Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 22
Það er fjör á Fróni þessar helg-arnar, árshátíðavertíðin er í fullum gangi og hefur verið frá því í janúarlok. Árshátíðum fylgir gríðarlegt tilstand og veltu- og álagsaukningin í mörgum grein- um er mikil. Þetta byrjar í fyrirtækjunum, þar eru starfandi skemmti- eða árshátíðanefndir sem jafnan fá góðan fyrirvara til að skipuleggja herlegheitin. Þessu fylgja miklar vangaveltur og er athugunarlist- inn eftirfarandi: Hvenær? Hvar? Matur? Veislustjóri? Ræðumað- ur? Skemmtiatriði? Hljómsveit? Jafnan er ágreiningur í nefndun- um enda smekkur manna misjafn og þarf þá að komast að sameigin- legri niðurstöðu. Þegar hún er fengin er árshátíðin svo auglýst. Í hverju á að vera? Taka þá við vangaveltur starfs- mannanna og maka þeirra. Athug- unarlistinn er eftirfarandi: Lang- ar okkur? Verðum við á landinu? Hver á að passa? Hverju á að klæðast? Þegar svo á annað borð er ákveðið að fara fer dágóður tími í síðastnefnda atriðið, þ.e. klæðnaðinn. Já og nota bene; kvenklæðnaðinn. Kjóllinn er valinn og skór við og skartgripirnir þurfa auðvitað að passa. Mikilvægt er að vera ekki í því sama og síðast. Örtröð er á hárgreiðslu- og snyrtistofum enda vill hver ein- asta kona líta vel út og leggur hún talsvert á sig til að svo megi verða. Hárið er litað, snyrt og sett upp, húðin er kreist, nudduð, kremborin og förðuð, neglur snyrtar og lakkaðar, augabrýr plokkaðar og litaðar og fótleggir rakaðir sem aldrei fyrr. Karlmenn eru hófsamari í þessum efnum, þeir sem ætla að vera virkilega flottir á því leigja sér smóking en flestir láta sér betri fötin nægja. Rakstur og gel í hárið gera svo gæfumuninn. Risaárshátíð hjá KB banka Veitingamenn í stærri sölum eru á útopnu sem aldrei fyrr. Sam- kvæmt lauslegri athugun Frétta- blaðsins meðal stærstu fyrirtækj- anna eru Broadway, Grand Hótel, Nordica Hótel og Súlnasalurinn á Sögu helstu árshátíðasalir lands- ins auk Versala við Hallveigar- stíg. Þá eru sum fyrirtæki svo mannmörg að ekkert minna dugar en heilu íþróttahús- in til að allir komist að. KB banki er í þeim hópi en starfsmenn hans eru vel á annað þúsund. Árshátíð KB banka verður haldin í kvöld í íþróttahúsinu að Ás- völlum í Hafnar- firði og hefur undirbúningur staðið í hálft ár. Gest- um verður boðið að dreypa á fordrykk áður en sest er að þrí- rétta veisluborði sem sam- anstendur af risahörpuskel og humri í forrétt, lamba- fille í aðalrétt og súkkulaði- tertu í eftirrétt. Átta skemmtiatriði, framleidd af bankastarfsmönnum sjálf- um, eru á dagskránni en veislustjórn verður í hönd- um tvíburabræðranna Ás- mundar og Gunnars Helga- sona og konu þess síðar- nefnda, Bjarkar Jakobsdótt- ur. Bítlavinafélagið leikur svo fyrir dansi. Vantar konur í veislu- stjórn Árshátíðir stærri og smærri fyrirtækja fylla alla sali Broad- way, hverja helgina á fætur annarri. Stefán Sturla Sigurjóns- son, starfsmaður Broadway, segir vorvertíðina hefjast undir lok jan- úar og standa út apríl. Síðari hlut- inn er svo frá septemberlokum