Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 18
Undanfarin misseri hefur fariðfram mikil umræða um Þjóð- kirkjuna í fjölmiðlum og manna á meðal eftir að kannanir sýndu að rúmlega 60% Íslendinga vilja að- skilnað ríkis og kirkju. Lítið hefur aftur á móti verið rætt um hlutverk Þjóðkirkjunnar í samfélaginu, fyrir hvað Þjóðkirkjan stendur og hvað í raun og veru er vera að tala um þegar óskað er eft- ir fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan ís- lenska er grein af alheimskirkjunni. Kirkjan var stofn- uð á hvítasunnudag þegar Guð út- hellti anda sínum yfir lærisveina Jesú. Þeir fóru síðan um allan hinn þekkta heim og boðuðu trú á hinn krossfesta og upprisna Jesú, son Guðs frelsara mannanna. Kirkjan er samfélag kristinna karla og kvenna á öllum tímum sem gengur fram undir merkjum Krists, með boðskap hans að leið- arljósi og fyllt heilögum anda hans. Hlutverk kirkjunnar á öllum öldum er að berjast fyrir réttlæti Guðs í heiminum, boða trú á Krist, skíra í nafni föður, sonar og heilags anda, bera fram altar- issakramenntið, líkna þjáðum, og biðja fyrir þeim sem á fyrirbæn þurfa að halda. Í gegnum aldirnar hefur kirkjan kvíslast í fjölmarg- ar trúarhreyfingar, kirkjudeildir og söfnuði sem hafa ólíkar áhersl- ur en sama kjarna, sömu trú í grundvallaratriðum. Menningararfur íslenskra bókmennta Ísland varð formlega kristið land á Þingvöllum árið 1000 eins og við öll vitum. Það var hin kaþ- ólska miðaldakirkja sem þá nam hér endanlega land og átti eftir að breyta ásjónu samfélagsins. Svo lítið dæmi sé nefnt þá eigum við kirkjunni að þakka hinn mikla menningararf íslenskra bók- mennta sem hefði farið algerlega forgörðum ef ekki hefði komið til starf munka og presta í kirkju miðaldanna. Saga Íslands er ein- stök fyrir það að hér á landi hefur kristin trú verið til staðar alveg frá fyrstu tíð. Þó nokkur hluti landnámsmanna var kristinn eða hafði orðið fyrir miklum kristnum áhrifum. Heiðnir höfðingjar höfðu með sér hingað kristna þræla frá kristnum löndum Evr- ópu. Þeir höfðu aftur áhrif á börn höfðingjana, kenndu þeim kristn- ar bænir og sögur. Kirkjan sem óx hér fram á miðöldum var á marg- an hátt mjög þjóðleg, íslensk og frábrugðin hinni evrópsku kirkju. Íslenska kirkjan stóð hvað lengst vörð um sjálfstæði landsins og það var ekki fyrr en eftir að vald kirkjunnar hafði verið brotið á bak aftur að erlent konungsvald náði hér föstum tökum. Það var meðal annars gert með því að ræna kirkjuna og klaustrin eign- um sínum, flytja auðinn úr landi og taka jarðir kirkjunnar undir konung. Þrátt fyrir siðaskiptin árið 1550 hélt hin lúterska kirkja fast í þjóðleg einkenni íslensku miðaldakirkjunnar. Grunnur lagður að þjóð- kirkjuskipulagi Með stjórnarskrá íslenska lýð- veldisins var lagður grunnur að því þjóðkirkjuskipulagi sem við þekkjum. Um leið er trúfrelsið undirstrikað þar og réttur allra til að stunda sína trú. Einnig er rétt- ur kirkjunnar til að standa vörð um eigin kenningu og boðskap tryggður. Ríkið hefur þannig eng- an rétt til að hlutast til um helgi- hald, Biblíuþýðingar, sálmabók né boðskap kirkjunnar. Í Danmörku er því t.d. þannig farið að kirkjan verður algerlega að lúta ríkisvald- inu í þessum málum. Um leið og stjórnarskráin tryggir öllum trú- frelsi þá undirstrikar hún að við Íslendingar viljum að hinn kristni siðaboðskapur haldi áfram að móta samfélag okkar. Ísland er kristið samfélag því samfélagið byggir á kristnum gildum, á sér kristna sögu og þannig viljum við hafa það eins og sést á því að stærstur hluti barna og ungmenna er skírður og fermdur til kristinn- ar trúar, og það þrátt fyrir oft hat- ramman áróður gegn kirkjunni á síðustu öld. Hvaða hlutverki gegnir Þjóð- kirkjan þá í dag? Sem fyrr stend- ur hún vörð um hina sígildu arf- leifð heimskirkjunnar, boðskap Jesú eins og hann er að finna í Biblíunni. Þar tekur kirkjan sér stöðu með systurkirkjum sínum um víða veröld. Margar þeirra starfa hér á landi í góðu samstarfi við þjóðkirkjuna. Um leið myndar Þjóðkirkjan skjaldborg um hina þjóðlegu arfleifð eins og hún hef- ur alltaf gert. Og Þjóðkirkjan horfir fram til framtíðar, tilbúin að takast á við nýjar spurningar nýrrar aldar í samfélagi og sam- vinnu við gott fólk úr öllum trú- félögum. Þjóðkirkjan í allra þágu Sem Þjóðkirkja lítur kirkjan til alls landsins og til samstarfs safnaðanna, en lætur ekki hvern söfnuð um það að berjast fyrir tilveru sinni í samkeppni