Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 4
4 20. mars 2004 LAUGARDAGUR Telur þú þörf á eftirliti alþjóðastofnana með kosningunum á Íslandi? Spurning dagsins í dag: Heldurðu að það sé nýtt stríð í upp- siglingu á Balkanskaga? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 74% 26% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Sigurður G. Guðjónsson: Markmið Jóns að tryggja völd sín VIÐSKIPTI Sigurður G. Guðjóns- son, forstjóri Norðurljósa, segir í skýrslu um starfsárið 2003 að meginmarkmið Jóns Ólafssonar, fyrrum aðaleiganda félagsins, í viðræðum um endurfjármögnun hafi verið að tryggja eigin völd. Í skýrslunni greinir Sigurður frá helstu þáttum í tilraunum fyrrum eigenda til endurfjár- mögnunar. „En viðræður um endurfjármögnun félagsins höfðu allt frá upphafi í mars 2001 verið afar ómarkvissar og í raun gengið út á það eitt að við- halda yfirráðum Jóns Ólafsson- ar yfir félaginu í gegnum NLC Holding S.A. sem var í liðlega 62 prósent eigu Inuit aflandsfélags Jóns Ólafssonar,“ segir í skýrsl- unni. Í bréfi til stjórnarmanna í Norðurljósum, dagsettu 31. október 2003, minnir Sigurður á að sökum skuldbindinga félags- ins geti stjórnarmenn verið ábyrgir gagnvart skaðabóta- og/eða refsilögum fyrir aðgerðir sem kunni að draga úr verðmæti félagsins. ■ Ári eftir að innrásin í Írak hófsteru sprengjutilræði og skotárásir því sem næst daglegir viðburðir. Mannfall er enn mikið og sést það best á því að síðustu tæpa tvo mánuði hafa á fimmta hundrað Íraka látið lífið af þeirra völdum. Þó gefur nýleg skoðana- könnun til kynna að meirihluti Íraka sé sáttari við hlutskipti sitt nú en fyrir ári síðan, fyrir innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak sem kippti fótunum undan stjórn Saddams Hussein. Rúmur helmingur Íraka telur hlutskipti sitt hafa batnað síðasta árið samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina ABC, tæpur fimmtungur telur það verra og tæpur þriðjungur telur það svipað og það var fyrir innrás. Flestir telja að hlutskipti sitt verði enn betra að öðru ári liðnu. Erfitt hlutskipti Hlutskipti flestra Íraka er þó erfitt. Atvinnuleysi er mikið en vísbendingar eru um að efnahags- lífið fari batnandi. Talsvert skortir enn á að grunnþjónusta komist í lag þó talsvert starf hafi verið unn- ið að því leyti. Enn fremur er það svo að þó ógnarstjórn Saddams Hussein hafi verið hrundið frá völdum finna landsmenn til örygg- isleysis þar sem hryðjuverkaógn og lögleysa hafa komið í stað fyrr- um stjórnarherra. Bandaríska setuliðinu hefur ekki tekist að tryggja öryggi þegn- anna en mikil áhersla hefur verið lögð á að þjálfa Íraka til löggæslu- starfa og öryggisvörslu. Ef marka má hug Íraka er það besta leiðin enda treystir einungis fjórði hver Íraki setuliðinu til að halda uppi lögum og reglu samkvæmt fyrr- nefndri könnun, tveir af hverjum þremur treysta trúarleiðtogum og innlendum öryggismönnum betur til þess. Rúmlega helmingur lands- manna er andvígur veru setuliðs í Írak og almennt telja landsmenn að setuliðið hafi ekki staðið við lof- orð sín um öryggi og uppbyggingu. Bandaríkjastjórn virðist hafa vanmetið kostnaðinn við uppbygg- ingu Íraks verulega. Yfirmaður stofnunar um alþjóðlega þróunar- aðstoð sagði í aðdraganda stríðsins að hann yrði sennilega um 1,7 milljarðar dollara, talið er að hann verði fjörutíu til fimmtíufalt hærri í ár. Það er nálægt þeirri tölu sem spurðist út að bandaríska varnar- málaráðuneytið hefði áætlað, en Paul D. Wolfowitz aðstoðarutanrík- isráðherra vísaði þeim fréttum á bug á sínum tíma. Stjórnarfar enn óljóst Erfiðlega hefur gengið að kom- ast að samkomulagi um hvernig stjórn landsins skuli háttað í fram- tíðinni. Semjendur bráðabirgða- stjórnarskrár féllu á tíma og skil- uðu seinna af sér en til stóð og þá skildu þeir eftir alla ákvarðana- töku um stöðu Kúrda. Það dugði þó ekki til að hún yrði undirrituð á fyrirhuguðum tíma. Undirritun var frestað tvisvar, fyrst vegna mannskæðs tilræðis, síðan vegna þess að fulltrúar sjíamúslima neit- uðu að undirrita hana vegna þess að engin ákvæði voru um kosning- ar fyrir valdaafsal Bandaríkja- manna 1. júlí næstkomandi. Enn hefur ekki verið skorið úr um mikilvæg atriði. Kúrdar vilja sem mesta sjálfstjórn og eru fylgj- andi því að hver landshluti ráði sem mestu um eigin mál en for- svarsmenn annarra hópa hafa ekki viljað láta það eftir þeim, einkum vegna deilna um hvernig skuli skipta olíuauðnum. Þá má ekki gleyma því að minnihlutahópar