Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 16
Frændurnir Þorsteinn Már Bald-vinsson og Kristján Vilhelms- son, helstu eigendur Samherja, fóru fyrir þeim sem unnu að björg- un Baldvins Þorsteinssonar EA af strandstað. Frændurnir sýndu af sér þolgæði og þrautseigju. Þeir gáfust aldrei upp þó útlitið væri ekki alltaf bjart. Þeir sáu með framkomu sinni til þess að aðrir misstu ekki móðinn, sem varð til þess að losa tókst skipið án þess að nokkur maður meiddist. Fyrirtæki þeirra frænda hefur gengið ótrúlega vel þá tvo áratugi sem það hefur verið starfandi. Oft hefur verið um það rætt og meðal annars sagt að heimanmundur þeirra hafi verið meiri en annarra, það er vegna skipstjórakvóta, sem þeir fengu fyrir um tuttugu árum. Ýmist hefur þeim frændum verið bölvað eða þeim hrósað. Þeir hafa verið öfundaðir og dáðir. Þeir hafa þótt harðir og fastir á sínu. Þjóðin hefur fátt vitað annað en það sem sagt hefur verið, gott eða vont, um þá og þeirra fyrirtæki. Þegar þeirra helsta skip strand- aði og þjóðin fylgdist með kom í ljós hvaða menn þeir hafa að geyma. Í eina viku störfuðu þeir fyrir opnum tjöldum. Nánast eins og í raunveruleikasjónvarpi. Fylgst var með orðum þeirra, gerð- um og hugsunum. Þá skýrðist líka myndin. Þeir sýndu slíkt fordæmi og ósérhlífni að eftir var tekið. Það sannaðist enn og aftur að enginn nær árangri til langs tíma sem hef- ur ekki marga kosti að bera. Fyrir okkur sem vitum ekkert hvað er gert á skrifstofu Samherja og höf- um kannski ekki skilið velgengni þeirra, skiljum hana nú. Íslenskt samfélag er svo lán- samt að eiga marga menn eins og þá frændur. Menn sem eru þess hæfir að geta veitt forystu öflug- um fyrirtækjum með glæsilegum árangri. Samherjafrændur eru nefndir hér sem fremstir meðal jafningja. Svo sannir eru þeir að þegar hluti áhafnar Baldvins varð að vera næturlangt um borð í hinu strandaða skipi, í miðjum björgun- araðgerðum, afréð Kristján Vil- helmsson að fara ekki á hótel þá nóttina. Hann kaus að vera í fjör- unni þar sem hann lagðist til svefns stutta stund. Hann vildi vera nærri ef eitthvað kæmi upp á þegar sjómennirnir höfðust við í hina strandaða skipi. Það var ekki bara af fjárhags- ástæðum sem varð að bjarga skip- inu og ekki heldur vegna þess að milli útgerðar og sjómanna eru sterkar tilfinningar til skipa sinna. Það varð ekki síst að bjarga Bald- vini Þorsteinssyni þar sem algjör- lega ómögulegt væri að hafa hann á sandinum í áraraðir. Það vildi enginn og ekki síst þess vegna var hvergi slegið af við björgunina, sem tókst frábærlega undir stjórn þeirra Þorsteins og Kristjáns. ■ Þrátt fyrir að um 17.000 börnséu nú í leikskólum landsins gleymist þetta fyrsta skólastig oft. Þetta sést vel í þeirri umræðu sem nú er í samfélaginu um skóla- gjöld. Þá hugsa fáir til leikskól- anna, þar sem skólagjöld eru þó hæst. Leikskólagjöld allt að 400.000 kr. Nú geta skólagjöld í leikskóla oft verið yfir 30.000 kr. á hverjum mánuði fyrir eitt barn. Það er al- veg ljóst að slík gjöld, upp á um 400.000 kr. árlega, eru gríðarlega þungur baggi fyrir flestar fjölskyldur. Einn mánuður í leikskóla kostar svipað og eitt ár í háskóla. Fjölskyld- ur leikskólabarna eru