Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR BARÁTTAN GEGN MANSALI Ut- anríkisráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu í dag í samvinnu við dóms- og kirkjumála- ráðuneytið um alþjóðlega baráttu gegn mansali. Talið er að fjórar milljónir manna, einkum konur og börn, séu seld- ar mansali ár hvert, oftast til kynlífsþrælk- unar. Ráðstefnan verður í Norræna hús- inu og hefst klukkan 13. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VETUR Í UPPSIGLINGU á Norður- landi og Vestfjörðum. Talsverð snjókoma fram undan þar. Skaplegra í borginni. Þó leiðinda blástur. Hiti eitthvað yfir frost- marki. Sjá síðu 6 19. mars 2004 – 78. tölublað – 4. árgangur ● 57 ára í dag Friðrik Pálsson: ▲ SÍÐA 20 Smíðavinna og hátíðarhöld ● grill um páskana ● til hnífs og skeiðar Inga Þyrí Kjartansdóttir: ▲ SÍÐUR 36–37 Gamla góða lambalærið best ÁÐUR MEÐ SKOT Skömmu áður en drengur lést af völdum voðaskots á Selfossi höfðu tvívegis fundist byssuskot í fórum drengsins sem var með honum þegar hann lést. Sjá síðu 2 HRYÐJUVERKIN Á SPÁNI Fimm menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að hryðjuverkunum á Spáni. Stjórn- völd neita að hafa reynt að blekkja þjóðina með því að benda á ETA. Sjá síðu 4 FRIÐURINN ÚTI Íslendingarnir á flug- vellinum í Pristina eru óhultir eftir að skær- ur blossuðu upp í Kosovo. NATO hefur sent aukaherlið á staðinn, þar sem óttast er að styrjöld geti brotist út. Sjá síðu 6 NORSKI PRINSINN TIL ÍSLANDS Hákon krónprins Noregs og Mette-Marit krónprinsessa koma í opinbera heimsókn til Íslands í lok júní. Þetta var ákveðið á fundi forseta Íslands og Hákonar í kon- ungshöllinni í Ósló í gær. Sjá síðu 8 PAKISTAN, AP Herforingjar í pakist- anska hernum og háttsettur stjórnmálamaður telja að þeir hafi umkringt Ayman al-Zawahri, næstæðsta mann al-Kaída og helsta samstarfsmann hryðju- verkaforingjans Osama bin Laden. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagði í viðtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina CNN að hann hefði fengið þær upplýsingar að hermenn hans hefðu umkringt mjög háttsettan leiðtoga al-Kaída en gaf ekki meira upp. AP-frétta- stofan segir hins vegar þrjá menn, tvo herforingja og háttsettan stjórnmálamann, hafa staðhæft að þarna sé al-Zawahri, nánasti sam- starfsmaður bin Ladens, á ferð. Al-Zawahri er sagður í hópi meintra al-Kaídaliða og talibana sem pakistanskir hermenn hafa króað af nærri landamærunum að Afganistan. Hundruð her- manna hafa tekið þátt í aðgerðum gegn meintum hryðjuverka- mönnum og notað stórskotalið og herþyrlur gegn vígamönnunum. Á fimmta tug manna hið minnsta hafa fallið í bardögum síðustu daga. ■ matur o.fl. ● að fermast á upphlut ● fermingargjafir Helgi Rafn: ▲ SÍÐUR 21–35 Myndi fermast aftur fermingar SIGURGÖNGU MR Í GETTU BETUR ER LOKIÐ Sigurgöngu Menntaskólans í Reykjavík í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, lauk í gær. Lið skólans beið lægri hlut fyrir liði Borgarholtsskóla, 31-28. MR hafði unnið Gettu betur ellefu ár í röð. Yngvi Pétursson, rektor MR, tók þessum tíðindum með ró og sagði keppnina hafa verið jafna og spennandi. „Það hlaut að koma að þessu og ég óska Borgarholtsskóla innilega til hamingju með sigurinn.“ Strákarnir í Borgarholtsskóla fögnuðu sigrinum í gær en segjast hvergi nærri hættir, þeir ætli alla leið og MR hafi einungis verið ein hindrunin á þeirri leið. Sjá nánar á bls. 54 TETRA ÍSLAND Dómsmálaráðuneytið, stærsti nothafi þjónustu Tetra Ís- lands, hefur ekki trú á því að fyrirtækinu takist að forðast gjaldþrot, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Önnur fyrirtæki á fjarskiptamarkaði vilja nýta sér stöðuna og hafa hug á rekstri tetra-kerfis. