Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 10
10 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR SPÁNVERJA MINNST Í PALESTÍNU Á aðra milljón palestínskra skólabarna gerðu hlé á skólastarfi sínu í gær til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Madríd viku fyrr. Börnin héldu spænskum og palestínskum fánum á lofti og höfðu einnar mínútu þögn í virðingarskyni við þá látnu. Páll Skúlason: Skólagjöldin yrðu hófleg SKÓLAGJÖLD Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, segir að fái skólinn heimild til að innheimta skólagjöld af stúdentum verði um hófleg gjöld að ræða. Hann telur víst að Lána- sjóðurinn muni lána fyrir þeim. Páll telur einboðið að Alþingi muni setja skólanum hámark eins og gert hefur verið í nágrannalönd- um þar sem skólagjöld hafa verið tekin upp við ríkisháskóla. Hann segist skilja vel þá af- stöðu stúdentaforystunnar að setja sig alfarið gegn skólagjöldum. „Ég skil auðvitað sjónarmið stúdenta að vera almennt á móti skólagjöldum. Hins vegar er rétt að benda á að þótt Háskólinn fái hugsanlega heimild til skólagjalda segir það ekkert um það að hún verði nýtt til að reyta fé af stúdentum. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ segir Páll. Fyrir háskólafundi sem verður næsta mánudag liggur að taka af- stöðu til þess hvort óska eigi eftir almennri heimild til upptöku skóla- gjalda en deildar meiningar eru inn- an Háskólans um hvort taka eigi svo stórt skref. Ef slík tillaga fæst ekki samþykkt má gera ráð fyrir að ósk- að verði eftir heimild til upptöku skólagjalda í framhaldsnámi. ■ Segir ekki horfa illa í fjarskiptarekstrinum Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir umfjöllun um fjarskiptaviðskipti OR hafa verið villandi. Hann segir tap mestmegnis skýrast vegna afskrifta viðskiptavildar. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, telur að í umfjöllun fjölmiðla um fjárfestingar fyrir- tækisins í fjarskiptum hafi verið dregin upp villandi mynd af raun- verulegri stöðu mála. Hann segir að því hafi ekki verið haldið til haga að eftir fjárfestingarnar standi verulegar eignir sem skap- að geti orkuveitunni miklar tekjur í framtíðinni. „Í fjölmiðlum hafa verið settar fram tölur þar sem hlutum er blandað saman eins og kaupum á hlutabréfum og eignum og einnig er lagt saman uppsafnað tap Línu.Nets hf., Rafmagnslínu og Tetra Íslands,“ segir Guðmundur. Þegar fjallað er um kaup Orkuveitunnar á ljósleiðaraneti Línu.Nets telur Guðmundur eðli- legra að miða við að Orkuveitan hafi fengið til baka fjögur hundr- uð milljónir en að hún hafi lagt út 1.350 milljónir þar sem kaupverð ljósleiðaranetsins hafi meðal ann- ars verið í hlutabréfum í Línu.Neti. „Það er fjarri lagi að halda því fram að þessi fjárfesting sé glöt- uð nema hvað stærsti hluti fjár- festingarinnar í Tetra-kerfinu verður afskrifaður á árunum 2003 og 2004 vegna þeirra erfiðleika sem fyrirtækið hefur verið í,“ segir Guðmundur. „Ljósleiðarinn var keyptur af Línu.Neti haustið 2002 og samein- aðist OR í janúar 2003. Kerfið var keypt fyrir 1.758 milljónir og er nú hluti af OR. Í janúar var Raf- magnslína ehf. sameinuð OR og gengu þá eignir og skuldir Raf- magnslínu inn í OR en þess má geta að Rafmagnslína ehf. var með jákvætt eigið fé við þá gjörð upp á 65 milljónir,“ segir Guð- mundur. Guðmundur segir að hafa þurfi hugfast þegar skoðuð sé rekstrarniðurstaða fjarskipta- fyrirtækja sem Orkuveitan teng- ist, að tapið sé að mestum hluta vegna afskriftar á viðskiptavild sem hafi skapast við sameiningu og kaup á eignum. „Oftast var greitt fyrir viðskiptavildina með hlutabréfum í Línu.Neti, oft á mjög háu gengi. Þannig var við- skiptavild lægst greidd með hlut- um í LN á genginu fimm og hæst níu en ekki með beinum peninga- greiðslum. Þess vegna er eðli taprekstursins mikilvægt og alls ekki eðlilegt að telja hann allan til kostnaðar hjá OR,“ segir Guð- mundur. Hann ítrekar einnig að Orku- veitan sé ekki eini hluthafinn í Línu.Neti og Tetra Íslandi, sem mikið hafa verið til umræðu. Orkuveitan á 68 prósent í Línu.Neti en 44 prósent í Tetra Ís- landi. „Það verður einnig að hafa í huga að tapreksturinn fer til lækkunar eiginfjár þessara fyrir- tækja sem varð til með framlagi hluthafa á hlutafé. Varast ber því að leggja saman hlutafjárframlög og taprekstur því þá er oft verið að telja sömu krónuna tvisvar,“ bætir hann við. Guðmundur telur að framtíð Orkuveitunnar í fjarskiptarekstri sé góð. „Miklar eignir og tekjur eru í fjarskiptarekstri þeim sem Orkuveitan kemur að og ekki má einungis horfa á aðra hliðina á