og fram undir jólahlaðborð. „Þetta er skemmtilegt, mikið fjör,“ segir Stefán Sturla. Hann segir að tals- verð fjöl- breytni sé í h l j ó m - sveita- og skemmti- kraftavali en þó megi greina ákveðnar línur: „Paparnir, Írafár og Í svörtum fötum eru mjög vin- sælar árshátíðahljómsveitir um þessar mundir,“ segir hann. Og þegar kemur að veislustjórum og skemmtikröftum nefnir hann Jóhannes Kristjánsson eftir- hermu, Spaugstofugaurana Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason, æringjana í 70 mínútum og Idol- stjörnurnar. „Það vantar hins vegar konur í þetta fag. Þær eru allt of fáar,“ segir Stefán Sturla. Aðrir skemmtikraftar sem blaðið hefur fregnað að hafi troð- ið upp á árshátíðum stór- fyrirtækja að undanförnu eru Kaffibrúsakarlarnir, Skari skrípó, Þorsteinn Guðmundsson og Tvíhöfði. Veitingamönnum sem rætt var við bar saman um að samkeppnin væri hörð og að talsverðu munaði um hverja hátíð fyrir reksturinn. „Þetta er helvítis harka,“ varð ein- um að orði á meðan annar fór penna í sakirnar: „Maður hefur verið lengi í þessu og fólk veit hvað það fær hjá mér,“ sagði hann. Suðræn sveifla á Eskifirði Fyrirtæki á landsbyggðinni eiga það til að halda sínar árshá- tíðir á glæsihótelum höfuðborgar- innar en oftar fara þær fram á heimavelli. Dæmi um það var árs- hátíð Eskju á Eskifirði sem var bráðskemmtileg en hún fór fram í félagsheimilinu Valhöll á milli jóla og nýárs. Bjarni töframaður var veislu- stjóri og skemmti viðstöddum með ýmsum uppátækjum auk þess sem „stjórarnir sprell- uðu“, eins og viðmælandi blaðsins komst að orði. Stemningin var suðræn og yfirskrift veislunnar var Suðræn sveifla. Bogomil Font söng á meðan setið var að snæðingi en andabringur voru í aðalrétt. Bogomil og Bjarni Ara sungu svo fyrir dansi með Milljónamæringun- um á eftir. Edinborg og Búdapest vinsælar Fyrir rúmum áratug hófst útrás íslenskra árshá- tíða. Starfsmannahópar flugu þá til nálægra borga og skemmtu sér ærlega yfir mat, drykk, skemmtiat- riðum og dansi og nutu þess í ofanálag að kanna nýjar slóðir og kaupa eitthvað á krakkana. Þessi tíð er ekki liðin, síður en svo. Hjá ferða- s k r i f s t o f u n u m fengust þær upp- lýsingar að mikil ásókn væri í árs- hátíðaferðir til útlanda og voru Edin- borg, Dyfl- inni, Búda- pest, Róm, Vínarborg og B a r c e l o n a helst nefnd- a r . „Þúsundir fljúga árlega til fjar- lægra borga til árshátíðahalds,“ sagði viðmælandi á ferðaskrif- stofu og bætti við að kostnaðurinn við árshátíð á Íslandi væri það mikill að litlu þyrfti að bæta við þó haldið væri út fyrir landstein- ana. Gríðarlega krefjandi verkefni Sem fyrr sagði er árshátíð KB banka í kvöld og telja kunnugir að hún sé fjölmennasta árshátíð sem haldin hefur verið á landinu. Allt er lagt undir enda fyrsta árshátíð- in frá því að Búnaðarbanki og Kaupþing gengu í eina sæng og leggja forsvarsmenn fyrirtækis- ins mikið upp úr að sem flestir mæti, sama hvort þeir búa úti á landi eða úti í löndum. Jóhannesi Stefánssyni, veit- ingamanni í Múlakaffi, var