iðulega sá hópur sem hefur hvað þrengstu fjárráðin. Hér er oftast um að ræða unga foreldra sem eru að koma sér þaki yfir höf- uðið og hefja þátttöku á vinnu- markaðinum. Nú er það nær almenn regla að börn fari í leikskóla enda er það eðlilegur hluti af skólagöngu hvers barns. Um 90% allra tveggja ára barna og eldri eru í leikskóla. Þessi háu skólagjöld eru mikil tímaskekkja og ber að afnema. Afnemum skólagjöld í leikskóla Lækkun eða afnám skólagjalda í leikskólum er einnig mikið jafn- réttismál. Þegar börnin eru orðin tvö, hvað þá þrjú, á leikskólaaldri getur það í mörgum tilfellum ver- ið hagstæðara fyrir annað for- eldrið að vera heima. Vegna kyn- bundins launamunar vill það oft verða móðirin. Þessi staðreynd hefur síðan aftur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði og því myndast vítahringur. Þennan vítahring verður að rjúfa. Í stefnu Samfylkingarinnar kemur skýrt fram að stefna skuli að því að gera leikskólana gjald- frjálsa. Sem 9. ríkasta þjóð í heimi er ljóst að við höfum efni á gjald- frjálsum leikskólum. Hækkun hjá dagforeldrum? Fæðingarorlof er nú samanlagt níu mánuðir og eftir þann tíma þurfa foreldrar að fara aftur á vinnumarkaðinn. Flestir leikskól- ar taka hins vegar við börnum frá tveggja ára aldri og því myndast a.m.k. 15 mánaða tímabil sem for- eldrar þurfa að brúa með ein- hverjum hætti. Á þessu tímabili leita margar fjölskyldur til dag- foreldra. Slík þjónusta er hins vegar dýr og getur einn mánuður fyrir eitt barn kostað allt að 50.000 krónur. Nýlega stefndi í að þessi þjón- usta yrði enn dýrari en nýr félags- málaráðherra ætlaði þá að tak- marka tekjumöguleika dagfor- eldra um 20% með því að fækka leyfilegum börnum hjá hverju dagforeldri úr fimm börnum í fjögur börn. Sem betur fer sá fé- lagsmálaráðuneytið að sér og hef- ur lagt þau áform á hilluna, en þó aðeins tímabundið. Tekjuskerðing dagforeldra er því enn yfirvof- andi. Á meðan leikskólar eru ekki fleiri en raun ber vitni er þjónusta dagforeldra mjög nauðsynleg. Það á að sjálfsögðu að vera markmið hvers sveitarfélags að tryggja hverju barni vist á leikskóla frá 9 mánaða aldri kjósi foreldrar svo. Eftirspurn eftir slíkri þjónustu er svo sannarlega til staðar. Það á svo að vera hlutverk al- mannavaldins að greiða kostnað við leikskóla. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um björgun Baldvins Þorsteinssonar EA. 16 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Yfirlýsing Ólafs Ragnars Gríms-sonar um framboðsmál hefur endurlífgað umræðuna í þjóðfélag- inu um hlutverk og vald forseta- embættisins. Eitt aðalatriði þessar- ar umræðu er gamalt lögfræðilegt þrætumál, sem hefur verið endur- lífgað í fjölmiðlum í þessari viku með viðtölum við helstu talsmenn hinn ólíku lagalegu sjónarmiða, þá Sigurð Líndal og Þór Vilhjálmsson. Báðir eru þeir virðulegir fræði- menn á sviði lögfræðinnar, sem í gegnum árin hafa verið kallaðir til svo leysa megi úr ágreiningi. Þór er bjargfast þeirrar skoðunar að for- setaembættið sé nánast valdalaust tignarembætti, sem geti einungis framkvæmt vald sitt fyrir tilstilli og með atbeina ráðherra. Sigurður hins vegar hafnar alfarið þessari skoðun og er staðfastur