peningnum. Tekjur fara vaxandi af fjarskiptarekstrinum og það er síður en svo að illa horfi með þessa fjárfestingu,“ segir Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. thkjart@frettabladid.is Ólögleg uppsögn: Bæturnar lækkaðar HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur lækkaði bótagreiðslu Háskóla Íslands til Gunnars Þórs Jónssonar, fyrrum pró- fessors, úr sjö milljónum króna í fjór- ar en staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að honum hefði verið sagt upp með ólöglegum hætti. Gunn- ar var upphaflega leystur tímabundið frá störfum eftir að hafa fengið áminningu fyrir alvarlega vanrækslu í starfi. Þegar ljóst var að ekki mætti víkja honum úr starfi á þeim grund- velli var staða hans lögð niður, og þykir réttinum ljóst að það hafi verið gert til að koma manninum frá. Hæstiréttur taldi rétt staðið að uppsögn hans úr stöðu yfirlæknis. ■ Lögregluforingi stal dóppeningum og missir starfið – kominn tími til Staða dómstóla rædd á Alþingi: Efasemdir um sjálfstæði dómstóla DÓMSTÓLAR Efast var um sjálfstæði dómstólanna á Alþingi í utandag- skrárumræðu um starfsskilyrði héraðsdómstólanna er Jón Bjarna- son, þingmaður Vinstri grænna, hóf máls á. Enn fremur kom fram að dómsmálum hefði fjölgað verulega á síðustu árum og fjárveitingar þættu ekki nægilegar. Fram kom að fjöldi opinberra mála hefur þrefaldast og einkamál- um fjölgað úr rúmum sex þúsund í tæp 17 þúsund. Jafnframt var vitn- að í ályktun Dómarafélags Íslands þar sem segir að dómarar telji það brýnt að fjárveitingar til héraðs- dómstóla verði auknar. Jón benti á að dómsvaldinu væri ætlað að vera einn þriggja horn- steina lýðveldisins, auk fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds. Hins vegar heyrðu dómstólar nú undir framkvæmdavald og því mætti spyrja að því hvort sjálfstæði þeirra væri með þeim hætti sem ætlað er. Hann spurði hvort ekki væri rétt og jafnvel afar brýnt að skilja algerlega í milli og færa stjórnsýslu dómsmálanna frá fram- kvæmdavaldinu og beint undir Al- þingi til að tryggja sjálfstæði þeirra. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði allt tal um að þrengt hafi verið að fjárhag héraðsdóm- stóla úr lausu lofti gripið og umtals- verð raunhækkun hafi orðið á fjár- framlögum til þeirra undanfarin ár. Einnig sagðist hann algerlega ósam- mála þeim sem telja að sjálfstæði dómstólanna sé ekki tryggt. ■ Á LEIÐ Í LAND Línabátar mokveiða nú fyrir austan og fást allt að 18 tonn í róðri. Austurbyggð: Mokveiði á línuna AUSTURBYGGÐ Línubátarnir Narfi SU og Heiðrún SU hafa mokveitt á línuna að undanförnu grunnt undan Stöðvar- firði. Mestur hluti aflans er steinbít- ur. Á þriðjudaginn fékk Narfi rúm 18 tonn á 46 bala og Heiðrún fékk 9,7 tonn á 26 bala. Báðir bátarnir þurftu að fara tvær ferðir í land með afla úr sömu lögninni. Róðurinn hjá Narfa þar á undan var svipaður og hafa þessi tveir síðustu róðrar Narfa gefið ríflega 30 tonn. Narfi og Heiðrún eru gerð út frá Stöðvarfirði og eru einu línubátarnir í Austurbyggð. Aflinn er lagður upp hjá Skútuklöpp og stein- bíturinn er frystur hjá Loðnuvinnsl- unni. ■ Þyrping og ÍAV: Byggja við Borgartún FRAMKVÆMDIR Íslenskir aðalverk- takar og Þyrping hafa gert samn- ing um uppyggingu á níu þúsund fermetra skrifstofu- og þjónustu- húsnæði á Bílanaustsreitnum við Borgartún 26. Einnig verður byggt íbúðarhúsnæði á reitnum. Fyrirtækin tvö munu vinna saman að deiliskipulagi á lóðinni ásamt skipulagsyfirvöldum í Reykjavík. Þær byggingar sem nú eru á reitnum verða rifnar niður. Þetta kemur fram í frétt frá fyrirtækjunum, en ráðgert er að framkvæmdir hefjist 2005. ■ PÁLL SKÚLASON Rektor Háskóla Íslands segir að ef tekin verði upp skólagjöld sé líklegast að há- mark verði sett á þau og að Lánasjóðurinn láni stúdentum fyrir þeim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A FRAMLAG ORKUVEITUNNAR TIL FJARSKIPTAFYRIRTÆKJA Framlög Lína.Net Rafmagnslína Tetra Lína.Net Rafmagnslína Tetra 1999 214 214 2000 88,9 88,9 2001 670,8 40 296,5 670,8 40 296,5 2002 -408,3 0 131,7 1.350,5 0 131,7 2003 0 0 0 0 0 0 Samtals 567,4 40 428,2 2.324 40 428,5 Svar Orkuveitunnar um fjár- festingar 15. febrúar 2004 Túlkun forstjóra Orkuveitunnar á framlögum nú GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir verðmætar eignir vera til staðar eftir fjárfestingar í fjarskiptum. JÓN BJARNASON Spurði hvort ekki væri rétt að færa dómstólana frá dómsmálaráðuneyti beint undir Alþingi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Allar tölur eru í milljónum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.