falið að sjá um veitingarnar og hann hlakkar til kvöldsins: „Þetta er gríðarlega krefjandi og ögrandi verkefni enda ekki á hverjum degi sem maður eldar fyrir svona marga,“ segir hann. Jóhannes ger- ir ráð fyrir að steikja á milli þrjú og fjögur hundruð kíló af kjöti og er magn meðlætis, for- og eftir- rétta í samræmi við það. Fimmtíu kokkar og þjónar koma að verkinu en undirbúningurinn er knappur. „Þetta er bara eins og að elda fyr- ir mömmu, maður þarf bara að búa til aðeins meira. Það er engin leið að byrja eitthvað fyrr, þetta verður að vera ferskt,“ segir Jó- hannes. bjorn@frettabladid.is 22 20. mars 2004 LAUGARDAGUR Árshátíðavertíðin er í fullum gangi þessa dagana. Jóhannes eftirherma þeytist á milli staðanna í veislustjórn. Idolstjörnurnar troða upp. Árshátíðunum fylgir stór og mikill skemmtanaiðnaður. Borðað, drukkið, dansað og hlegið KÁNTRÝ-ÁRSHÁTÍÐ ESSO Starfsmenn Esso brugðu sér í kúreka- fötin á árshátíð á dögunum. Þar var kantrí-þema. Þorbjörg Guðjónsdóttir, Guðrún Gísladótir, Ingibjörg Jónsdóttir, Kolbrún Héðinsdóttir, Berglind Sigmars- dóttir og Sigurður Sigfússon sátu í skemmtinefnd. Kantrý- árshátíð Ekki er óalgengt að fyrirtækihafi sérstök þemu á árshá- tíðum sínum. Árshátíð Esso var haldin á Broadway í byrjun febrúar. Gestir voru um fimm hundruð og frábær stemning, að sögn Sigurðar Sigfússonar, formanns starfsmannafélags- ins. „Við vorum með kántrý- þema á þessu hjá okkur,“ segir Sigurður. Knapar á hestum tóku á móti gestum við dyrnar og í anddyr- inu var Viðar Jónsson syngj- andi með gítarinn sinn. Og auð- vitað var matseðillinn við hæfi: „Lonely Cowboys hét fordrykk- urinn, túnfiskur að hætti Cher- okee-indjána var í forrétt, í að- alrétt voru kántrýkryddaðar nautalundir og eplakaka línu- dansarans í eftirrétt.“ Hljóm- sveitirnar Brimkló og Paparnir léku fyrir dansi og „voru þær hreint út sagt frábærar,“ segir Sigurður Sigfússon. ■ Þetta er skemmti- legt, mikið fjör. ,, VINSÆLL VEISLUSTJÓRI Jóhannes Kristjánsson eftirherma er einn vinsælasti veislustjóri landsins. Spaugstofu- mennirnir Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árna- son, æringjarnir í 70 mínútum og Idol- stjörnurnar njóta líka mikilla vinsælda. KALLI BJARNI Sigurvegarinn í Idol lætur ekki sitt eftir liggja á árshátíðunum þessa dagana. Hér syngur hann á árshátíð Esso. JÓHANNES Í MÚLAKAFFI Hann sér um matinn fyrir árshátíð KB banka sem er í kvöld, og gerir hann ráð fyrir að steikja 300 til 400 kíló af kjöti. Á ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð Stangveiðifélags Reykjavíkur er ein sú glæsilegasta sem haldin er ár hvert. Hér sitja prúðbúnir gestir á árshátíð félagsins sem fram fór í Súlnasal Hótel Sögu þann 28. febrúar sl. Glæsilegar árshátíðir fara nú fram um allan bæ. VINSÆLL SKEMMTIKRAFTUR Óskar Jónasson, öðru nafni Skari skrípó, er mikið fenginn til að troða upp á árshátíðum. Aðrir vinsælir eru til dæmis Kaffibrúsakarlarnir, Þorsteinn Guðmundsson og Tvíhöfði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.