Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 12
12 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir EFNALEKI Í LONDON Hættuleg efni láku út í miðborg Lundúna eftir árekstur nærri þinghúsinu í gær. Slökkviliðs- menn í varnarbúningum gegn eitrun komu fljótt á staðinn og hreinsuðu efnin upp. Aristide segist ekki stefna friðinum í hættu: Heldur sig til hlés HAÍTÍ, AP Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseti Haítí, segist munu halda sig til hlés í stjórnmál- um landsins, í það minnsta meðan á dvöl hans á Jamaíka stendur. „Ég vil fullvissa íbúa Jamaíku um að ég myndi aldrei notfæra mér þá gestrisni sem bræður mín- ir og systur hér á Jamaíku hafa sýnt mér til að gera eitthvað sem gæti hindrað friðarferlið í mínu ástkæra Haítí,“ sagði Aristide þeg- ar hann ræddi við P. J. Patterson, forsætisráðherra Jamaíku. Stjórn- völd á Haítí og í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt Jamaíku fyrir að hleypa Aristide til landsins. Gerard Latortue, forsætisráð- herra Haítí, hefur vísað á bug gagnrýni sem ríkisstjórna hans hefur sætt fyrir að engir fulltrúar fyrri valdhafa eigi sæti í henni. „Þessi ríkisstjórn er ekki flokkspólitísk og ég hvet fólk til að dæma hana út frá þeim árangri sem hún nær,“ sagði Latortue. Samtök Karíbahafsríkja hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort þau viðurkenni nýju ríkis- stjórnina. Það verður rætt á fundi leiðtoga ríkjanna í næstu viku. Þeir hafa farið fram á rannsókn á atburðum sem leiddu til þess að Aristide fór frá Haítí. Sjálfur hef- ur hann sagt að Bandaríkjamenn hafi neytt sig úr landi en því vísa þeir alfarið á bug. ■ ATVINNUMÁL Í skoðanakönnun sem Samtök iðnaðarins létu gera og kynnt var á iðnþingi fyrir helgi kom fram að mikill meirihluti Íslendinga vill að út- gáfa á atvinnuleyfum til fólks frá nýj- um aðildarlöndum Evrópusambands- ins verði takmörkuð. Þann 1. maí ganga tíu lönd til viðbótar í ESB og öðlast þegnar þess heimild til að stunda atvinnu á öllu Evrópska efna- hagssvæðinu. Íslensk yfirvöld hafa hins vegar farið að dæmi flestra ná- grannalanda okkar og óskað eftir því að fá tveggja ára aðlögunartíma áður en réttur fólks frá hinum nýju aðild- arríkjum tekur gildi. Aðild að Evrópusambandinu fel- ur í sér aðgang að hinum sameinaða evrópska markaði sem Ísland er að- ili að í gegnum EES. Borgarar innan EES þurfa alla jafna ekki að sækja um leyfi til þess að stunda vinnu í öðrum aðildarríkjum. Áhyggjur af markaðsraski vegna ásóknar íbúa fátækari ríkja Evrópu til að komast í vinnu í ríkari löndum valda því að víða hefur verið gripið til sérstakra ráðstafana vegna stækkunarinnar. Fréttablaðið leitaði álits nokk- urra aðila vinnumarkaðarins á því hvort slík undanþága sé nauðsyn- leg. ■ Forseti Tsjetsjeníu: Þúsundir hafa horfið TSJETSJENÍA, AP Um 3.000 manns hafa horfið í Tsjetsjeníu frá því stríðið við Rússa hófst árið 1999 að sögn Akh- mads Kadyrov, forseta Tsjetsjeníu, sem vill að hafin verði rannsókn á hvarfi fólksins. Hvort tveggja upp- reisnarmönnum og rússneskum her- mönnum hefur verið kennt um hvarf þúsunda einstaklinga í stríðinu. Eink- um hafa aðgerðir Rússa sem beinast að ungum mönnum, sem grunaðir eru um tengsl við uppreisnarmenn, vakið ótta. Fjöldi þeirra hefur verið hrifsað- ur af hermönnum og aldrei heyrst til þeirra. Sonur forsetans hefur verið sagður standa fyrir slíkum aðgerðum en neitar því. ■ FÉLL AF HESTBAKI Rúmlega fimm- tugur maður var fluttur á slysadeild