Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.03.2004, Blaðsíða 26
26 16. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 MARS Þriðjudagur Tæplega tvítugur fiðluleikari,Theresa Bokany, kemur fram í Salnum í Kópavogi í kvöld ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. „Ég hef búið í útlöndum allt mitt líf, en kem hingað heim þegar ég get,“ segir Theresa, sem er ís- lensk í móðurætt en ungversk í föðurætt. Hún er fædd í Hollandi og bjó þar fyrstu átta ár ævi sinnar, eða allt þangað til foreldrar hennar fluttu til Lyon í Frakklandi, þar sem þau hafa búið síðan. Síðustu tvö árin var Theresa í námi í Sviss, þar sem hún lærði á fiðlu hjá Tibor Varga, einum helsta fiðlusnillingi síðustu aldar. Nú stefnir hún á frekara fiðlunám. „Ég veit samt ekki hvert ég fer, því kennarinn minn dó í haust. Hann var kominn til Austurríkis í annan tónlistarskóla og ég hefði átt að fylgja honum, en þá dó hann. Nú er ég að leita mér að nýj- um kennara og nýjum tónlistar- skóla.“ Þær Theresa og Anna Guðný ætla að flytja þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó, og byrja á sónötu eftir Guiseppe Tartini sem jafnan er nefnd Djöflatrillan. Nafnið seg- ir kannski allt sem þarf, og víst er að töluverða snilli þarf á fiðluna til að geta komist skammlaust í gegn- um þetta verk. Theresa segir að ákveðin saga fylgi Djöflatrillunni. „Tartini var mikill fiðlusnillingur, en hann var eitthvað óhress með trillurnar sín- ar. Svo dreymdi hann einhverju sinni að djöfullinn sat við rúm- stokkinn hjá honum og var að spila á fiðlu. Djöfullinn sagði að ef hann lærði ekki að trilla almennilega, þá myndi hann taka hann. Strax og hann vaknaði samdi Tartini þetta verk og æfði sig á því til að geta spilað jafn vel og djöfullinn.“ Að lokinni Djöflatrillunni flytja þær sónötu nr. 1 í D-dúr eftir Beet- hoven, og ljúka síðan tónleikunum með sónötu í A-dúr eftir Cesar Franck. Theresa segir þessar tvær sónöturnar ekki jafn erfiðar í flutningi og Djöflatrilluna, að minnsta kosti ekki á sama hátt. „En Beethoven sónatan er svo brothætt og fíngerð, maður má ekki gera hvað sem er. Og hjá Franck er svo mikið að gerast í rómantíkinni, það er mikill hama- gangur.“ Tónleikarnir í Salnum hefjast klukkan átta í kvöld. ■ ■ TÓNLEIKAR Spilar eins og djöfullinn sjálfur BJÖRN BRÓÐIR FINDING NEMO kl. 4 M. ÍSL. TALI kl. 3.50 M. ÍSL. TALIkl. 5.40, 8, og 10.20SOMETHING GOTTA GIVE kl. 4, 6, 8 og 10ALONG CAME POLLY SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 B. i. 14 ára LORD OF THE RINGS KL. 4 & í Lúxus kl. 5 & 9 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 LOVE IS IN THE AIR kl. 6 kl. 10 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER SÝND kl. 5.30 og 9.15 B.i. 16 HESTASAGA kl. 8.15 THE DISH kl. 10 BETTER THAN SEX kl. 10.20 FILM-UNDUR KYNNIR KALDALJÓS kl. 6 LAST SAMURAI kl. 7.15 Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna-hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlauna- hafanum Renée Zellweger og Jude Law. RENEÉ ZELLWEGER: Besta leikkona í aukahlutverki. SÝND kl. 8 og 10.30 B.i. 16 Frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX HHH SV MBL AMERICAN SPLENDOR kl. 6 og 8 SÝND kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 THE HAUNTED MANSION kl. 4 COLD MOUNTAIN kl. 6 og 9 Rafmagnaður erótískur tryllir frá framleiðendum „The Fugitive“ og „Seven“. SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 8 HHH1/2 SV MBL HHHH „Snilld! Fersk, tilgerðarlaus, átakanleg og seiðandi!“ - Roger Ebert, Chicago Sun-Times HHH JHH kvikmyndir.com HHHHH „Mesta töfraverk ársins.“ - Mark Eccleston, Glamour Frábær gamanmynd frá leikstjórum There’s Something About Mary og Shallow Hal SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 Mögnuð spennumynd með Denzel Washington SÝND kl. 3.45 og 5.50 HUNDAHEPPNI kl. 4 og 6 GOTHIKA kl. 8 og 10.10 B.i. 16 T H E P A S S I O N O F T H E C H R I S T – F O R S A L A H A F I N Biblíunámskeið Biblían er án efa merkasta bók allra tíma. Hún varð til á u.