Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 2
2 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR “Af öryggisástæðum get ég ekki tjáð mig um það.“ Erlendur Hjaltason er framkvæmdastjóri Eimskips en allur búnaður vegna upptöku á nýjustu Bat- man-myndinni var fluttur með skipi félagsins eftir að tökum lauk. Spurningdagsins Erlendur, var Batmóbíllinn um borð? ■ Lögreglufréttir ■ Norræna Fundu tvisvar skot á öðrum piltinum Nokkru áður en Ásgeir Jónsteinsson lést af völdum voðaskots höfðu tví- vegis fundist byssuskot í fórum drengsins sem var með honum þegar hann lést. Í annað skiptið var farið með skotið til lögreglu til eyðingar. LÖGREGLUMÁL Sýslumaðurinn á Sel- fossi segir að foreldri drengsins, sem var með Ásgeiri Jónsteinssyni þegar hann lést við andarpollinn á Selfossi á mánudagskvöld, hafi fundið skot í fór- um hans áður en þessi hörmulegi atburður átti sér stað. Þá fann gangavörður í grunnskólanum einnig skot á honum nokkru fyrir voðaskotið og kom þeim til lögreglu til eyð- ingar. „Við vissum það ekki fyrr en eftir á að for- eldrar hans hefðu fundið skot. Þetta kallar á breytt vinnu- brögð. Fyrst og fremst er ætlun mín að hér eftir verði ekki tekið við skotum öðruvísi en að þau verði skráð og viðkomandi verði spurður ákveðinna spurninga. Síð- an verður metið hvort krafist verði ákveðinnar rannsóknar,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Hann segir lögregluna oft taka við skotum og eigi það yfirleitt sín- ar eðlilegu skýringar og hefur í sjálfu sér ekki kallað á neinar rannsóknir. Aðspurður játti Ólafur því, að málið horfi öðruvísi við þegar skot finnst í fórum svo ungs drengs. „Við erum fyrst og fremst að kanna af hverju þetta gerist með þessum hætti og ég get ekki svar- að öðru en að þetta hefði getað hent hvaða lögreglumann sem er. Þetta kallar á breytt vinnubrögð hér innanhúss og við eigum með einhverjum hætti að grípa inn í einstök mál þegar verið er að skila skotum,“ segir Ólafur Helgi. Drengurinn sem var með Ás- geiri þegar hann lést á mánu- dagskvöld fór frá Selfossi til Hveragerðis á puttanum fyrr um daginn. Heimildir herma að hann hafi sótt skammbyssuna í skúr í Hveragerði en hann og vinur hans höfðu um viku áður tekið byssuna, sem lá á glámbekk, af heimili þess síðarnefnda og falið hana í skúrnum. Samkvæmt heimildum blaðsins gróf drengurinn, sem var með Ás- geiri þegar hann lést, byssuna í jörð á opnu svæði skammt frá heimili sínu þegar hann kom með hana á Selfoss. Þar hljóp eitt skot úr byssunni. Seinni part sama dags fóru hann og Ásgeir að andarpoll- inum við Gesthús þar sem þeir not- uðu tré sem skotmark. Þeir skutu um tíu skotum úr byssunni áður en slysaskot varð Ásgeiri að bana. hrs@frettabladid.is Líkfundarmálið í Norðfirði: Lögregla afhendi rannsóknargögn LÖGREGLUMÁL „Dómurinn segir okkur að menn, lögregla og ákæru- vald geta ekki farið með gögnin eins og þeim sýnist,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga Ragnarssonar, í líkfundarmálinu. Hæstiréttur synjaði kröfu ríkis- lögreglustjóra um að verjanda Tom- asar Malakauskas yrði synjað um aðgang að gögnum sem beinast að honum í málinu um þriggja vikna skeið. Sveinn Andri segir að hálfur mánuður hafi liðið frá að hann bað um gögnin þar til að lögreglan bað um fyrir dómi að hann fengi ekki gögnin. „Ég átti að fá þau viku gömul og ef þeir ætluðu að framlengja þann frest yrðu þeir að fara með það fyr- ir dóm. En þeir gerðu það ekki fyrr en tveir dagar voru eftir af þriggja vikna frestinum sem þeir hefðu get- að fengið í dómi.“ Sveinn Andri seg- ir sig vera búinn að fá hluta gagn- anna og verið sé að útbúa restina fyrir hann. Verjandi Tomasar var sá eini sem kærði úrskurð héraðsdóms fyrir Hæstarétti, sjálfur fór Sveinn Andri aðra leið. „Nú eigum við allir að fá gögnin því þetta gildir um okk- ur alla.