eftir að hann féll af hestbaki í hest- húsahverfinu Heimsenda á Vatns- enda um kvöldmatarleytið á mið- vikudagskvöld. Maðurinn var með hjálm en meiddist á höfði og fæti. ÖLVAÐUR Á RANGRI LEIÐ Maður var tekinn ölvaður við akstur á vinnu- svæði austast á Selfossi á miðviku- dagskvöld. Maðurinn hafði ekki gert sér grein fyrir hjáleið framhjá framkvæmdunum og þvældist mik- ið ölvaður á bílnum á vinnusvæðinu. KVEIKTU Í DEKKJUM Kveikt var í dekkjahrúgu við Gagnheiði á Sel- fossi í fyrrinótt. Mikill reykur kom frá dekkjunum og var slökkviliðið kvatt á staðinn. Málið er í rannsókn lögreglu. Bríetar Bjarnhéðinsdóttur minnst: Kvenréttindakona og jafnréttissinni MINNISVARÐI Ríkisstjórnin hefur að tillögu félagsmálaráðherra og um- hverfisráðherra, samþykkt að gera minnisvarða í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og jafnréttis- baráttu hennar. Árið 2006 verða 150 ár liðin frá fæðingu hennar. Bríet fæddist árið 1856 og ólst upp að Böðvarshólum í Vatnsdal. Bríet hóf útgáfu Kvennablaðsins árið 1895 en árið 1907 gekkst hún fyrir stofnun Kvenréttindafélags Íslands og var formaður þess til ársins 1926. Bríet gekkst fyrir því að öll kvenfélög í Reykjavík tóku höndum saman á árunum 1908–1916 og buðu fram sérstaka kvennalista í Reykja- vík. Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í forystu íslenskrar kvennabaráttu snemma á 20. öldinni og lagði grunn að jafnréttisvakningu meðal kvenna og annarra jafnréttissinna. Tilhlýðilegt þykir að minnast Bríetar og afreka hennar þegar hálf önnur öld verður liðin frá fæðingu hennar og hefur Kvennasögusafni Íslands verið falið að undirbúa gerð minnisvarðans. ■ Úthafskarfi og kolmunni: Kvótinn klár SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráðu- neytið hefur ákveðið leyfilegan heildarkvóta fyrir úthafskarfa og kolmunna á þessu ári. Heimilt verður að veiða 493 þúsund tonn af kolmunna og 55 þúsund tonn af úthafskarfa. Veið- ar á úthafskarfa og kolmunna eru háðar leyfum Fiskistofu. ■ HRYÐJUVERKAMENN Tveir sautján ára piltar frömdu hryðjuverk saman, annar í búningi al-Aqsa, hinn í búningi Hamas-samtakanna. Netið: Svíar loka vef Hamas STOKKHÓLMUR, AP Sænska síma- fyrirtækið Telia hefur lokað fyrir vef Hamas-samtakanna. „Það er okkar mat að á vefnum sé kynt undir kynþáttahatur, sem er ólög- legt,“ sagði Jan Sjögren, talsmað- ur Telia, þegar hann kynnti ákvörðunina. Sænskur hryðjuverkasérfræð- ingur, Magnus Norell, segir bein tengsl milli vefsins og Hamas- samtakanna sem var bætt á lista Evrópusambandsins yfir hryðju- verkahreyfingar í september á síðasta ári. „Að mínu mati eru tengslin augljós, ekki síst ná- kvæmar lýsingar á aðgerðum samtakanna og það hversu snemma þær birtast á vefnum,“ sagði hann. ■ Ari Edwald: Ekki þörf á undanþágu Ari Edwald, framkvæmdastjóriSamtaka atvinnulífsins, telur ekki sérstaka þörf á undanþágu vegna stækkunar ESB. „Við höfum í sjálfu sér fallist á þá leið þó við höf- um ekki talið vera sérstaka þörf á því að grípa til sér- stakra ráðstafana ekki frekar núna en við stofnun EES. En það er það sem hefur verið ákveðið,“ segir hann. „Það sem ýtti undir þá niðurstöðu var að það var almennt hjá þjóðun- um í kringum okkur að leggja niður fyrir sér einhverja aðlögun. En það er ekki þar með sagt að það þurfi endilega að vera sömu reglur fyirr þessi inngöngulönd á þessu tveggja ára tímabili eins og er fyrir lönd sem eru þar utan við,“ segir hann. Ari telur mikilvægt að aðlögun- artíminn sé