Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 14
Mikill meirihluti landsmannavill aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í viðhorfskönnun sem Samtök iðn- aðarins létu IMG-Gallup gera fyrir sig í tengslum við iðnþing árið 2004. Í tölunum kemur fram að 63 prósent landsmanna telja að taka eigi upp aðildarviðræður við Evr- ópusambandið á meðan 26 prósent eru því andvíg. Einnig telja 49 prósent landsmanna að það myndi vera efnahagslega hagstætt að ganga í ESB á meðan 31 prósent tel- ur ekki svo vera. Þegar spurt er hvort Ísland eigi að ganga í Evrópu- sambandið er mjórra á munum, 43 prósent landsmanna eru fylgjandi aðild á meðan að 41 prósent er á móti því. Margt annað áhugavert kemur fram í þessari könnun. Það kemur ekki á óvart að mikill meirihluti landsmanna telur EES-samninginn hafa verið mikið heillaspor fyrir Ís- land. Hvorki fleiri né færri en 72 prósent landsmanna telja að áhrif EES á íslenskt samfélag hafi verið góð á meðan 11 prósent telja samn- inginn hafa verið neikvæðan. Einnig er stór meirihluti sem telur samninginn hafa haft jákvæð áhrif á lífskjör í landinu. Meirihlutinn fylgjandi Þessi jákvæða afstaða Íslend- inga gagnvart Evrópusambandinu er ekki ný af nálinni. IMG-Gallup hefur allt frá árinu 1995 kannað hug almennings í landinu til ESB- aðildar og aðeins einu sinni á þess- um níu árum hefur afstaðan verið neikvæð. Það var árið 2003 þegar Evrópusambandið krafðist aukinna framlaga frá EFTA-löndunum í sjóð til uppbyggingar í A-Evrópu. Öll hin árin hefur meirihluti Íslendinga verið fylgjandi aðild að Evrópu- sambandinu. Ef við tökum nokkur dæmi þá var 51 prósent lands- manna fylgjandi aðild árið 1997 á meðan 40 prósent voru á móti. Árið 1999 voru 52% fylgjandi en 27% því andvíg. Árið 2001 voru 50% Íslend- inga jákvæð gagnvart aðild en 37% neikvæð. Fyrri hluta árs 2002 voru 52% landsmanna fylgjandi aðild en 37% á móti. Á þessu ári er síðan munurinn lítill 43% meðfylgjandi en 41% á móti. Andvíg evrunni Það kemur hins vegar á óvart í könnun Samtaka iðnaðarins að 54% landsmanna eru andvíg því að taka upp evru á meðan 37% eru því fylgjandi. Þessi niðurstaða er ekki alveg í takt við andann í öðrum svörum og hafa Evrópusamtökin ákveðið að fá greiningu sérfróðra manna um jákvæðni Íslendinga gagnavart ESB en neikvæðni gagn- vart evrunni. Til að fá svar við þessum spurningum standa Evr- ópusamtökin í samvinnu við Polit- ica, félag stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands, fyrir opnum fundi í Norræna húsinu miðvikudaginn 24. mars kl. 16–17.30. Þar munu meðal annars Jón Steindór Valdi- marsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, og Þóra Ásgeirsdóttir frá IMG-Gallup ræða þessar kannanir og hvaða ályktanir sé hægt að draga af þeim. Evrópu- samtökin hvetja allt áhugafólk um Evrópumál til að fjölmenna í Nor- ræna húsið á miðvikudaginn til að fylgjast með áhugaverðum um- ræðum. ■ Bætiflákar Fjárhagslegt sjálfstæði „Dómstólar á Íslandi eru að sjálfsögðu sjálfstæðir í verkum. Hins vegar er ein af forsendum þess að sjálfstæði dómstóla sé tryggt að þeir séu fjárhagslega sjálfstæðir og nægilega vel að þeim búið til að standa undir eðlilegri starfsemi. Það sam- ræmist ekki hugmyndinni um sjálfstæði dómstóla að fram- kvæmdavaldið hafi öll tögl og haldir í fjárveitingum til þeirra.