við ótal aðra söfnuði litla og stóra. Um allt land eru starfandi litlir söfn- uðir sem á engan hátt gætu hald- ið uppi þjónustu við heimamenn ef ekki kæmi til sameiginlegur styrkur Þjóðkirkjunnar. Ef Þjóð- kirkjan legðist af myndu þessir söfnuðir einnig leggjast af. Þjóð- kirkjan heldur uppi öflugu neti hjálpar, líknar og sálgæslu í öll- um héruðum sem engin stofnun eða einkaframtak ætti mögu- leika á að leysa af hólmi. Stöðugt fleiri sækja sér hjálp og styrk til kirkjunnar til stofnana hennar, safnaða og presta, enda safnað- arstarf öflugt og lifandi. Í því sambandi er aldrei spurt um trú- félagsaðild heldur veitt sú hjálp sem þörf er á. Því Þjóðkirkjan er öllum opin og vinnur í allra þágu. ■ ■ Með stjórnar- skrá íslenska lýðveldisins var lagður grunnur að því þjóð- kirkjuskipulagi sem við þekkj- um. Um leið er trúfrelsið undir- strikað þar og réttur allra til að stunda sína trú. Samræmdu stúdentsprófin erutímaskekkja. Þau vega að fjöl- breytileika og sérstöðu framhalds- skólanna og steypa þá í sama mót. Á dögunum tók ég málið upp á Alþingi við menntamálaráðherra og skoraði á hana að beita sér fyrir því að sam- ræmd stúdentspróf verði lögð af. Ráðherra útilokaði ekki að endur- skoða málið og fylgja kröfum Sam- fylkingarinnar. Hún sagði m.a. „Mér skilst að hátt á fimmta hundrað manns hafi skráð sig í þessi sam- ræmdu próf í framhaldsskólunum. Áhuginn er greinilega til staðar. Hins vegar áskil ég mér rétt, eins og ég sagði áðan, til að endurskoða framkvæmd þessara prófa og þá ekki síst með tilliti til þeirra áforma sem eru núna uppi hjá mér um að stytta námstíma til stúdentsprófs.“ Vegið að fjölbreytileika skólanna Prófin vega að fjölbreytileika og sérstöðu framhaldsskólanna þar sem aðaláherslan verður einungis á þrjú fög. Hugmyndafræðin á bak við samræmd stúdentspróf er röng. Þau mæla einungis ákveðnar greinar og steypa alla skólana í sama mót. Megintilgangur þessara prófa er sagður vera sá að jafna að- stöðu nemenda og gera þeim og viðtökuskólunum kleift að bera frammistöðu nemenda saman á jafnréttisgrundvelli þannig að há- skólar geti tekið mið af einkunnum þegar teknir eru inn nýir nemend- ur. Það er hins vegar ljóst að í há- skólum fer fram mjög sérhæft nám sem t.d. er ekki kennt á fram- haldsskólastigi og í því ljósi orkar þessi gjörningur tvímælis svo að vægt sé til orða tekið. Minnkum miðstýringuna Árangur í samræmdu íslensku- prófi hefur ekkert að gera með hæfni viðkomandi til að læra til heimspekings, læknis, lögfræðings eða prests svo dæmi séu tekin. Með upptöku samræmdra stúd- entsprófa færist þungi og megin- metnaður kennslunnar yfir á sam- ræmdu greinarnar og áhersla á ýmislegt annað nám minnkar veru- lega. Í ljósi þessara ágalla skoraði ég því á ráðherra menntamála að beita sér fyrir því að minnka mið- stýringuna í menntakerfinu og falla frá samræmdum stúdents- prófum. Leyfum þúsund blómun- um að blómstra. Engin samræmd stúdentspróf og síðan á að endur- skoða það alvarlega hvort sam- ræmd próf í grunnskólum séu ekki að miklu leyti misskilningur sem ekki á rétt á sér í nútíma skóla- kerfi. ■ 18 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR Kemur samkynhneigð kirkjunni við? „Síðan að lög um staðfesta sam- vist tóku gildi hér á landi árið 1996 hefur umræðan um hjóna- bönd og staðfesta samvist sam- kynhneigðra fyrst og fremst beinst að kirkjunni. Kirkjan hef- ur verið sökuð um að draga lappirnar í málum samkyn- hneigðra þar sem hún hefur ekki opinberlega samþykkt hjúskap samkynhneigðra, þó sumir prestar hafi blessað sambönd þeirra. Málið er umdeilt innan kirkjunnar og virðist skiptingin vera fyrst og fremst milli eldri og íhaldsamari presta annars vegar og yngri og víðsýnni presta hins vegar. Á meðan hér er við lýði stjórnarskrárvernduð þjóðkirkja vaknar hins vegar sú spurning hvort það sé raunveru- lega á valdi hennar að jafna stöðu eða koma í veg fyrir jafna stöðu samkynhneigðra í þessu sambandi.“ - KATRÍN HELGA HALLGRÍMSDÓTTIR Á WWW.DEIGLAN.COM Umræðan SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON ■ skrifar um Þjóðkirkjuna. Umræðan BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ■ skrifar um samræmd stúdentspróf. ■ Af Netinu Leggjum af samræmdu stúdentsprófin FISKBÚÐIN HAFBERG G N O Ð A R V O G I 4 4 S . 5 8 8 8 6 8 6 Á GRILLIÐ LÚÐUSNEIÐAR SKÖTUSELUR ÚRVAL FISKRÉTTA UMRÆÐAN Þjónandi þjóðkirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.