Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 28
28 19. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar ALMA ODDGEIRSDÓTTIR Ég man mjög vel eftir fermingunni minni.Ég fermdist í Grenivíkurkirkju 1978. Veislan og allir gestirnir standa upp úr og svo man ég ótrúlega vel eftir því að við fermingar- systkinin gengum um þorpið um kvöldið. Við Anna vinkona mín vorum í nýju kápunum okkar. Við þurftum nefnilega að fara til Reykjavíkur að kaupa fermingarfötin.“ Ferminginmín Inntak fermingarfræðslunnar: Gott að vera í kirkjunni bæði í gleði og sorg Í vor fermast 160 börn í Árbæj-arkirkju í Reykjavík í sjö at- höfnum. Séra Sigrún Óskarsdótt- ir er annar tveggja presta við kirkjuna en hún kom þar til starfa fyrir tæpum þremur árum. Hún segir fermingar- undirbúning hafa staðið frá því í haust og þegar hún er spurð um inntak hans svarar hún: „Það er vissulega margt sem fram fer í tímunum hjá okkur, bæði fræðsla og upplifun. Grundvöll- urinn er vissan um að Guð er mikill og máttugur og sú vissa er veganestið inn í framtíðina. Við viljum að börnin finni að þau eigi erindi í kirkjuna sína áfram og að þar sé gott að vera bæði í gleði og sorg.“ Sigrún minnist einnig á sam- spil kirkjunnar og heimilanna, sem hún telur mjög þýðingar- mikið. Draumur hennar er sá að hægt verði að gera það enn betra en það er nú. „Sumir foreldrar sinna kirkjustarfinu mjög vel þann tíma sem barnið undirbýr ferminguna en því miður eru dæmi um hitt að stór hópur barna komi foreldralaus í mess- ur og þá getur orðið annar brag- ur á athöfninni en við viljum hafa,“ segir hún. Hvernig hefur henni gengið að ná til barnanna með sinn góða boðskap? „Þau eru misjafnlega upplögð. Stund- um eru þau þreytt eftir langan skóladag þegar þau koma til okk- ar en þetta er spennandi tímabil í ævi þeirra og þau eru vel mót- tækileg á þessum aldri. Því er gaman að koma inn í líf þeirra þegar svona mikið er að gerast og áhugavert þegar tekst að skapa umræður um ýmis mál- efni samtímans. Við höfum þurft að glíma við vanda eins og ein- elti í hópnum okkar og bættum þess vegna sjálfsstyrkingu inn í fræðsluna. Það gaf mjög góða raun,“ segir séra Sigrún. ■ Trúarlegar fermingargjafir: Biblían langvinsælust Biblían er óhemjuvinsæl tilfermingargjafa,“ segir Edda Möller, framkvæmdastjóri Skál- holtsútgáfunnar og Kirkjuhússins, um vinsælustu fermingargjafirnar með trúarlegu ívafi. „Biblían er sí- vinsæl og það dregur síst úr vin- sældum hennar. Bókin er enda gjöf til framtíðar og algengt að gefand- inn láti gylla nafn fermingarbarns- ins á kápuna.“ Auk Biblíunnar segir Edda að mikið sé tekið af gull- og silfur- krossum í hálsmenum og svo vegg- krossum í messing og viði. „Unga fólkið er mjög hrifið af hvers konar íkonum og helgimyndum. Þannig rjúka út suður-amerískir viðar- krossar, myndskreyttir Jesú og fagnaðarerindi guðspjallanna. Unga fólkið kaupir þetta mikið handa vin- um sínum, sem og hálskrossa,“ seg- ir Edda og bendir á að unglingar vilji ekki síst gefa hver öðrum trú- arlegar gjafir á tímamótum sem þessum. „Það segir okkur svolítið að fullorðna fólkið er að rugla ung- viðið í ríminu með því að segja gjaf- irnar skipta mestu á fermingardag- inn og að það sé það eina sem dagur- inn snúist um. Vitaskuld vilja allir krakkar gjafir en fyrst og fremst þrá þau kristilegt samfélag við Guð og menn.“ Edda segir Passíusálmana einnig sígilda fermingargjöf og minni bækur um kristna trú. „Bókin um englana er afar vin- sæl og sömuleiðis kverin um kristna trú. Þetta eru fallegar og eigulegar bækur sem skila sér til framtíðar.“ ■ EDDA MÖLLER Í KIRKJUHÚSINU „Biblían er sívinsæl til fermingargjafa og það dregur síst úr vinsældum hennar.“ SÉRA SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR Segir orsök eineltis vera lélega sjálfsmynd gerenda. SMÁRALIND Sími 517 7007 KAUPHLAUP 25% afsláttur www.changeofscandinavia.com BRJÓSTAHALDARI áður kr. 2.790 - nú kr. 2.092 G-STRENGUR áður kr. 1.490 - nú kr. 1.117 BRJÓSTAHALDARI áður kr. 3.990 - nú kr. 2.992 NÆRBUXUR áður kr. 2.190 - nú kr. 1.642 NÁTTFÖT áður kr. 5.990 - nú kr. 4.492 NÁTTKJÓLL áður kr. 3.990 - nú kr. 2.992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.