Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 6
6 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,42 -0,25% Sterlingspund 128,54 0,48% Dönsk króna 11,61 -0,08% Evra 86,47 -0,09% Gengisvísitala krónu 121,39 0,80% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 392 Velta 7.533 milljónir ICEX-15 2.541 0,26% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 151.866 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 145.786 Straumur Fjárfestingarbanki hf 138.141 Mesta hækkun Grandi hf. 2,94% SÍF hf. 1,65% Straumur Fjárfestingarbanki hf 1,56% Mesta lækkun Sæplast hf. -1,82% Og fjarskipti hf. -1,21% Landsbanki Íslands hf. -0,63% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.239,7 -0,6% Nasdaq* 1.956,4 -1,0% FTSE 4.402,5 -1,2% DAX 3.822,8 -1,9% NK50 1.428,7 -0,2% S&P* 1.115,8 -0,7% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hver er formaður Stúdentaráðs? 2Hver er eiginmaður menntamálaráð-herra? 3Til hvaða stofnunar hefur ÁstþórMagnússon leitað vegna ójafnvægis í umfjöllun fjölmiðla um forsetaframbjóð- endur? Svörin eru á bls. 54 Fjarlægja þurfti 40 tonn: Síðustu menn úr Meðallandsfjöru BJÖRGUN Frágangi í Meðallands- fjöru vegna björgunar Baldvins Þorsteinssonar EA lauk laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Fjarlægja þurfti um 40 tonn af dráttartaug- um, vírum og öðrum búnaði úr fjörunni og flytja til Reykjavíkur. „Við þurftum að grafa skarð í gegnum sandöldu svo hægt væri að draga vírinn beint frá dráttar- skipinu. Um tíu til fimmtán þúsund rúmmetrar af sandi voru teknir úr öldunni og þeim svo aftur komið á sinn stað að verkinu loknu,“ segir Guðmundur Hjálmarsson, sem sá um framkvæmdir vinnuvéla á landi. Guðmundur segir að verkið hafi tekist þar sem margir tóku höndum saman. Hann segir alla sem leitað var til hafa verið fúsa til að hjálpa, að nóttu sem degi. Þakk- læti vill hann koma til manna Landsvirkjunar, Vegagerðarinnar, bílstjóra, tækjamanna, björgunar- sveitarmanna og allra annarra sem að verkinu komu. Guðmundur segir það hafa ver- ið áfall þegar vírinn slitnaði á milli Baldvins og dráttarskipsins í fyrstu tilraun við að draga Baldvin af strandstað. Ekki hafi þó verið annað að gera en að halda ótrauðir áfram og að verkinu loknu hafi menn verið hvíldinni fegnir. Hann segir þá Samherjafrænd- ur Þorstein Má og Kristján hafa stjórnað allri framkvæmdinni í heild sinni af stakri prýði. ■ KOSOVO Mikil óöld geisar nú í Kosovo eftir að átök blossuðu upp milli Serba og Albana en átökin hafa kostað 22 lífið og allt að 500 eru særðir. Óttast er að átök eigi eftir að hefjast aftur en mikil ólga er meðal þjóðarbrotanna. Hefur NATO þegar sent fleiri hermenn á vettvang en um 17 þúsund her- menn eru þar að jafnaði við friðar- gæslustörf. Eru þetta blóðugustu skærur í landinu síðan árið 1999. Um 30 Íslendingar starfa á flugvellinum í Pristina í Kosovo en allir voru þeir heilir á húfi þrátt fyrir að fáeinir þeirra hafi orðið fyrir skothríð þegar þeir reyndu að slökkva eld í íbúðarhúsi skammt frá flugvellinum. Um 300 manns starfa á flug- vellinum og var honum lokað fyrir almennri flugumferð þar sem farþegar komust ekki frá vellinum sökum óaldar í bænum Kosovo- Polje sem flugvöllurinn stendur við. Þungt yfir íbúum landsins „Hér er eldfimt ástand og ég óttast að það eigi eftir að versna til muna næstu daga,“ segir Árni Snævarr, sem starfar í Pristina á veg- um OSCE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu. „Það er þungt yfir íbúum landsins enda er þetta tvímælalaust þung- bært fyrir friðargæsluliðin og það gríðarlega starf sem unnið hefur verið til að koma varanlegum friði á í landinu.