Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 4
4 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR Ertu sátt(ur) við tilfærslu frétta- tíma Stöðvar 2? Spurning dagsins í dag: Telur þú þörf á eftirliti alþjóðastofn- ana með kosningum á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 49% 51% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Miðausturlönd ■ Evrópa ÍRAK Þriðja sprengjan á jafnmörg- um dögum sprakk í Basra í Írak í gær og tók líf fjögurra saklausra vegfarenda sem leið áttu hjá eftir- litsbifreið breska hersins. Daginn áður létust sjö þegar öflug bíla- sprengja sprakk við Mount Le- banon hótelið í miðborg Bagdads og þrír til viðbótar urðu fórnar- lömb sprengju sem sprakk í bandarískri sjónvarpsstöð norðan við höfuðborgina á þriðjudaginn. Upphaflega var óttast að tala látinna við hótelið væri mun hærri en það var síðar dregið til baka. Tæplega 50 særðust og Mount Lebanon-hótelið gjöreyði- lagðist. Fórnarlömb sprengjutilræða í landinu síðan stríðinu lauk eru því orðin yfir 400 talsins sem er litlu minna en heildarfjöldi hermanna sem létust í stríðinu sjálfu. Er- lendir fréttaritarar á svæðinu verða í sívaxandi mæli varir við ólgu gagnvart herjum banda- manna í landinu og fer þeim Írök- um fjölgandi sem telja að tími sé til kominn fyrir hina hernumdu þjóð að losa sig úr viðjunum. ■ Fleiri handteknir Fimm Norður-Afríkumenn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Madríd. Spænska stjórnin ætlar að birta gögn til að sýna fram á að hún hafi ekki reynt að blekkja þjóðina með því að benda á ETA. MADRÍD, AP Fimm menn voru hand- teknir í gær, grunaðir um að eiga þátt í hryðjuverkaárásunum í Madríd á fimmtudag í síðustu viku. Þar með hafa ellefu verið handteknir og voru fimm þeirra, sem handteknir voru á laugardag, leiddir fyrir dómara í gær. Þrír Marokkómenn voru hand- teknir í og við Alcala de Henares utan við Madríd þaðan sem þrjár af fjórum lestum sem voru sprengdar lögðu upp. Fjórði mað- urinn er einnig frá Marokkó og er talið að hann hafi átt beinan þátt í sjálfsmorðsárásum í Casablanca í Marokkó sem kostuðu 33 lífið auk tólf sprengjumanna. Litlar upplýs- ingar var að fá um fimmta mann- inn sem var handtekinn en talið að hann væri frá Norður-Afríku. Perúísk kona lést af sárum sín- um í gær og hafa því 202 látið lífið af völdum sprengjuárásanna. Fráfarandi ríkisstjórn Spánar ákvað í gær að birta gögn sem lágu fyrir fyrst eftir árásina. Með því vill hún sýna fram á að hún hafi engu haldið leyndu þegar hún sakaði aðskilnaðarhreyfingu ETA um að bera ábyrgð á árásin- ni. Sósíalistar, sem fljótt taka við stjórnartaumunum, vísuðu á bug gagnrýni Bandaríkjanna og fleiri viljugra þjóða um að með því að draga lið sitt frá Írak væru þeir að gefa eftir gagnvart hryðju- verkum. Talsmaður þeirra sagði þetta hafa verið stefnu flokksins frá því löngu fyrir árásirnar í Madríd og hún hefði ekkert breyst. Hópur íslamskra vígamanna sem hafa lýst ábyrgð á árásunum á hendur sér sögðu að Japan, Ítal- ía, Bretland og Ástralía kynnu að verða næstu skotmörk sín. Varn- arviðbúnaður er víða mikill og í Bretlandi og Frakklandi urðu tafir á lestarsamgöngum vegna grun- samlegra pakka og hótana. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins lagði í gær til að komið yrði upp miðlægum evr- ópskum gagnagrunni yfir hryðju- verkamenn til að auðvelda baráttu gegn þeim. ■ Blair skammaður: Sakaður um stríðsglæpi LONDON, AP „Þú ert stríðsglæpamað- ur,“ öskraði stríðsandstæðingurinn Michael Start að Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, þegar Blair kom í heimsókn í skóla í norðurhluta London í gær. Þar hélt forsætisráð- herrann ræðu um menntamál sem féll þó í skuggann af öskrum mót- mælandans. „Þú ættir ekki að halda þessa ræðu; einu ræðurnar þínar ættir þú að flytja frammi fyrir alþjóðastríðs- glæpadómstólnum,“ hrópaði mót- mælandinn og bætti við að þúsundir hefðu látið lífið vegna ákvarðana for- sætisráðherrans og þúsundir til við- bótar ættu eftir að láta lífið. ■ SLEPPT ÚR FANGELSI Líbíumanni sem bresk stjórnvöld gruna um að- ild að hryðjuverkastarfsemi verður sleppt úr haldi eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að fang- elsun