í því að for- setaembættið sé raunverulegt valdaembætti og málskotsrétturinn sé t.a.m. vald sem hann hafi alger- lega óháð atbeina ráðherra. Rót málsins liggur í því hvernig menn túlka umskiptin og umsköpunina á þjóðhöfðingjaembættinu frá hinum danska arfakóngi sem hafði að forminu til neitunarvald sem hann í raun gat ekki beitt, yfir til þjóðkjör- ins íslensks forseta sem hafði mál- skotsrétt til íslensku þjóðarinnar. Hér er á ferðinni lagaleg þrætubók sem hvorki er ný né einföld. Hún hefur enn ekki verið til lykta leidd og ólíklegt er að hún verði það á næstunni. Hitt er athyglisvert að þetta lögfræðilega álitaefni er í rauninni búið að taka á sig hápóli- tískan búning. Ástæðurnar fyrir þessu eru af tvennum toga. Girðingarmenn Annars vegar virðist sem ákveðinn hópur stjórnmálamanna, einkum sjálfstæðismanna, hafi alltaf átt mjög erfitt með að sætta sig við Ólaf Ragnar Grímsson á stóli forseta og hafi því viljað tryggar og helst sem þrengstar girðingar í kringum embættið á meðan hann situr þar. Lævíslega hefur sú túlkun verið kölluð hefð- bundinn skilningur á hlutverki for- setans, þ.e. að hann hafi litlu hlut- verki að gegna og hafi engin raun- veruleg völd og sé þegar öllu sé á botninn hvolft, nánast óþarfur. Þessi tónn hefur verið áberandi í eftirmála síðasta ríkisráðsfundar þar sem menn hafa gert lítið úr málskotsréttinum og sjálfur dóms- málaráðherra jafnvel lýst því yfir að ef málskot til þjóðainnar væri aðalatriði forsetaembættisins væri auðvelt að leysa forsetahlutverkið með rafrænum hætti. Óhjákvæmi- lega hefur umræðan tekið á sig pólitískan blæ, þar skynja menn al- mennt átök milli þeirra einstak- linga sem skipa forsetaembættið og forsætisráðherraembættið. Í þesari girðingavinnu sjálfstæðis- manna allri hefur hinn lagalegi hornstaur verið túlkun Þórs Vil- hjálmssonar á stjórnarskránni og stjórnskipulegri stöðu forsetans, enda hafa þeir hampað skrifum Þórs í þessari umræðu. Það má því segja að það sem lagt var upp með sem fræðilega lagatúlkun sé nú orðið að mikilvægu pólitísku vopni. Valdaembætti Það sem í öðru lagi gerir hina lagalegu þrætubók svo pólitíska snertir síðan Ólaf Ragnar Grímsson forseta sjálfan og hans nálgun og framgöngu í embætti. Ólafur hefur ekki haft mikinn áhuga eða skilning á því að sem forseta beri honum að sitja og standa, þar sem fyrrum pólitískir andstæðingr hans vilja. Í túlkun sinni og yfirlýs- ingu eftir ríkisráðsfundinn kom skýrt fram að hann lítur á for- setaembættið allt öðrum augum en þeir sem byggja mál sitt á túlkun Þórs Vilhjálmssonar. Ólafur Ragnar er, ef svo má segja, á sömu línu og Sigurður Líndal. Forsetinn benti á mál- skotsrétt þjóðkjörins forseta, manns sem kjörinn er beint af þjóðinni, til að draga fram mik- ilvægi ríkisráðsfundarins og hlutverk forsetans. Yfirlýsing Ólafs Ragnars í byrjun vikunnar er því í raun beint framhald af yfirlýsingu hans eftir að hafa verið hunsaður á ríkisráðsfundi. Ólafur vill beinlínis efna til um- ræðu um hlutverk forsetans og láta kosningabaráttuna snúast um þetta mál. Hann kveðst ekki munu sitja lengur undir að- finnslum og gagnrýni frá mönn- um sem telji sig hafa „skotleyfi á embættið“. Í þessu