“ Árni segir reiði fólks þó ekki beint að útlendingum heldur séu eingöngu erjur milli Serba og Al- bana. „Átökin hófust í bænum Mitrovica fyrir norðan Pristina þegar þrjú börn drukknuðu við að reyna að komast undan Serbum sem eltu þau. Dag- inn áður hafði ung- ur Serbi verið skot- inn í bænum Cagla- via og það hafa ver- ið smáskærur síð- an sem svo mögn- uðust upp í þau blóðugu átök sem urðu í fyrradag. Serbar og Albanar hugsa hverjir öðrum þegjandi þörfina og heyrst hefur að Serbar geri sér að leik að loka vegum hér og þar með vegatálmum. Kraumað undir í langan tíma Íbúar Kosovo hafa um hríð ver- ið vonsviknir með litlar efndir Sameinuðu þjóðanna en áætlanir um alla uppbyggingu og viðreisn í landinu hafa ekki gengið eftir. Í Kosovo stóð einmitt yfir klukku- stundar langt verkfall til að mót- mæla hægaganginum. Óeirðir og átök hafa átt sér stað á mörgum stöðum í landinu og bendir flest til að meiri átök séu fram undan. Í bænum Obilic var serbnesk kirkja brennd til grunna og kveiktir eldar í húsum Serba á svæðinu. Í Pristina voru byggingar í eigu Serba eyðilagðar og þeir Serbar drepnir sem til náðist á göt- um úti. Mikil reiði er í Serbíu vegna árása Albana á landa þeirra og hefur verið mótmælt á götum úti. Um 200 þúsund Serbar yfirgáfu Kosovo þegar stríðinu lauk en tals- verður fjöldi heldur sig enn á af- viknum svæðum, sértaklega í norð- urhluta landsins. „Þarna kemur fram hið sanna eðli Albana,“ sagði forsætisráð- herra Serbíu, Vojislav Kostunica, þegar fyrstu fréttir bárust af óeirð- unum. Ekki er langt síðan hann bar upp framtíðartillögu fyrir Kosovo um að landinu yrði hreinlega skipt eftir þjóðarlínum, Serbar fengju norðurhlutann og Albanir suður- hlutann. albert@frettabladid.is Smástirni: Aldrei farið nær jörðinni SAN DIEGO, AP Smástirni þaut fram- hjá jörðu í gærkvöldi, nær en nokkurt smástirni hefur áður komið að jörðu. Vísindamenn höfðu þó ekki miklar áhyggjur af árekstri enda var áætlað fyrir fram að smástirnið yrði í um 42.640 kílómetra fjarlægð þegar það færi framhjá suðurhveli jarðar á ellefta tímanum í gær- kvöld. „Það fer nokkuð örugglega framhjá,“ sagði stjarnfræðingur- inn Paul Chodas sem starfar hjá bandarísku geimvísindastofnun- inni, NASA. ■ Íslenskir starfsmenn flug- vallarins í Pristina: Höfum það allir gott KOSOVO „Það er allt með kyrrum kjörum hér á flugvellinum fyrir utan að það er nóg að gera,“ segir Egill Már Markússon, flugumferð- arstjóri á alþjóðaflugvellinum í Pristina í Kosovo. Hann er í hópi þeirra 30 Íslendinga sem sjá um rekstur flugvallarins en ekkert amaði að þeim nema þreyta. „Við höfum lítið orðið varir við óeirð- irnar fyrir utan að við fáum ekki að fara heim til okkar. Við gistum hér í fyrrinótt og gerðum það aftur í gærnótt en við höfum það allir mjög gott. Það er mikið að gera hér og von á tug herflutningavéla með mannskap næstu dagana.“ ■ Traustur og framsækinn með baksýnisspegli ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 03 2 0 3/ 20 04 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Skoda Octavia Laurin&Klement Fyrst skráður: 02.2003 Ekinn: 16.000 km Vél: 1800cc, 5 gíra Litur: Svartur Verð: 2.680.000 kr. Búnaður: Leður, sóllúga, 4WD, Turbo, spoiler, Xenon ljós o.fl. Tilboðsverð: 2.490.000 kr. FRÁ MEÐALLANDSFJÖRU Guðmundur Hjálmarsson, sem sá um framkvæmdir í landi, segir verkið hafa tek- ist þar sem margir góðir menn tóku hönd- um saman. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Friðurinn úti í Kosovo Íslendingarnir á flugvellinum í Pristina allir óhultir eftir að skærur Albana og Serba í Kosovo blossuðu upp. Friðargæslusveitir gera það sem þær geta en NATO hefur þegar sent aukaherlið. ÁTÖKIN Í KOSOVO september 1998 NATO gefur Milosevic lokaaðvörun um að hætta árásum sínum á Kosovo-Albani. mars 1999 NATO hefur loftárásir á gömlu Júgóslavíu vegna Kosovo. júní 1999 Milosevic dregur herlið sitt til baka. Samein- uðu þjóðirnar senda friðargæslulið til Kosovo. desember 2003 Friðarvegvísir handa Kosovo dreginn upp og gildir til ársins 2005. mars 2004 Verstu skærur í Kosovo síðan 1999 blossa upp. ÁRNI SNÆVARR Til eru áætlanir um skyndi- brottflutning erlendra starfsmanna í Kosovo en Árni vonar að ekki komi til þess. FRÁ PRISTINA Reiðir íbúar réðust gegn friðargæslusveitum þegar þær gerðu sig líklegar til að stilla til friðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.