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Og Vodafone hafi ver- ið í sambandi við fyrirtæki sem hafa nýtt sér þjónustu Tetra Ís- lands og lýst áhuga sínum á því að taka yfir reksturinn. Slíkur rekst- ur er sagður falla vel að öðrum fjarskiptarekstri og mun tölu- verður áhugi vera fyrir því að skoða leiðir, þar sem trú á framtíð Tetra Íslands fer þverrandi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er ekki grundvöllur fyrir rekstri Tetra Íslands nema frjálsir eftirgjafarsamningar takist en til þess þurfa stærstu kröfuhafar að samþykkja veru- lega niðurfellingu skulda. Eins þurfa samningar við stærstu not- endur þjónustunnar að liggja fyrir. Hvorugt þessara skilyrða er fyrir hendi, að sögn Jóns Páls- sonar, framkvæmdastjóra Tetra Íslands. Í skýrslu sem gerð var í kjöl- far óháðrar úttektar á fyrirtæk- inu voru lagðar fram hugmyndir um endurskipulagningu á rekstri og efnahag félagsins. Í því skyni að auka tekjur hefur Tetra lagt fram tillögur til notenda um breytingar á gjaldskrá fyrir þjón- ustu, en ekki hefur enn náðst um það samkomulag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun dómsmálaráðuneyt- ið ekki endurskoða samning sinn við Tetra Ísland fyrr en endur- skipulagningu fjárhags fyrirtæk- isins er lokið. Til þess þarf meðal annars að auka hlutafé og fella niður skuldir að hluta. Hluthafar Tetra hafa hins vegar lýst því yfir að ekki sé hægt að auka hlutafé í félaginu nema auknar tekjur verði tryggðar. sda@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is Pakistanski herinn telur sig vita um Ayman al-Zawahri: Næstráðandi bin Ladens umkringdur Tetra Ísland á barmi gjaldþrots Dómsmálaráðuneytið fellst ekki á hækkun gjaldskrár Tetra Íslands fyrr en endurskipulagningu fjárhags er lokið. Til þess þarf að tryggja auknar tekjur og auka hlutafé. Önnur fjarskiptafyrirtæki ásælast reksturinn. Framtíð hersins í Keflavík: Viðræður í apríl VARNARMÁL Davíð Oddsson for- sætisráðherra reiknar með að viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli hefjist á ný í næsta mánuði. Davíð tók í frétt- um RÚV í gær- kvöld undir sjónarmið um að hryðjuverkin í Madríd kunni að breyta viðhorf- um Bandaríkja- manna til varna í Keflavík. Davíð vísaði til um- mæla Bush Bandaríkjaforseta þess efnis að engin þjóð megi vera varnarlaus gagnvart hryðjuverkum. Forsætisráðherra reiknar með að sest verði að samningaborði í næsta mánuði, en bendir á að herstöðvar í Evr- ópu séu nú í almennri skoðun Bandaríkjastjórnar. ■ Fuglaflensa: Tryggt gegn dauðsföllum VÍETNAM, AP Kjúklingabóndinn Pham Duc Binh hefur gripið til nýstárlegra aðgerða til að fá neyt- endur til að kaupa kjúklinga á ný en kjúklinganeysla hefur dregist mjög saman vegna fuglaflensu. Pham heitir því að ef einhver and- ist af völdum sjúkdómsins eftir að hafa borðað kjúkling frá honum muni hann greiða aðstandendum viðkomandi bætur auk alls sjúkrakostnaðar. Smitist einhver af fuglaflensu innan fimmtán daga frá því að hafa keypt kjúkling frá Pham fær fjölskylda viðkomandi andvirði tæprar hálfrar milljónar króna í bætur andist viðskiptavinurinn. Tryggingafélag ábyrgist greiðslur til aðstandenda allt að 30 manns, en fimmtán Víetnamar hafa látist af völdum fuglaflensu. ■Kvikmyndir 46 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 46 Sjónvarp 52 Nýtt kortatímabil Kringlu kast Alla helgina! 1 9 . M A R S T I L 2 5 . M A R S 2 0 0 4birta vikulegt tímarit um fólkið í landinu ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK N R . 1 0 . 2 0 0 41 Guðforeldrar í kaþólskum og lúterskum sið Skrautleg og skræpótt bikinítíska Feður með börn á brjósti Hverjir fylgjast með þér? Sjónvarpsfréttamaðurinn Hlynur Sigurðsson Betri í golfi en salsa Sjónvarpsdagskrá næstu7daga ▲ Betri í golfi en salsa birta ● Hverjir fylgjast með þér? ● Persónuleikapróf Fylgir Fréttablaðinu dag Sjónvarpsfrétta- maðurinn Hlynur: DAVÍÐ ODDSSON Reiknar með við- ræðum um varnar- mál Íslands í næsta mánuði. VIÐ HLIÐ BIN LADEN Ayman al-Zawahri var iðulega við hlið Osama bin Laden þegar sá síðarnefndi kom fram opinberlega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.