óttast vald sjíamúslima, einkum súnnímúslimar sem hafa löngum nutu betri stöðu en óttast nú að verða undir. Þess vegna eru deil- urnar um stjórnarform svo miklar. Sjíamúslimar vilja áhrif í takt við fjölda sinn, önnur þjóðarbrot ótt- ast einræði meirihlutans komi stjórnarskrá landsins ekki í veg fyrir það. ■ Tilræði á Taívan: Forsetinn skotinn TAÍVAN, AP Skotið var á Chen Shui- bian, forseta Taívan, þegar hann var á kosningaferðalagi í heima- bæ sínum í gær, síðasta daginn fyrir kosningar sem sagt hefur verið að geti skipt sköpum um samskipti eyjarinnar við Kína. Hvorki forsetinn né vara- forsetinn, sem líka varð fyrir skoti, særðist alvarlega og hvatti forsetinn landsmenn til að hafa ekki áhyggjur. Enginn var handtekinn í gær en lögregla telur að einn maður hafi verið að verki. Kosningar fara fram í dag eins og til stóð. ■ Ósætti á þingi Ríkisstjórn Íslands tók afstöðumeð innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og var Ísland því á lista hinna viljugu þjóða eins og Bandaríkjamenn nefndu þær. Ákvörðunin var afar umdeild, ekki síst á Alþingi þar sem stjórnar- flokkarnir studdu hana – þó heyrð- ust efasemdaraddir nokkurra framsóknarmanna – en stjórnar- andstæðingar voru alfarið á móti henni. Stjórnarandstæðingar kvörtuðu undan því að ekki hefði verið haft samráð við sig. Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, sagði á sínum tíma að um stefnu- breytingu væri að ræða og því hefði ríkisstjórn átt að kalla saman fund í utanríkisnefnd Alþingis áður en hún var tekin. Þessu vísaði Halldór Ásgrímsson á bug. Hann sagði að meiriháttar utanríkismál væru þau ein þar sem Alþingi væri skuldbundið og svo væri ekki í þessu tilfelli. Stuðningur við inn- rás í Írak væri því ekki meirihátt- ar utanríkismál og óþarfi að bera hann undir utanríkisnefnd. ■ Netsalan ehf. Knarravogur 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 Netfang: netsalan@itn.is OPIÐ Í DAG LAUGARDAG FRÁ KL. 12.00 - 16.00 Alltaf með nýung ar! KNAUS HJÓLHÝSASÝNING Aðeinsþað besta! M - Benz Sprinter McLouis HÚSBÍLASÝNING Eurostar Style Bjartsýni í skugga óaldar Ár er liðið frá því innrásin í Írak hófst. Ógnarstjórn Saddams var hrundið frá völdum en í staðinn kom óöld hryðjuverka og glæpa. Landsmenn eru þó sáttari við hlutskipti sitt nú en fyrir ári. MANNFALL Íraskir borgarar 8.235 / 10.079 * Íraskir hermenn 6.400 ** Bandarískir hermenn 566 Breskir hermenn 59 Aðrir hermenn 41 *** * Mat samtakanna Iraq body count 7. febrúar ** Áætluð tala *** Bandamenn og friðargæsluliðar ÁR FRÁ INNRÁS 20. mars 2003 Bandaríkjamenn og Bretar ráðast inn í Írak 9. apríl 2003 Bagdad fellur 1. maí 2003 George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsir því yfir að helstu átökum sé lokið 13. júlí 2003 Íraska framkvæmdaráðið kemur saman í fyrsta sinn 15. nóvember 2003 Samkomulag næst um að Írakar taki við völdum 30. júní 2004 13. desember 2003 Saddam Hussein er handtekinn 8. mars 2004 Bráðabirgðastjórnarskrá Íraks er undir- rituð en sjíamúslimar krefjast þegar mikilla breytinga STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Taldi yfirlýsinguna vera stefnubreytingu og að samráð hefði skort. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Taldi stuðningsyfirlýsingu við innrás ekki meiriháttar utanríkismál. Þrír af hverjum fjórum lands-mönnum voru andvígir þeirri ákvörðun stjórnvalda að lýsa stuðningi við innrás í Írak sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins sem var gerð fáeinum dögum eftir að innrásin hófst. 76 prósent lýstu sig andvíg ákvörð- uninni, 68 prósent karla og 85 prósent kvenna. Níu af hverjum tíu konum á landsbyggðinni voru mótfallnar stuðningi við innrás. Það voru aðeins stuðnings- menn Sjálfstæðisflokks sem voru tiltölulega sáttir við ákvörðun stjórnvalda, 48 prósent þeirra voru því fylgjandi en 38 prósent andvíg. Rúmlega þrír af hverjum fimm framsóknarmönnum voru andvígir en rúmlega fjórðungur fylgjandi. Um og yfir 80 prósent stuðningsmanna stjórnarand- stöðuflokkanna voru andvígir stuðningsyfirlýsingunni. ■ Þjóðin ósammála stuðningsyfirlýsingu STUÐNINGSYFIRLÝSINGU MÓTMÆLT Andstæðingar innrásar í Írak stóðu fyrir mótmælum við stjórnarráðið þegar ríkisstjórnin fundaði. Fréttaskýring BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um Írak ári eftir að innrás Bandaríkjamanna og Breta hófst. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Forstjóri Norðurljósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.