“ Hjördís Hákonardóttir er formaður Dómarafélags Íslands. Í utandagskrár- umræðu á Alþingi var efast um sjálfstæði dómstóla í landinu. Í dag efna friðarsinnar um víðaveröld til aðgerða í tilefni af því að ár er liðið frá því að Bandaríkin, Bretland og bandalagsríki þeirra hófu árásarstríð á Írak. Þótt lokum þessa stríðs hafi margoft verið lýst yfir, líður vart sá dagur að ekki ber- ist fregnir af átökum og ofbeldi í landinu. Stríðið í Írak hefur hins vegar ekki aðeins skilið Írak eftir í sárum undir ólögmætri hernámsstjórn. Það hefur líka aukið óöryggið í heiminum og sáð í jarðveg hryðju- verka. Það hefur aukið hatur á milli menningarheima og grafið undan mikilvægum alþjóðastofn- unum, einmitt þeim stofnunum sem einar geta tryggt frið og öryggi í heiminum. Þær tylliástæð- ur sem gefnar voru fyrir þessu stríði hafa reynst ótrúlega marklausar, enda var hinn raun- verulegi tilgangur að tryggja yfir- ráð Bandaríkjamanna yfir Mið- austurlöndum og olíuhagsmuni vestrænna stórfyrirtækja. Það mátti öllum vera ljóst frá upphafi. Svartur blettur Stuðningur ríkisstjórnar Ís- lands við stríðsreksturinn var ákveðinn í skjóli nætur, í trássi við lýðræðisleg vinnubrögð og ferli. Hann er siðferðilega óverj- andi og svartur blettur á þjóðinni sem brýnt er að má af hið fyrsta. Með stuðningsyfirlýsingu sinni létu íslenskir ráðamenn sig dreyma um að öðlast virðingu og viðurkenningu umheimsins. Virð- ingin hefur látið á sér standa, en kannski hlotnast þeim nú loksins viðurkenning? Í dag efna Samtök her- stöðvaandstæðinga til stríðsupp- skeruhátíðar, þar sem veitt verða verðlaun í ýmsum flokkum. Ýms- ir hafa hlotið tilnefningar þannig að útkoman verður verulega spennandi. Hver hlýtur verðlaun fyrir svæsnustu lygina í aðdrag- anda stríðsins? Hver er slyngasti stríðsæsingamaðurinn? Og hverjir reyndust staðföstustu bandamenn Bush-stjórnarinnar? Fá Davíð og Halldór nú loksins verðlaun? Eina leiðin til að kom- ast að því er að mæta að Stjórn- arráðinu kl. 12 í dag. ■ 14 20. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Af Netinu Nú hafa nokkur áhrifamikilverkalýðsfélög lokið kjara- samningum og er það fagnaðrefni fyrir alla. Þessir aðilar fengu nokkra launahækkun en þeir lægst launuðu mest í prósentum talið, en ekki ef talið er í krónum. Verkalýðsfélög- in sömdu um að lágmarks laun yrðu eitt hundr- að þúsund krón- ur á mánuði og r í k i s s t j ó r n ákvað að hækka atvinnuleysis- bætur um níu þúsund krónur, í tæplega níutíu þúsund krónur á mánuði. Með þessum samningum eru a t v i n n u r e k - endur óbeint að viðurkenna að lágmarksfram- færsluþörf einstaklings sé um eitt hundrað þúsund krónur á mánuði, og ríkisstjórnin viðurkennir að lágmarksframfærsluþörf sé um níutíu þúsund á mánuði ef maður- inn er atvinnulaus. Bilið breikkar Með þessum samningum breikkar enn bilið milli lágmarks- launa og atvinnuleysisbóta annars vegar og ellilífeyris og tekju- tryggingar frá Tryggingastofnun hins vegar, en eins og félög eldri borgara hafa margbent á hafa greiðslur Tryggingastofnunar, sem hlutfall af lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum, farið lækkandi undanfarin ár. Það er óskiljanlegt hvernig stjórnvöld geta ætlast til þess að aldraðir geti lifað af broti af því sem þau telja lágmark fyrir atvinnulausa. Stjórnvöld og spekingar þeirra tala alltaf um framtíðarsýn og gáfu út í mars 2003 skýrslu stýri- hóps um stefnumótun í málefnum aldraðra til ársins 2015. Þarna eru fallegir framtíðardraumar en greinilegt er að eftirlaunafólk hefur ekki tekið þátt í gerð þess- arar skýrslu, því þessar fögru draumsýnir gagnast ekki þeim okkar, sem í dag verða að draga fram lífið af þeim hungurlaunum, sem okkur er skammtað frá Tryggingastofnun. Við höfðum greitt til almannatrygginga alla okkar starfsævi, þegar við