nýttur skynsamlega. „Ég tel það vera mikilvægt að nota þennan tveggja ára tíma til þessara aðlögunar þannig að við sjáum fram á það að þegar honum lýkur þá geti íbúar þessara nýju inngöngulanda haft sömu réttindi og skyldur eins og íbúar annarra ríkja á svæðinu – og við Íslendingar þá einnig gagn- vart þeim,“ segir hann. ■ Halldór Björnsson: Fylgjast með þróuninni Halldór Björnsson, formaðurStarfgreinasambandsins, segist vera ánægður með að sú leið sem Al- þýðusamband Ís- lands lagði til hafi verið farin og óskað eftir aðlögunartíma. Hann nefnir þó að sumar þjóðir í Evr- ópu hafi farið fram á enn lengri aðlögunar- tíma; allt að sjö árum. „Þetta var svona fyrsta vers hérna og menn myndu svo skoða hvernig þróunin yrði og fara þá hugsanlega fram á meiri aðlögun. Þetta var niður- staðan hér á landi og ég stend með henni,“ segir Halldór. Hann segir að það hafi sýnt sig að Ísland sé enginn útkjálki í atvinnu- tilliti enda sé nú þegar töluverður straumur fólks sem sækist eftir að starfa hér á landi þar sem kjörin séu góð. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af afleiðingum stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins. „Þetta getur haft áhrif á vissar stéttir. En ég held að menn hafi samið um nokk- uð gott ákvæði varðandi erlenda verkamenn sem koma hingað. Það er reynt að koma í veg fyrir undirboð í kjörum til erlendra verkamanna,“ segir hann. ■ Vilmundur Jósefsson: Landið sé sem opnast Vilmundur Jósefsson, formað-ur Samtaka iðnaðarins, segir að samtökin móti stefnu sína að miklu leyti út frá vilja félags- manna en í könn- un Gallups kom einnig fram að mikill meirihluti, um tveir-þriðju- hlutar, forsvars- manna aðildarfélaga séu á þeirri skoðun að takmarka skuli veit- ingu atvinnuleyfa til einstaklinga frá nýju aðildarlöndum Evrópu- sambandsins. „Hins vegar höfum við lagt á það áherslu gagnvart stjórnvöld- um að þær reglur sem koma til með að líta dagsins ljós fyrir 1. maí verði ekki strangari en nú er,“ segir hann. Vilmundur segir að tekið sé mið af því að nágrannalöndin hafi öllu óskað eftir undanþágum en að Samtök iðnaðarins vilja að bráðabirgðaákvæðið verði af- numið sem fyrst. Hann telur mikilvægast að landið sé sem opnast fyrir við- skiptum og fólki í báðar áttir. „Við lítum þannig á að þetta sé bara skammtímaaðgerð,“ segir Vil- mundur. ■ Gylfi Magnússon: Áhyggjur óþarfar Gylfi Magnússon, dósent í hag-fræði við Háskóla Íslands, seg- ir að frá sjónarhóli hagfræðinnar sé augljóst að h r e y f a n l e i k i vinnuafls sé mjög æskilegt og hafi mikla kosti fyrir atvinnulíf sem geti brugðist við sveifl- um í framboði og eftirspurn á vinnuafli með því að geta fengið tímabundið, eða varan- lega, vinnuafl frá öðrum löndum. „Það er hins vegar ekkert laun- ungarmál að verkalýðsfélög, sem hugsa fyrst og fremst um hags- muni félagsmanna, eru tortryggin á þetta og líta svo á að samnings- staða þeirra og störf einstakra að- ildarmanna kunna að vera í hættu,“ segir hann. Gylfi telur þó að almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur enda séu áhrifin í heild jákvæð þótt það gildi hugsanlega ekki um þá sem séu í beinni samkeppni við hið er- lenda vinnuafl. ■ Á ENN STUÐNINGSMENN Frakkar reyna nú að afvopna íbúa Haítí. Þeirra á meðal eru margir stuðningsmenn Aristides, eins og maðurinn sem heldur hér á mynd af forsetanum fyrrverandi. Íslendingar vilja takmarka atvinnuleyfi til útlendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.