hans væri ólögleg. Maðurinn var handtekinn fyrir ári en dómn- um þykir ekki vera sýnt fram á að hann hafi brotið nokkuð af sér. 29 ÁKÆRÐIR Ítalskir saksóknarar hafa lagt fram kæru á hendur 29 manns vegna umfangsmikilla fjársvika sem tengjast ítalska stór- fyrirtækinu Parmalat. Meðal þeirra sem eru ákærðir eru stofn- andi fyrirtækisins og helstu stjórn- endur. VARAR NATÓ VIÐ Háttsettur rúss- neskur hershöfðingi varaði Atlants- hafsbandalagið í gær við því að staðsetja hersveitir í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Hann sagði slíkt geta aukið á spennu og bætti við að það myndi kalla á viðbrögð Rússa en tiltók ekki hver þau yrðu. 58 LÉTUST 58 manns létu lífið í hús- hruninu í rússnesku borginni Ark- hangelsk eftir gassprengingu. Þeirra á meðal voru níu börn. 24 var bjargað lifandi úr rústunum en tveir þeirra létust þegar á sjúkra- hús var komið. Ekki er talið að fleiri lík eigi eftir að finnast. BANN VIÐ FRAMKVÆMDUM Hæstiréttur Ísraels hefur lagt ótímabundið bann við vinnu við hluta veggsins sem skilur Ísraela og Palestínumenn að. Fram- kvæmdir nærri átta palestínsk- um þorpum liggja því niðri þar til kveðið hefur verið upp úr um lögmæti þess sem Ísraelar kalla öryggisvegg en Palestínumenn aðskilnaðarmúr. Hjúkrunarfræðingur kom að slysinu: Valt á dráttarvél niður 27 metra LÖGREGLA Maður á fertugsaldri slasaðist töluvert eftir að drátt- arvél sem hann ók lenti út af veginum og valt niður 27 metra skammt norðan við Njálsgil í Svínadal í gærdag. Að sögn lög- reglunnar í Búðardal er krafta- verk að maðurinn hafi komist lifandi frá slysinu en hann var vel á sig kominn líkamlega. Um 80 gráðu halli er á brekkunni sem dráttarvélin valt niður en hún stöðvaðist rétt við árfarveg Hvolsár. Manninum tókst þrátt fyrir að vera slasaður að skríða aftur upp á veginn. Þar stöðvaði hann vegfaranda sem reyndist vera hjúkrunarfræðingur og veitti hún honum fyrstu hjálp en ekk- ert símasamband er á staðnum. Þá kom hún manninum fyrir í bíl sínum og keyrði í átt til Búð- ardals og hringdi í lækni um leið og samband fékkst á far- síma hennar. Læknirinn taldi best að hún héldi áfram með hann til Búðardals þar sem sjúkrabíll beið og flutti hann til Reykjavíkur. Maðurinn var að flytja fimm tonn af byggi þegar slysið varð og telur hann sig hafa sofnað við aksturinn en dráttarvélin fór vinstra megin út af vegin- um miðað við akstursstefnu. ■ Samræmd vísitala: Lækkaði á Íslandi VERÐBÓLGA Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 113,9 stig í febrúar og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ís- land 125,7 stig, lækkaði um 0,3% frá því í janúar. Frá febrúar 2003 til jafnlengd- ar árið 2004 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neyslu- verðs, 1,5% að meðaltali í ríkjum EES, 1,6% á evrusvæðinu og 1,4% á Íslandi. Mesta verðbólga á evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 2,6% í Grikk- landi. Í Noregi mældist 1,5% verðhjöðnun og í Finnlandi var verðbólgan 0,2%. ■ EYÐILEGGING OG DAUÐI Dúfur liggja eins og hráviði á götunni fyrir framan Mount Lebanon-hótelið í Bagdad. Ekkert lát er á sprengjutilræðum Íraka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P MINNINGARATHÖFN Í RÓM Fjöldi fólks safnaðist saman við ráðhúsið í Róm, höfuðborg Ítalíu, í gær á minningarathöfn sem samtök ítalskra borgarstjóra skipulögðu til að sýna þjóðarsamstöðu með Spánverjum. ÖRYGGISGÆSLA Í PARÍS Öryggisgæsla hefur verið hert í Frakklandi. Tafir urðu á lestarsamgöngum vegna ótta við hryðjuverk. BHM styður ASÍ: Kröfur um sama lífeyrisrétt KJARAMÁL „Miðstjórn Bandalags háskólamanna (BHM) lýsir yfir stuðningi við kröfu stéttarfélaga innan Alþýðusambands Íslands gagnvart fjármálaráðherra um að félagsmenn þeirra njóti sama líf- eyrisréttar og ríkisstarfsmenn innan annarra samtaka launa- fólks,“ segir í ályktun sem mið- stjórn BHM samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni. „Enn fremur hvetur miðstjórn BHM til þess að reglur um samskipti aðila á vinnu- markaði verði samræmdar,“ segir í ályktuninni. ■ Daglegar sprengjuárásir á hermenn bandamanna í Írak: Mannfallið nálgast fimmta hundraðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.