Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 19. mars 2004 ■ Í kirkjunni fermingar Svefnpokar og bakpokar erulangvinsælustu kaupin þegar litið er til fermingargjafa á sviði útivistar,“ segir Halldór Hákon- arsson í útvistardeild Útilífs. „Þá eru lítil kúlutjöld mjög vinsæl, allt upp í þriggja manna með for- tjaldi, en svefnpokar hafa vinn- inginn þar sem notagildi þeirra er ótvírætt fram yfir tjaldið.“ Halldór segir útivistarfatnað einnig afar vinsæla fermingar- gjöf; heilgalla, staka buxur, staka jakka og skó. „Svo eru gjarnan fermingartilboð á skíðum og snjó- brettum á þessum árstíma og tals- vert um að fólk nýti sér það.“ Einn angi útivistar hefur verið að ryðja sér til rúms hjá ungu fólki undanfarin ár en það er stangveiði. „Margir krakk- ar fara á fluguhnýtinga- námskeið í skólanum og dreymir um að eiga sitt eigið fluguhnýt- ingasett. Þá er mjög vinsælt að gefa fermingar- barninu veiði- græjur; veiði- stöng, veiði- hjól, vöðlur og annað sem til- h e y r i r veiðimennskunni.“ ■ FYRSTA TJALDIÐ Margir fá sínar fyrstu útilegu- græjur þegar þeir fermast. Viðlegubúnaður vinsæl fermingargjöf: Kúlutjöld, svefnpokar og bakpokar Guð leiði þig Guð leiði þig, mitt ljúfa barn, þú leggur út á mikið hjarn, með brjóstið veikt og hýrt og hlýtt, og hyggur lífið sé svo blítt. Guð leiði þig. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En ef vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænagjörð: Guð leiði þig. Guð verndi þig. En vak og bið og varðveit, barn, þinn sálarfrið. Á herrans traustu hönd þig fel. Ef hann er með, þá farnast vel. Guð leiði þig. Guð leiði þig. Hans lífsins vald á lög og jörð og himintjald, hans auga sér, hans armur nær um allan geiminn nær og fjær. Guð leiði þig. Að mörgu að hyggja Fermingarveislan sem sam- vinnuverkefni Ef halda á fermingarveislunaheima er um að gera að vinna saman. Sá sem hefur bakað eða útbúið rétti fyrir nokkrar ferm- ingarveislur á orðið heila veislu inni hjá vinum og fjölskyldu. Þetta virkar einnig á hinn veg- inn, biðji maður vini og fjöl- skyldu að leggja til rétt á ferm- ingarhlaðborð hefur sá hinn sami unnið sér inn greiða á móti. Ítrasta útfærsla af þessu gæti verið að fyrir fermingarveisluna sæi fjölskylda fermingarbarns- ins eingöngu um að gera heimilið tilbúið til að taka á móti gestum Um annað sæju vinir og fjöl- skylda. Búa í haginn í nokkra daga Mörg handtök fylgja því að fámarga gesti inn á heimilið. Það er því um að gera að reyna að dreifa þessum handtökum í tíma eins og kostur er. Á sjálfan fermingardaginn á fólk yfirleitt fullt í fangi með að koma veiting- um fyrir. Það er því skynsamlegt að nota dagana á undan til að viða að sér því sem maður fær lánað, svo sem leirtaui og stólum. Daginn fyrir ferminguna ætti að vera búið að setja upp borð og húsgögn og skreyta eins og kost- ur er. Þetta ætti að geta dregið úr þreytu foreldra á fermingar- daginn. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.