“ ■ Slys í Vík í Mýrdal: Með brotna höfuðkúpu LÖGREGLUMÁL Eldri kona féll í göt- una í Vík í Mýrdal í fyrrinótt og höfuðkúpubrotnaði. Hún var flutt á bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Lögreglan var kvödd út vegna slyssins um miðnætti. Lá konan þá í götunni. Var talið að hún hefði misst meðvitund um tíma. Konan var flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttökuna í Reykjavík. Við læknisskoðun reyndist hún hafa höfuðkúpu- brotnað. Ekki er vitað hver orsök slyss- ins var, en tildrög þess eru í rannsókn hjá lögreglunni í Vík. ■ Voðaskot á Selfossi: Lögregla óskar upplýsinga LÖGREGLUMÁL Drengurinn sem var með Ásgeiri Jónsteinssyni þegar hann lést af völdum voðaskots á Selfossi á mánudagskvöld fór á puttanum frá Selfossi til Hveragerðis og aftur til baka fyrr um daginn. Lögreglan á Selfossi biður þá sem hafa tekið ungan lág- vaxinn dreng upp í bifreið sína aðra hvora leiðina að hafa sam- band í síma 480-1010. ■ Íslenska útvarpsfélagið: Tap í fyrra UPPGJÖR Íslenska útvarpsfélagið sem rekur meðal annars Stöð 2, Sýn og Bylgjuna tapaði 373 milljónum króna á síðasta ári. Hagnaður ársins á undan var 46 milljónir króna. Í tilkynningu félagsins kemur fram að niðurstaðan sé vel viðun- andi að teknu tilliti til afskrifta dagskrárefnis. Langtímaskuldir félagsins lækkuðu um rúma tvo milljarða, en skuldir hafa verið færðar á móðurfélagið Norðurljós og skammtímaskuldir hafa verið lækkaðar umtalsvert. Að sögn stjórnenda hafa að- haldsaðgerðir skilað árangri án þess að það hafi komið niður á dagskránni. Sú uppbygging muni halda áfram. ■ HAFRAHVAMMSGLJÚFUR Þar var ungi maðurinn sem lést á mánu- daginn við störf þegar óhappið átti sér stað. Banaslysið við Kárahnjúka: Öryggi ábótavant KÁRAHNJÚKAR „Rannsókn stendur enn yfir vegna málsins en það er ljóst að ekki var farið að einu og öllu að reglum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson. forstjóri Vinnueft- irlitsins, vegna banaslyssins sem varð á vinnusvæði Impregilo við Kárahnjúka á mánudaginn var. Þar lést ungur starfsmaður verk- takafyrirtækisins Arnarfells þeg- ar hnullungur féll á hann úr brött- um klettavegg sem hann vann við að bora í um miðja nótt. „Einn þátturinn sem við skoðum er lýs- ing á svæðinu þar sem slysið varð en ekkert er hægt að fullyrða að svo stöddu.“ ■ Börn með Goldenhar-heilkenni: Ráðuneyti vinna að úrlausn FÉLAGSMÁL Félagsmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið vinna að gerð heildstæðrar úrlausnar fyrir börn með Goldenhar-heilkenni, að því er fram kom í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Valdimars L. Frið- rikssonar alþingismanns um hvað félagsmálaráðuneytið hefði gert til að koma til móts við þau börn og aðstandendur þeirra. Í svari félagsmálaráðherra kom fram að málið snerist að hluta til um hver bæri kerfislega ábyrgð á þjónustunni við þessi börn og sam- ræmingu hennar. Þessi mál væru oft á gráu svæði, ekki síst milli heilbrigðisráðuneytis og félags- málaráðuneytis. Þess vegna væri mjög mikilvægt að góð samvinna tækist með þeim ráðuneytum um úrlausn þeirra. Félagsmálaráð- herra sagði að samvinna í þessu máli hefði verið með ágætum. Hann upplýsti enn fremur, að hann hefði á undanförnum mán- uðum átt í viðræðum við foreldra barna með Goldenhar-heilkenni, þar sem reynt hefði verið að kort- leggja á hvern hátt ráðuneytið og undirstofnanir þess gætu komið að þjónustu og stuðningi við þessi börn svo og önnur börn sem álíka væri ástatt um. ■ SVEINN ANDRI SVEINSSON Hæstiréttur synjaði kröfu um að verjanda Tomasar Malakauskas yrði synjað um gögn í málinu um þriggja vikna skeið. INNBROT Í KEFLAVÍK Brotist var inn í blómabúð í Keflavík í fyrri- nótt. Eigendur verslunar í sama húsi tóku eftir að einn glugga vantaði í blómabúðina og gerðu lögreglu viðvart. Málið er í rann- sókn lögreglu. M YN D /Ó M AR R . V AL D IM AR SS O N FRÁ TJALDSVÆÐINU Á SELFOSSI Drengurinn sem var með Ásgeiri þegar hann lést fór á puttanum frá Selfossi til Hvera- gerðis sama dag til að sækja skammbyssu sem hann hafði falið í skúr ásamt vini sínum. „Fyrst og fremst er ætl- un mín að hér eftir verði ekki tekið við skotum öðru vísi en að þau verði skráð og við- komandi verði spurður ákveðinna spurninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA AFTUR Í SIGLINGU Ferjan Nor- ræna mun hefja áætlunarsigling- ar á ný á morgun eftir viðgerð á skrokki ferjunnar í Þýskalandi. Ferjan sigldi á bryggju í Þórs- höfn í janúar eftir að hún kom úr fyrstu ferð ársins til Seyðisfjarð- ar. Stórt gat rifnaði á skrokkinn. Norræna fer frá Hanstholm klukkan fjögur á morgun áleiðis til Færeyja. ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra vinnur að málefnum barna með Goldenhar-heilkenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.