Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 47
FÓTBOLTI Eftir að 24 knattspyrnu- menn voru keyptir frá Noregi til enskra liða á árunum 1997 til 1999 breyttust aðstæðurnar í norska boltanum til mikilla muna. Leikmennirnir sem eftir voru í Noregi heimtuðu meiri laun þar sem liðin höfðu aukinn pening til umráða. Félögin gáfu eftir en smám saman fór launakostnaður- inn að sliga þau. Í lok tíunda ára- tugarins hafði þróunin náð svo langt að kostnaðurinn nam 90 pró- sentum af heildarútgjöldum fé- laganna. Bosman-úrskurðurinn setti einnig strik í reikninginn þegar leikmenn gátu farið án end- urgjalds til annarra félaga. Undanfarin ár hafa flest norsku liðin neyðst til að taka til í rekstri sínum. Að því er kom fram hjá Aftenposten hefur samanlagð- ur launakostnaður liðanna í úr- valsdeildinni dregist saman um 1 til 1,5 milljarð króna á síðustu tveimur til þremur árum. Vålerenga er gott dæmi um viðsnúninginn. Félagið skuldaði um 290 milljónir árið 2001 en í ár er reiknað með afgangi upp á 40 milljónir. „Við höfum náð fullri stjórn á fjármálunum vegna þess að við erum hættir að blása laun leikmanna upp úr öllu valdi,“ sagði Kjetil Siem stjórnarmaður. „Norskur fótbolti gekk í gegnum fjárhagsleg þrengsli þar sem laun leikmanna voru í engu samræmi við fjárhag félaganna. Það er eðli- legt að það taki nokkur ár að ná jafnvægi á ný. Í ár er fjárhagsá- ætlunin í plús í fyrsta sinn í lang- an tíma,“ sagði hann. Til saman- burðar má geta þess að fjárhags- áætlun Íslandsmeistara KR á þessu ári varðandi laun leik- manna nemur 33 milljónum. Liðin sem komust upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, Fredrikstad og Ham-Kam, hafa þvert á þróunina aukið útgjöld sín. Þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að allt sé í góðum farvegi verður fróðlegt að sjá hvað fram- tíðin ber í skauti sér. ■ www.markisur.com • markisur@simnet.is Áfrýjun Rio Ferdinand hafnað í gær: Bannið enn 8 mánuðir FÓTBOLTI Þriggja manna sérskipuð nefnd hefur hafnað áfrýjunar- beiðni Rio Ferdinand, leikmanns Manchester United, um að átta mánaða leikbanni hans verði aflétt. Bannið tók gildi þann 20. janú- ar eftir að Ferdinand mætti ekki í lyfjapróf sem átti að halda á æf- ingavelli United 23. september. Lögfræðingar Ferdinands lögðu fram ný sönnunargögn í áfrýjun- arbeiðninni, m.a. hár sem átti að sanna að hann hefði ekki neytt lyfja, en allt kom fyrir ekki. Það er því ljóst að kappinn mun ekki leika með enska landsliðinu á EM í sumar eins og margir höfðu vonast eftir. Með því að áfrýja málinu tók Ferdinand þá áhættu að leikbann hans yrði framlengt í 12 mánuði að ósk enska knatt- spyrnusambandsins. Svo fór hins vegar ekki og fær hann því næst að spila fótbolta opinberlega þann 20. september á næsta ári eins og áður hafði verið ákveðið. Ferdinand getur áfrýjað mál- inu enn frekar til íþróttadómstóls í Sviss en Paul Parker, fyrrum leikmaður United, hefur hvatt hann til að láta málið kyrrt liggja. „Þetta á ekki eftir að skipta neinu máli úr þessu. Hann verður að ná sér niður á jörðina, koma sjálfum sér í lag og hlakka til þess að fá að spila á nýjan leik,“ sagði Parker í gær. ■ Norskur fótbolti nær jafnvægi á nýjan leik Launakostnaður liða í norsku úrvalsdeildinni hefur lækkað mikið undanfarin ár. HANNES SIGURÐSSON Hannes Sigurðsson í leik með liði sínu Viking. Liðið hefur dregið úr launakostnaði sínum eins og flest önnur lið í norsku deildinni. FÖSTUDAGUR 19. mars 2004 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.