Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 46
46 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR Ítalska fótboltalandsliðið: Kveðjuleikur Baggios FÓTBOLTI Talsverðar líkur eru á því að Roberto Baggio leiki kveðju- leik með ítalska landsliðinu í vor. Baggio,sem varð 37 ára í janúar, lék síðast með landsliðinu þegar Ítalir gerðu jafntefli við Hvít- rússa í mars 1999. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli að leggja skóna á hilluna þegar þessari leik- tíð lýkur. Giovanni Trapattoni hefur ekki valið Baggio í landsliðið þau fjög- ur ár sem hann hefur þjálfað það. Nú vill Trapattoni að Baggio fái landsleik svo ítalski knattspyrnu- heimurinn geti kvatt hann með viðeigandi hætti. „Ég ætla að segja honum að ef hann hefur áhuga muni ég velja hann í einn leik,“ sagði Trapattoni við íþrótta- dagblaðið Gazzetta dello Sport. „Ég vil að það verði viðurkenning fyrir frábæran feril. Baggio setti mark sitt á ákveðið tímabil í fót- boltanum og ekki aðeins á Ítalíu,“ sagði Trapattoni sem var þjálfari Baggios hjá Juventus fyrir ára- tug. Baggio leikur líklega kveðju- leikinn þegar Ítalir mæta Spán- verjum í Genúa 28. apríl. ■ Framhaldið ræðst af leiknum í kvöld Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, segir að Snæfell verði að vinna leik- inn í kvöld gegn Njarðvík til að eiga möguleika. KÖRFUBOLTI Snæfell og Njarðvík mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Intersport- deildar karla í Stykkishólmi. Snæ- fell vann Hamar í tveimur viður- eignum í átta liða úrslitunum en Njarðvíkingar tóku Hauka í bakarí- ið, með samtals 82 stiga mun í tveimur leikjum. Njarðvík vann fyrri leik liðanna í Intersportdeild- inni í Njarðvík, 105-68, en Snæfell svaraði fyrir sig í seinni leiknum og fór þá með sigur af hólmi, 85-71. Liðin mættust einnig í undanúrslit- um bikarsins en þar báru Njarðvík- ingar sigur úr býtum, 74-69. Frétta- blaðið ræddi við Inga Þór Stein- þórsson, þjálfara KR, og fékk hann til að spá í spilin fyrir þessa rimmu. „Þetta verður forvitnileg viður- eign því að liðin er með svo gjör- ólíkan bakgrunn. Snæfell er í þess- ari stöðu í fyrsta sinn en Njarðvík- ingar eru með gífurlega hefð og vita nákvæmlega hvað þarf til að vinna svona leiki. Ég held að fyrsti leikurinn verði úrslitaleikur ein- vígisins. Ef Snæfell ætlar sér að vera með þá verður liðið að vinna leikinn í kvöld. Annars er hætt við því að sjálfstraustið hjá liðinu hverfi fyrir annan leikinn í Njarð- vík þar sem því hefur alltaf gengið illa. Njarðvíkingar eru með gífur- lega sterkt lið og nýi Bandaríkja- maðurinn virðist vera síðasta púsl- ið sem liðið vantaði. Ég hef reynd- ar ekki séð liðið spila með nýja manninn innanborðs en miðað við hvernig þeir fóru með Haukana þá eru þeir ekki auðsigraðir,“ sagði Ingi Þór. Hann sagði jafnframt að það yrði gífurlega gaman að fylgjast með baráttu miðherja liðanna, þeirra Hlyns Bæringssonar og Friðriks Stefánssonar. „Þessir tveir leikmenn eru bestu miðherjar deildarinnar og ég væri alveg til- búinn til að borga aukalega inn til að horfa á baráttu þeirra. Snæfell þarf að passa styrkleika sína. Þeir eru með stærra lið en Njarðvík og þurfa að passa sig á að halda hrað- anum niðri. Njarðvíkingar vilja keyra upp hraðann og ef þeir ná því þá eiga leikmenn Snæfells ekki möguleika.“ Ingi Þór sagðist ekki geta spáð fyrir um úrslit einvígsins: „Spurðu mig eftir leikinn á morgun,“ sagði hann í gær. oskar@frettabladid.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 1 6 4 5 SKRÚFUDAGUR St‡rimannaskólans í Reykjavík Vélskóla Íslands og KYNNINGARDAGUR OPI‹ HÚS VER‹UR Í SJÓMANNASKÓLA ÍSLANDS LAUGARDAGINN 20. MARS KL. 13.00-16.30 www.mennta.is NEMENDAFÉLÖG SKÓLANNA Allir velkomnir! Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is www.kraftvelar.is Vökvaknúnar rafstöðvar Fyrir gröfur, bíla og báta • Tengjanlegar við öll vökvakerfi • Nýtir þann vélbúnað sem fyrir er • Léttar og taka lítið pláss samanborið við ljósavélar • Sjálfvirk tíðni- og spennustilling • Fáanlegar frá 3,5-70 kVA • Ýmiss annar búnaður fyrir vökvakerfi fáanlegur Verð kr 428.663,- með vsk. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Fram leikur við ÍBV í Fram- húsinu í 1. deild kvenna í hand- bolta.  18.30 Fram og FH keppa í Egilshöll í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  19.15 Keflavík og Grindavík leika oddaleik í Keflavík í undanúrslit- um 1. deildar kvenna í körfubolta.  19.15 Snæfell keppir við Njarðvík í Stykkishólmi í undanúrslitum Inter- sport-deildarinnar í körfubolta.  19.15 ÍR mætir HK í Austurbergi í úrvalsdeild RE/MAX-deildarinnar í handbolta.  19.15 Stjarnan leikur við Hauka í Ásgarði í úrvalsdeild RE/MAX- deildarinnar í handbolta.  19.15 KA keppir við KR í Boganum í deildabikarkeppni karla í fót- bolta.  20.00 Fram fær Val í heimsókn í Framhúsið í úrvalsdeild RE/MAX- deildarinnar í handbolta.  20.00 KA og Grótta/KR keppa í KA-heimilinu í úrvalsdeild RE/MAX-deildarinnar í handbolta.  20.00 Íslendingar leika við Íra í Skautahöllinni í Laugardal í 3. deild undankeppni HM í íshokkí.  20.30 Þróttur R. mætir ÍBV í Egils- höll í deildabikarkeppni karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.30 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild UEFA.  19.00 Intersport-deildin á Sýn. Bein útsending frá fyrsta leik Snæfells og Njarðvíkur í undan- úrslitum Intersport-deildarinnar.  21.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  21.30 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  22.30 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta. hvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 MARS Föstudagur ROBERTO BAGGIO Hefur skorað 200 mörk í ítölsku A-deildinni. ROBERTO BAGGIO (f. 18. febrúar 1967) Deildarleikir og mörk Vicenza (1982-1985) * 36 13 Fiorentina (1985-1990) 94 39 Juventus (1990-1995) 141 78 AC Milan (1995-1997) 51 12 Bologna (1997-1998) 30 22 Inter Milan (1998-2000) 41 9 Brescia (2000-2004) 86 40 Samtals (1982-2004) 479 213 * Lék með Vicenza í C-deildinni A-LANDSLEIKIR OG MÖRK Ítalía (1988-1999) 55 27 FRIÐRIK STEFÁNSSON, MIÐHERJI NJARÐVÍKUR Menn bíða spenntir eftir einvígi hans og Hlyns Bæringssonar hjá Snæfelli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.