frá Svíþjóð. Keppni í 1. deild karla lauk um helgina: Víkingar meistarar BORÐTENNIS Víkingar eru Íslands- meistarar í 1. deild karla í borð- tennis eftir að þeir tryggðu sér sigur í síðasta leik tíundu umferð- ar deildarkeppni Borðtennissam- bands Íslands sem fram fór á dögunum. B-lið Víkings náði einnig þeim frábæra árangri að ná fullu húsi stiga, 20 stigum. Lið Víkings er skipað ungum og efnilegum leikmönnum; þeim Magnúsi F. Magnússyni, Tryggva Áka Péturssyni, Óla Páli Geirs- syni og Matthíasi Stephensen. Þjálfari er Kínverjinn Hu Dao Ben. ■ FÖGNUÐUR Íslandsmeistaratitlinum fagnað. Frá hægri: Magnús Magnússon, Tryggvi Pétursson, Óli Geirsson og Matthías Stephensen.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.