fórum á eftirlaun og eigum því fullan rétt á mannsæmandi eftirlaunum. Ellilífeyrir frá Tryggingastofn- un hækkaði um 619 krónur um síðustu áramót og tekjutrygging um 3.155 krónur og er þar innifal- in hækkun til okkar sem samið var um haustið 2002. Bilið milli atvinnuleysisbóta og ellilífeyris og tekjutryggingar al- mannatrygginga hefur því aukist um 5.226 krónur, en það var alveg nægilegt fyrir. Lágmarksframfærsla tilgreind Félög okkar eldri borgara hafa gert þá kröfu til stjórnvalda að til- greindur verði kostnaður við lág- marksframfærslu og skattleysis- mörk verði í samræmi við þann kostnað. Þá hafa félög okkar kraf- ist þess að frítekjumark almanna- trygginga verði leiðrétt í sam- ræmi við launaþróun og að ellilíf- eyrir hækki til samræmis við launaþróun síðustu ára til að fækka þeim sem nú verða að sætta sig við hungurlaun, sem ekki duga til framfærslu. Samtök okkar eldri borgara eru samtök sem hafa að megin- verkefni að stuðla að betri líðan og hag aldraðra með ýmiss konar fræðslu, tómstundastarfi, ferða- lögum o.fl. Eftir að samtök okkar voru stofnuð, eða á undanförnum fimmtán árum eða svo, hafa bæt- ur almannatrygginga, ellilífeyrir og tekjutrygging, farið lækkandi sem hlutfall af lágmarkslaunum og hafa samtök okkar ekkert get- að gert þrátt fyrir einhverja við- leitni, kannske röng vinnubrögð, en við höfum engan samningsrétt. Það eina sem við getum gert er að segja sannleikann um afkomu félaga okkar og reyna að koma sannleikanum á framfæri við þjóðina því tilgangslaust er að reyna að ná til stjórnvalda. Stjórn- völd hlusta ekki á okkur og virð- ast ekki vilja vita af okkur. ■ Umræðan KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON ■ skrifar um ellilífeyri. Umræðan ANDRÉS PÉTURSSON ■ formaður Evrópusamtakanna, skrifar um Evrópusambandið. Fá Davíð og Halldór nú langþráð verðlaun? „Það er óskiljanlegt hvernig stjórnvöld geta ætlast til þess að aldr- aðir geti lifað af broti af því sem þau telja lágmark fyrir atvinnulausa. Cusinart kaffikönnurnar komnar aftur Þú færð Cusinart í Byggt og Búið, Kringlunni og Smáralind Pantanir óskast sóttar Lítið batnar réttlætið Umræðan TORFI STEFÁN JÓNSSON ■ sagnfræðinemi skrifar um stríðsuppskeruhátíð. Ósigur MR og endalok tímabils „Sigur Borgarholtsskóla er hins vegar tímanna tákn; hið nýja ryð- ur burt því gamla. Fyrir íhalds- menn og MR-inga – en pistlahöf- undur er hvort tveggja – getur ver- ið erfitt að kyngja þessu, en ef við lítum blákalt á málið var sigur Borgarholtsskóla á MR í gær ekki einungis sanngjarn og verðskuld- aður, heldur í raun nauðsynlegur fyrir íslenskt samfélag heild sinni. MR-ingar verða víst, eins og aðrir menn, að sætta sig við að lífið er hverfult. Ósigur MR í gær markar vissulega endalok merks tímabils – end of an era, eins og Kaninn segir – og menn verða einfaldlega að takast á við það. En það sem kannski gerir þessi tímamót enn erfiðari að kljást við er sú stað- reynd, að árið 2004 virðist ætla að verða ár mikils umróts í íslensku samfélagi. Sem kunnugt er mun Davíð Odds- son láta af embætti forsætisráð- herra í haust, en hann tók við því embætti stuttu áður en sigurganga MR í spurningakeppninni hófst. Og nýlega lét Ari Teitsson af emb- ætti formanns bændasamtakanna eftir áralangt og óeigingjarnt starf í þágu bænda. Það er auðvitað erfitt að takast á við þessar breyt- ingar, þetta umrót, sérstaklega þegar allt virðist ætla að lenda á manni á sama tíma.“ - BORGAR ÞÓR EINARSSON Á DEIGLAN.COM Almenningur vill aðildarviðræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.