felst að forsetinn er að sækjast eftir umboði þjóðarinnar til að halda uppi andófi við girðingasmiðina í Sjálfstæðisflokknum. Hann er að sækjast eftir beinu umboði frá kjósendum til að halda á lofti tiltekinni túlkun á stjórnskipu- legu hlutverki og tilgangi for- setaembættisins. Pólitískur úrskurður? Engin leið er að útkljá með óyggjandi hætti hina lagalegu þrætubók fyrir kosningar, ef það er yfirleitt hægt. Þessi lagalega þrætubók er hins vegar líka póli- tísk þrætubók og þó lögfræðilegs úrskurðar sé ekki að vænta þá má líta svo á að forsetinn sé að óska eftir því að þjóðin felli ákveðinn pólitískan úrskurð í forsetakosningunum. Ef ekki kemur fram frambjóðandi gegn Ólafi Ragnari með yfirlýstan annan skilning á hutverki forset- ans – sem raunar er ekki líklegt að gerist úr þessu – þá má vissu- lega til sanns vegar færa að Ólaf- ur styrkir stöðu sína verulega. Hins vegar mun það ugglaust tilefni til næstu pólitísku þrætu- bókar, nákvæmlega hvernig beri þá að túlka þann úrskurð sem þjóðin fellir í kosningunum. ■ Yfirlýsing Stöð 2 harmar að söngkonanLeoncie hafi misnotað aðstöðu sína í beinni útsendingu í þættin- um „Ísland í bítið“ í síðustu viku og haft uppi rakalausar svívirð- ingar og dylgjur um nafngreindan einstakling. Viðkomandi einstak- lingur er beðinn velvirðingar á þessu óheppilega atviki. F.h. Íslenska útvarpsfélagsins. Páll Magnússon, framkvæmdastjóri dagskrársviðs. Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um forseta- framboð Ólafs Ragn- ars Grímssonar og hlutverk forsetans. Umræðan ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ■ skrifar um skólagjöld. Lögfræði verður pólitík ■ Bréf til blaðsins ■ Af Netinu Hin raunveru- legu skólagjöld Fræknir frændur Neydd til að afsala sér börnunum – kominn tími til ■ Einn mánuður í leikskóla kostar svipað og eitt ár í háskóla. Sem 9. ríkasta þjóð í heimi er ljóst að við höf- um efni á gjald- frjálsum leik- skólum. Er jöfnuður ofmetinn? „Er ástæða til að einblína á jöfn- uð, eins og oft er gert í opinberri umræðu, eða er annar mæli- kvarði skynsamlegri? Ef valið stæði á milli þess að allir yrðu ríkari, en þeir sem væru ríkari fyrir yrðu ríkari hraðar en aðrir, eða að allir yrðu jafnari, en ekki ríkari að meðaltali, hvorn kostinn ætti að velja? Miðað við umræð- una virðast sumir hallast að því að síðari kosturinn væri betri, en það er vitaskuld fjarstæða. Meg- inmarkmiðið hlýtur að vera að hagur allra batni og markmiðið um jöfnuðinn hlýtur í besta falli að lenda í öðru sæti, jafnvel hjá þeim sem telja jöfnuðinn sérstak- an kost í sjálfum sér.“ - PISTLAHÖFUNDUR VEF-ÞJÓÐVILJANS Á WWW.ANDRIKI.IS Eins og í sardínudós hjá Ísólfi Gylfa „Kl. 19 fórum við Una María Ósk- arsdóttir, aðstoðarmaður og Björgvin G. Sigurðsson, alþingis- maður áleiðis austur á Hvolsvöll í fimmtugsafmæli Ísólfs Gylfa Pálmasonar, fyrrverandi alþingis- manns. Ísólfur Gylfi er vinamargur. Í - afmælinu var svo margt fólk að líkja mætti salnum við sardínu- dós svo þétt var staðið. Allir skemmtu sér þó hið besta í þess- ari glæsilegu veislu.“ - SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Á WWW.SIV.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.