Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 25
FÓTBOLTI Hér á eftir gefur að líta eftirminnileg ummæli þriggja blaðamanna hjá tveimur af vin- sælustu dagblöðum Bretlandseyja um stöðu Manchester United á þessum tímapunkti. Liðið er nú tólf stigum á eftir Arsenal í titil- baráttunni þegar tíu leikir eru eft- ir og er dottið út úr meistaradeild Evrópu. Síðasta niðurlægingin Blaðamaður Daily Mirror, sparaði ekki stóru orðin eftir leik- inn. „Eftir hverja lélega frammi- stöðuna á fætur annarri gekk Manchester City frá þeim, af öll- um liðum. Þegar veikburða vörn United gerði sín síðustu mistök var liðið búið að vera. Jafnvel stoltið hafði verið rifið í burtu. Þetta var síðasta niðurlægingin. Við getum ekki lengur talað um baráttuna um meistaratitilinn. United hefur dregist svo langt aft- ur úr á svo skömmum tíma að Arsenal gæti átt titilinn vísan strax á annan í páskum.“ Bestu liðin í London Annar blaðamaður Daily Mirr- or hafði þetta fram að færa: „John Terry [leikmaður Chelsea] sýndi fram á að nýtt tímabil væri runnið upp í enska boltanum og að Chel- sea væri nú næstbesta liðið á eftir Arsenal.“ Vitnaði hann síðan í orð Terry: „Ég held að breyting hafi orðið og að bestu lið landsins sé nú að finna í London. Arsenal og Chel- sea eru í fyrsta og öðru sæti deild- arinnar og ég held að við höfum sannað það á þessari leiktíð að menn eigi að taka okkur alvarlega. Manchester United er frábært lið og hefur enn góða leikmenn innan sinna raða en við erum enn að vinna leiki og ná í stig, jafnvel þótt við spilum ekki vel.“ Stærstu mistök Ferguson „Það er kaldhæðnislegt að bera þennan hluta leiktíðarinnar saman við síðustu leiktíð þegar Manchest- er United fór fram úr Arsenal á endasprettinum,“ sagði blaðamað- ur The Sun. „Arsene Wenger [stjóri Arsenal] gerði þau mistök að selja miðvörðinn Matthew Up- son til Birmingham og í kjölfarið missti hann marga menn í bann og meiðsli. Það kostaði Arsenal meist- aratitilinn. Ef litið er til United er ljóst að Alex Ferguson hefur eng- an til að hlaupa í skarð Rios Ferdinand. Með því að kaupa ekki nýjan varnarmann í stað hans gerði Ferguson stærstu mistökin í knattspyrnustjóratíð sinni.“ freyr@frettabladid.is 25ÞRIÐJUDAGUR 16. mars 2004 Manchester United í vandræðum Dagblöð á Englandi hafa gagnrýnt Manchester United harkalega eftir 4-1 tap liðsins gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. BARÁTTA UM BOLTANN Cristiano Ronaldo, Portúgalinn í liði Manchester United, í baráttu við Shaun Wright- Phillips í 4-1 tapleiknum gegn Manchester City um helgina. Guðbjörn Þór Ævarsson, formaður Manchester United klúbbsins: Þetta getur ekki versnað meira FÓTBOLTI Guðbjörn Þór Ævarsson, formaður Manchester United klúbbsins á Íslandi, er að vonum ókátur með árangur Manchester United upp á síðkastið. Liðið datt út úr meistaradeildinni á dögun- um og tapaði síðan 4-1 í ná- grannaslag gegn Manchester City. „Eftir gott gengi undanfarinna ára erum við að kynnast súrum ávöxtum og verðum bara að taka því eins og menn. Þetta getur ekki versnað mikið meira,“ segir Guð- björn, sem viðurkennir að draum- ar um meistaratitilinn í ár séu nú að bak og burt. „Annað væri bara óréttlátt. Við eigum bara ekki skilið að fá hann. Það er bara eitt lið á Englandi sem á það skilið, Arsenal.“ Að sögn Guðbjörns voru miklu meiri vonbrigði að detta út úr meistaradeildinni heldur en að tapa gegn nágrönnunum í City. „Ég held að þetta sé bara gott fyr- ir þessa bláklæddu að fá að vinna okkur því þeir gera dálítið grín af þeim þessir rauðklæddu. Þetta er bara ágætt fyrir borgina en meistaradeildin var hundfúl.“ Guðbjörn ber engan kala til Alex Ferguson, stjóra United, þrátt fyrir skrykkjótt gengið. „Allir þessir menn sem eru á samningi eiga að geta spilað fót- bolta. Það er ekki hann sem er að brenna af dauðafærum og það er ekki hann sem er að láta klobba sig í vörninni. Hann er að setja sterka spilara inn á í staðinn fyrir aðra en þeir eru ekki að skila neinu. Stór partur af þessum mannskap hefur verið að klára Evrópumeistaratitil og veit um hvað fótbolti snýst. En það er mikil deyfð yfir þessu og ótrúleg- ur viðsnúningur að missa einn mann úr vörninni.“ Að sögn Guðbjörns er framtíð- in engu að síður björt hjá United. „Þarna eru fimm til sex nýir menn, allt niður í Ronaldo sem er 18 ára. Þetta eru hörkuspilarar og ég hef ekki trú á öðru en að vörn- in verði bætt fyrir næsta haust. Þegar Saha og Nistelrooy fara að skilja hvorn annan þá kvíði ég engu. Þeir eiga eftir að vera gífurlega öflugir og færa liðinu marga titla – ég er sannfærður um það,“ sagði Guðbjörn Þór brattur að lokum. ■ KÖRFUBOLTI Keflavík og ÍS tóku frumkvæðið í úrslitakeppni 1. deildar kvenna með sigrum á heimavelli. ÍS vann KR 74-63 en Keflavík vann Grindavík 58-52. ÍS skoraði sex fyrstu stig leiks- ins gegn KR og héldu forystunni utan eitt skipti þegar KR-ingar jöfnuðu í 30-30 í upphafi seinni hálfleiks. Alda Leif Jónsdóttir og Casie Lowman skoruðu sautján stig fyrir ÍS og Lovísa Guðmunds- dóttir fimmtán. Lovísa náði að auki ellefu fráköstum, átti fimm stoðsendingar og varði átta skot. Katie Wolfe skoraði 25 stig fyrir KR og Hildur Sigurðardóttiir 20, þar af tíu af vítalínunni. Keflvíkingar höfðu frumkvæð- ið gegn Grindvíkingum allan tím- ann. Mestur varð munurinn ellefu stig en í leikhléi leiddu Keflvík- ingar 33-29. Varnarleikur beggja liða var góður en mikið var um mistök í sóknarleiknum. Keflvík- ingar höfðu góðar gætur á Kesha Tardy og skoraði hún aðeins tíu stig í leiknum. Við það fengu Ólöf Pálsdóttir og Sólveig Gunnlaugs- dóttir betra næði í sókninni og skoraði Sólveig sextán stig og Ólöf fimmtán. Anna María Sveins- dóttir var stigahæst Keflvíkinga með átján stig, Birna Valgarðs- dóttir skoraði ellefu og Erla Reyn- isdóttir tíu. ■ Úrslitakeppni 1. deildar kvenna: ÍS og Keflavík unnu ALDA LEIF JÓNSDÓTTIR Skoraði sautján stig og átti tíu stoðsendingar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.