Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 29
29FÖSTUDAGUR 19. mars 2004 fermingar Fermingarúr -góð gjöf verð frá kr. 7.500 Fermingargjafir: Rúm ofarlega á vinsældalistunum Fermingin markar tímamót þarsem barnið breytist í ungling. Fram að þeim tíma hefur barnið oftast hvílt í sama rúmi og tók við þegar rimlarúmstímanum lauk. Nýtt rúm, sem hæfir einstaklingi sem næstum hefur náð sinni end- anlegu hæð, er þá kærkomin gjöf og reyndar mjög vinsæl til ferm- ingargjafa. Að sögn Geirþrúðar Ástu hjá RB-rúmum er ferming- artíminn nánast vertíð hjá rúm- smiðum. „Vinsælust eru rúm frá 90 sentimetrum á breidd til 120 sentimetrar. Sú stærð rúmast vel í unglingaherbergi, en svo er alltaf talsvert um að fólk láti smíða rúm í ákveðinni stærð sem þá smellpassar í rýmið,“ segir Geir- þrúður Ásta en þess má geta að RB-rúm eru alíslensk smíð. „Rúmin eru springdýnur og fjaðrabotn á löppum, en stífleiki dýnunnar fer eftir þyngd þess sem á að fá rúmið og hæð lapp- anna eftir smekk viðkomandi.“ Rúmin kosta frá 37.800 upp í 44.900 krónur og innifalin er lag- færing á stífleika innan hálfs árs frá kaupunum og frí heimsending á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu. ■ Minninga- bækur Sniðugt er að búa til sérstakagestabók fyrir fermingarbarn- ið. Ein leið til að útbúa slíka bók er að velja myndir frá öllum skeiðum í lífi fermingarbarnsins. Myndirn- ar er hægt að ljósrita á ljósritunar- stofum, líma síðan á karton og lakka yfir með lakklími. Svo má út- búa í tölvunni fallega forsíðu með nafni barnsins og fermingardegi, nafni prestsins og nafni kirkjunn- ar. Ein blaðsíða getur verið fyrir ritningarstaðinn sem barnið valdi sér, nokkrar fyrir nöfn gesta og aðrar til að skrifa niður gjafirnar sem fermingarbarnið fær. ■ Færri sortir en fleiri Tertuborðið í fermingarveisl-unni getur orðið heildstæð- ara og fallegra ef tegundum er haldið í hóflegum fjölda. Þá má baka nokkur stykki af hverri köku, eftir því hversu margir gestirnir verða. Sama gildir um brauðrétti og heita rétti, að halda sig við fáar sortir en út- búa frekar meira af hverri gerð. Misjafnt er hversu margar sort- ir fólk vill hafa á veisluborði sem þessu en 5 til 8 gæti verið hæfilegt. Þar sem plássið leyfir má jafnvel spegla borðið þannig að sömu réttir séu á borðinu á báðum endum og fólk geti þannig fengið sér á tveimur stöðum. Þetta getur flýtt veru- lega fyrir. ■ FULLORÐINS RÚM Fermingardagurinn er skref í átt til fullorð- insáranna og þá vinsælt að fá nýtt rúm. Að mörguað hyggja Að mörguað hyggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.