Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 49
49FÖSTUDAGUR 19. mars 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 xx 03 /2 00 4 Samsung X600 Myndavélasími Zoom, snúningur og ljós Stærð myndar 640 x 480 punktar Litaskjár 65.000 litir Minni 9 MB Verð 19.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda KÖRFUBOLTI Skallagrímsmenn voru sjóðheitir þegar þeir tryggðu sér 1. deildarmeistara- titilinn í körfubolta eftir úrslita- leik í Borgarnesi í gærkvöld gegn Fjölni úr Grafarvogi. Skallagrímur skoraði alls 122 stig í leiknum og settu leikmenn liðsins meðal annars niður 17 þrista. Skallagrímur vann leik- inn að lokum með 35 stigum, 122-87, eftir að hafa haft 14 stig yfir í hálfleik, 50-36. Bæði lið voru þegar búin að tryggja sér sæti í Intersport-deildinni næsta vetur. Skallagrímur vann deildarkeppnina líka í vetur og er liðið því vel að titlunum kom- ið. Steven Howard skoraði 30 stig fyrir Borgnesinga, Sigmar Egilsson var með 22, Pálmi Þór Sævarsson skoraði 17, Egill Eg- ilsson var með 16 og Davíð Ás- grímsson var síðan fimmti leik- maður liðsins til að skora 15 stig eða meira er hann bætti við 15 stigum. Hjá Fjölni skoraði Pálm- ar Ragnarsson mest eða 19 stig en hann skoraði 25,3 stig að meðaltali í þremur leikjum úr- slitakeppninnar. Þá var Hjalti Vilhjálmsson með 18 stig og Halldór Gunnar Jónsson bætti við 11 stigum og Brynjar Þór Kristófersson var með 10 stig. Skallagrímur vann nú 1. deild karla í þriðja sinn en þeir unnu hana einnig 1973 og 1991. ■ Árni Stefánsson rekinn frá HK: Hefði viljað fá að klára HANDBOLTI Árni Stefánsson, þjálf- ari HK í Remax-úrvalsdeild karla í handbolta, hefur verið rekinn frá félaginu. HK, sem tapaði fyrir Fram á þriðjudag, er í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig. Árna var tilkynnt um ákvörð- unina af formanni handknattleiks- deildar HK seinni partinn í gær. Hann játar að ákvörðunin hafi komið sér á óvart. „Ég er svekkt- ur yfir þessu. Mér var gefin sú ástæða að gengi liðsins hafi verið slakt. Það er vissulega rétt að það hefur ekki gengið neitt sérstak- lega vel eftir áramót,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „En það eru margar ástæður, meiðsli og annað, sem hafa spilað þarna inn í. Annar útlendingurinn hefur líka ekkert verið með nema í einum leik. Ég hefði viljað fá að klára þetta og vera síðan dæmdur af árangrinum eftir tímabilið. Maður er baráttujaxl og hefði viljað halda áfram en þetta er þeirra ákvörðun og það verður að hlusta á hana.“ HK lenti í 3. sæti suðurriðils Remax-deildarinnar. Erfiðlega hefur hins vegar gengið hjá liðinu í úrvalsdeildinni. Næsti leikur HK er gegn ÍR á morgun. Ekki er ljóst hver stjórnar liðinu í þeim leik. ■ KÖRFUBOLTI Hjörtur Harðarson er hættur sem þjálfari deildarmeist- ara Keflavíkur í 1. deild kvenna. Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlalandsliðsins, hefur verið ráð- inn út tímabilið í hans stað. Að sögn Hrannars Hólm, for- manns körfuknattleiksdeildar Kef lavíkur, kom upp ágreiningur um starfsað- ferðir Hjart- ar sem leiddi til þess að hann bauðst til að víkja úr starfi. „Þetta er mjög und- arlegt í sjálfu sér því við höfum unnið allt í vetur og þetta er ekk- ert sem menn gera að gamni sínu,“ sagði Hrann- ar í samtali við Fréttablaðið. „Það kemur upp ágreiningur á milli hans og leikmanna liðsins sem menn sjá að er farinn að hafa áhrif á liðið.“ Hrannar segir að ágreininginn hefði mátt leysa í góðu tómi. Það hafi hins vegar ekki verið hægt á þessum tímapunkti. „Þessi leið hefði kannski aldrei verið farin nema að við fáum mann til að leysa hann af sem er öllum hlut- um kunnugur. Það er ekkert úti- lokað að Hjörtur verði áfram með liðið eftir tímabilið en þetta var ekki alveg að ganga upp.“ Hrannar játar að þjálfaraskipt- in geti haft slæm áhrif á liðið enda leikur það oddaleik gegn Grinda- vík í kvöld um sæti í úrslitunum. „Þetta er ákveðin áhætta en það má segja að liðið hafi verið að dala allverulega í síðustu leikjum. Ekki að það sé Hirti að kenna heldur frekar því að málin voru komin í hnút innan liðsins.“ ■ Úrslitakeppni 1. deildar kvenna: Stúdínur slógu út KR KÖRFUBOLTI ÍS er komið í úrslit 1. deildar kvenna eftir að hafa sleg- ið út KR með 62 stigum gegn 52 í DHL-höllinni í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Stúdínur slá KR út í úrslitakeppni kvenna og þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1995 sem KR kemst ekki í loka- úrslit. Leikurinn var jafn og spenn- andi framan af. Stúdínur skoruðu níu fyrstu stigin í öðrum leikhluta og náðu ágætu forskoti sem þær héldu til loka leiksins. Alda Leif Jónsdóttir var sterk- ust í liði ÍS með 18 stig og 6 stoðsendingar. Casie Lowman, sem átti slakan dag, skoraði 12 stig og Hafdís Helgadóttir 11. Svandís Sigurðardóttir tók 12 frá- köst fyrir Stúdínur. Katie Wolfe var allt í öllu í liði KR. Hún skoraði 26 stig, eða helminginn af stigum liðsins. Hildur Sigurðardóttir hitti illa í leiknum og skoraði aðeins 6 stig en aftur á móti gaf hún 5 stoðsendingar. ÍS mætir annað hvort Keflavík eða Grindavík í úrslitum Íslands- mótsins en úrslitaviðureign liðanna fer fram í kvöld. ■ HJÖRTUR HARÐAR- SON Er hættur sem þjálfari deildarmeistara Kefla- víkur. FÖGNUÐUR Skallagrímsmenn fagna sigrinum í gær. ÁRNI Rekinn frá HK. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Óvænt þjálfaraskipti hjá kvennaliði Keflavíkur: Hjörtur sagði upp CASIE LOWMAN Lowman skoraði 12 stig í gær og átti slakan leik. Það kom ekki að sök og ÍS er komið í úrslit Íslandsmótsins. Úrslitaleikur 1. deildar karla í körfubolta: Sjóðheitir Skallar skoruðu 122 stig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.