Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 54
Bogomil Font er kominn afturupp á yfirborðið og rífur ára- langa útgáfuþögn sína með því að syngja poppslagarann „Farinn“ sem Skítamórall gerði ódauðlegan árið 1998. Útgáfan verður að- gengileg á tonlist.is í dag. „Það er einmitt gaman hjá hon- um að gera eitthvað svona sem er alveg út úr kú,“ segir Sigtryggur Baldursson, fyrrum trommari Syk- urmolanna, um félaga sinn Bogomil Font. „Með því að breyta þessu í swing og syngja textann aðeins öðruvísi þá verður þetta að kald- hæðni í stað þess að vera sama vælið og fyrri útsetningin var. Það var áskorunin að geta snúið við merkingu textans með því að breyta aðeins útsetningunni á laginu.“ Sem sagt, þegar Bogomil Font syngur lagið, er hann ekki leiður yfir því að stúlkan sé að fara. Eða eins og Sigtryggur orðar það: „Hann er í rauninni að spyrja; Ertu þá loks- ins farin, helvítis tussan þín?“ Einar Bárðarson, höfundur lagsins, kom að máli við Bogomil og spurði hvort hann væri ekki til í að vinna þetta. Hann mun víst vera mjög ánægður með útkomuna. „Bogomil er bara eins og skjól- stæðingurinn hans Jerry Maguire í samnefndri mynd. Hann er svo mikill töffari að hann segir bara: „Show me the money“. Ef menn vilja borga honum milljón krónur fyrir að snúa einhverjum lögum við, þá finnst honum það bara fyndið,“ útskýrir Sigtryggur. „Hann segir þó oft nei við auglýs- ingum og svona en það var eitt- hvað við þetta verkefni sem heill- aði hann. Kannski aðallega vegna þess að honum fannst þetta lag svo mikið væl á þeim tíma sem hann heyrði það fyrst.“ ■ 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR Tónlist BOGOMIL FONT ■ Snýr aftur með swing-útgáfu af laginu Farin sem Skítamórall sló í gegn með. s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m KOMDU OG UPPLIFÐU! Full búð af nýjum vörum FreeWalker Sport Herra 21104 Twist Eucalyptus Dömu 93427 Nú stendur yfir sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almenna vinnumarkaðnum. Atkvæðisrétt eiga allir þeir sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers ofangreindra félaga í febrúar/mars 2004. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í febrúar/mars 2004. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 mánudaginn 29. mars en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Reykjavík, 17. mars 2004 Kjörstjórnin Efling - stéttarfélag • Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis E in n t v e ir o g þ r ír 4 1 .1 6 4 dulkodun.is ÖRUGG AÐGANGSKERFI Skítamórall í Bogomil Font BOGOMIL FONT „Ertu þá farin?“ spyr Bogomil Font í nýrri útgáfu sinni af lagi Skítamórals, og andar léttar við spurninguna. Það er ekki hægt að lýsa þessaritilfinningu. Ég get það eigin- lega ekki, ég svíf bara á einhverju skýi og veit varla hvar ég er stadd- ur,“ sagði Steinþór Helgi Arn- steinsson eftir að hann sigraði lið MR í undanúrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskól- anna, ásamt félögum sínum þeim Baldvin Má Baldvinssyni og Stein- þóri Helga Arnsteinssyni í liði Borgarholtsskóla. Sigurinn er sögulegur þar sem MR hefur ekki tapað keppninni í ellefu ár og þar fyrir utan eru strákarnir fulltrúar yngsta fram- haldsskóla landsins en MR er aftur á móti ein elsta menntastofnun þjóðarinnar. „Við tökum þessu vel og erum ekkert að missa okkur og ætlum ekkert að hætta núna. Við ætlum að vinna keppnina og lið MR var bara eitt af þeim liðum sem við þurftum að leggja til þess. Það skiptir engu máli á móti hverj- um þú keppir þegar takmarkið er að vinna,“ segir Steinþór en viður- kennir þó að það hafi verið „extra gaman“ að sigra MR. Sigurvíman er þó samt sem áður tregablandin. „Þetta er svolítið leið- inlegt þar sem við erum allir góðir vinir en þeir tóku þessu ótrúlega drengilega og voru þvílíkir herrar. Þeir eiga heiður skilinn.“ En voru liðsmenn Borgarholts- skóla smeykir við stórveldið við Tjörnina? „Nei. Þegar þú þekkir styrk þinn og keppir til sigurs er ekkert að óttast.“ Sigurinn var tæpur og Steinþór segir að vissu- lega hafi keppnin verið taugastríð. „Það var samt létt yfir þessu og liðsmenn beggja liða voru alltaf brosandi inn á milli. Við fundum síðan að við vorum að hafa þetta og þegar sjálfstraustið jókst sáum við að við gátum unnið. Ég vil samt nota þetta tækifæri til að þakka MR fyrir drengilega keppni og við vorum ekkert að níðast á þeim. Það hlaut að koma að þessu og það get- ur bara einn unnið.“ ■ Mættu MR-ingum óhræddir og sigruðu STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON, BJÖRGÓLFUR GUÐNI GUÐBJÖRNSSON OG BALDVIN MÁR BALDVINSSON Rufu í gær ellefu ára sigurgöngu Menntaskólans í Reykjavík í Gettu betur. Strákarnir hitt- ust heima hjá Steinþóri til að horfa á viðureignina í Sjónvarpinu og fögnuðu hressilega bæði fyrir og eftir útsendingu. Gettu betur BORGARHOLTSSKÓLI ■ Lið skólans batt í gærkvöld enda á 11 ára sigurgöngu MR. Imbakassinn Heyrðu, af hverju fæ ég ekkert að spila lengur? Þú ert búinn að leggja skóna á hill- una, Atli minn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.