þ.b. 1500 árum og er til á flestum heimilum. Hún hefur orðið þúsundum til mikillar blessunar. Í þetta sinn munum við leita svara hennar á framvindu sögu Evrópu, Bandaríkjanna, samkirkjuhreyfingarinnar og endurkomu Jesú Krists. Einnig mun leitað svara hennar við ótrúlegum atburðum líðandi stundar og framtíðarinnar. 5 fyrirlestrar verða haldnir um þessi efni á miðvikudögum kl 20:00 í Loftsalnum að Hólshrauni 3 (við Fjarðarkaup) HAFNARFIRÐI. Annar fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 17. mars og sá síðasti miðvikudaginn 7. apríl. Björgvin Snorrason, guðfræðingur og kirkjusagnfræðingur flytur fyrirlestrana. Námskeiðið er öllum opið og ókeypis. KJARKUR VIÐ FRAMKVÆMUM s. 564 2910 • www.sos.is Síðustu sýningar Sýningin sem slegið hefur í gegn. Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Fimmtud. 18. mars kl. 21.00 -UPPSELT Föstud. 26. mars kl. 21.00 -örfá sæti laus THERESA BOKANY OG ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Þær flytja þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó í Salnum í Kópavogi í kvöld. Rokkað gegn rasisma TÓNLEIKAR Hljómsveitirnar Dáða- drengir, Coral, Lokbrá, Jan Mayen og Blúsbyltan ætla að rokka gegn rasisma á Gauki á Stöng í kvöld. Tónleikarnir byrja klukkan hálfátta. Aldurstakmark er ekkert, en það kostar þrjú hundruð krónur inn. „Við viljum reyna að ná til unga fólksins,“ segir Birna Björnsdóttir, sem er í stjórn sam- takanna Heimsþorp sem standa að tónleikunum. Samtökin voru stofnuð árið 2001 af hópi ungs fólks sem taldi tíma kominn til að berjast gegn kynþáttafordómum á Íslandi. „Okkur fannst á sínum tíma vanta eitthvað til að vega upp á móti ýmsum samtökum þjóðern- issinna. Við reynum að halda málþing mánaðarlega og svo höf- um við haldið þessa tónleika ár- lega. Þetta er í þriðja skiptið núna,“ segir Birna. Hún segir meðlimi samtak- anna núna vera eitthvað um 300 talsins, en reyndar urðu samtök- in fyrir því óhappi að félagaskrá- in týndist. En það er verið að bæta úr því, sem er mögulegt vegna þess að tölvupóstföng meðlima eru til á skrá. „Við erum að endurskipu- leggja samtökin svolítið núna,“ segir Birna. „Við erum líka með kynningarátak og ætlum til dæm- is að vera í anddyrinu á Músík- tilraunum að kynna okkur. Svo erum við að gera bækling til að dreifa í skólum og félagsmið- stöðvum.“ ■ Sláttuvélamarkaðurinn. Faxafeni 14 kjallara (undir Bónus). Sími : 5172010 Opið 9 -17 virka daga 10 - 14 laugardaga 20% afsl. af fylgihlutum ef komið er með hjól í viðgerð REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I DÁÐADRENGIR Kemur fram á tónleikum gegn kynþáttafordómum á Gauknum í kvöld ásamt Coral, Lokbrá, Jan Mayen og Blúsbyltunni. ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir japönsku kvikmyndina Suona no onna, eða Konuna í sandinum, eftir Hiroshi Teshigahara frá árinu 1927 í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Heimsþorp - samtök gegn kynþáttafor- dómum á Ís- landi, standa fyrir tónleikum á Gauki á Stöng. Fram koma Dáðadrengir, Coral, Lokbrá, Jan Mayen og Blúsbyltan. Ekkert ald- urstakmark og 300 krónur inn.  20.00 Theresa Bokany fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja sónötur eftir Giuseppe Tartini, Ludwig van Beethoven og César Franck í Salnum, Kópavogi. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Hannes Hólmsteinn Gissur- arson stjórnmálafræðingur flytur erindi í Norræna hús- inu í fyrirlestraröð Sagn- fræðingafélags Íslands, Hvað er (um)heimur? Erind- ið nefnist Lítil þjóð í stórum heimi. Sjálfstæðisbar- átta, þjóðerni og hnatt- væðing.  16.30 Sigurður Líndal flytur fyrirlestur um valdsvið forsetans og stjórnskipu- lega stöðu hans á Lög- fræðitorgi Háskólans á Akureyri, sem haldið er í Þingvallastræti 23, stofu 14.  17.00 Danski heimspekingurinn Peter Kemp heldur fyrirlestur, sem ber heitið Heimsborgari tuttugustu og fyrstu aldarinnar, í aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu I. ■ ■ SAMKOMUR  21.00 Margrét Hugrún Gústavs- dóttir, Valur Brynjar Antonsson, Valdi- mar Tómasson, Guðbjartur Sævars- son, Kristín Eva Þórhallsdóttir og Sig- urjón Starri Hauksson lesa úr verkum sínum á Skáldaspírukvöldi á Jóni for- seta. Hlynur Ö. Þórisson flytur frum- samin lög á milli upplestra. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.